Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Síða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRlL 1985. 13 Gullna hliðið I flokka- og embættismanna- kerfinu á Islandi er til himnaríki. Þar eru menn sem eru svo sannfærðir um eigið ágæti að það hvarflar aldrei að þeim að þeir eigi að lifa svipuðu lífi og fólkið á jarðar- borunni fyrir neðan þá. Þetta er himnaríki allsnægta sem birtast t.d. í sérdeilis hagstæðum bifreiöahlunn- indum. Það er reyndar alveg óljóst hvers vegna íbúar þessa himnaríkis þurfa sérstök bifreiðakjör. Enginn veit á hvaða vegum himnaríkis þeir eru úti að aka. Þaö skiptir okkur jarðarbúanna vafalaust litlu máli því vegir þeirra þama uppi eru víst órannsakanlegir. En vistin í þessu ríki himnanna virðist erfiö og ströng því þar eldast menn þrisvar sinnum hraðar en jarðarbúarnir. A.m.k. er talið nauðsynlegt að þeir njóti fullra líf- eyrisréttinda eftir aöeins 15 ára starfsaldur. Hér hafa verið tekin dæmi um kjör ríkisbankastjóra. En það búa vafa- laust fleiri i þessu riki sérkjaranna. Hve margir toppar opinberra fyrir- tækja og stofnana skyldu vera á frium bílum og njóta annars konar og fjölbreytilegra sérkjara? Ætli Landsvirkjun hafi ekki keypt bíla undir sína forstjóra? Hver hefur eftirlit? Lykla-Pétur fjórflokkanna leyfir engum að skyggnast inn í himininn. Hann heldur dyrunum lokuðum, nema rétt á meðan útvöldum sálum ervippaðþarinn. En tveim duglegum dagblöðum lánaðist að kíkja inn um stundar- kom. NT sagði frá því hvemig allir fjórflokkarnir hefðu allt frá 1970 staðið vörð um bílafríðindin og Helgarpósturinn sagði frá lífeyris- réttindunum. Nú er það umhugsunar virði að það voru dagblöð sem skýrðu frá himna- ríkiskjörunum í ríkisbönkunum. I öllum ríkisbönkunum eru hins vegar bankaráö sem eru kjörin af Alþingi. Þar sitja meira að segja 9 alþingismenn. Réttlæting fjór- flokkanna á þessu ráðslagi er sú að þingið eigi að hafa eftirlit fyrir hönd þjóðarinnar. Athugum það nánar. Stefán Val- geirsson alþingismaður hefur verið um skeið í bankaráði Búnaðar- bankans. Hann ætti að hafa vitað um ráðningarkjör bankastjóranna lengi. Ætli hann hafi beitt sér sérstaklega fyrir afnámi þessa sérréttinda- og bitlingakerfis? Var hann ekki sjálfur að reyna að koma sér í bankastjóra- stól? Ætli þeir Tómas Ámason og Lárus Jónsson hafi verið ötulir tals- menn þess í þingflokkum sínum áður en þeir fóru í bankastólana að þetta hákjarapukur væri afnumið? Sameinaðir stöndum vér Staöreyndin er sú að um þetta allt A „Flokkarnir kjósa ekki bankaráð til að hafa eftirlit fyrir hönd þjóðarinnar. Þeir vilja sitja þar allir til að hafa höndina hver á öxlinni á öðrum og ábyrgjast samtrygginguna.” „Kerfið fðr þé á taugum þegar i Ijós kom, að Alþýðuflokkurinn hafði ekki kjörfylgi til að koma að manni i bankaráðum. Af hverju mátð þá ekki lúta þekri kosningu og lýðræðWegu niðurstöðu að Alþýðuflokkurinn ekv fakflega missti aám mannT" GUÐMUNDUR EINARSSON, ALÞiNGISMAÐU R i BANDALAGI JAFNAÐARMANNA hefur rikt mesti einhugur í öllum flokkum. I þeim öllum eru menn sem vona að einhvem tíma komist flokkurinn þeirra í þá aöstöðu aö setja þá í poka og fleygja þeim inn fyrir gullna hliðiö eins og sálinni hansJóns. Flokkamir kjósa ekki bankaráð til að hafa eftirlit fyrir hönd þjóðar- innar. Þeir vilja sitja þar aiiir til að hafa höndina hver á öxlinni á öðrum og ábyrgjast samtrygginguna. A.m.k. fannst Sjálfstæöisf lokknum hann endilega þurfa aö tryggja Alþýðuflokknum sæti i banka- ráðunum fyrir jól. Kerfið fór þá á taugum þegar í ljós kom að Alþýðu- flokkurinn hafði ekki kjörfylgi til að koma að manni í bankaráöum. Af hverju mátti þá ekki lúta þeirri kosningu og lýðræðislegu niðurstöðu að Alþýðuflokkurinn einfaldlega missti sinn mann? Af hverju gekk maður undir manns hönd í það í marga daga í öllum skúmaskotum þingsins að koma kratanum ein- hvem veginn inn? Var þaö ekki af þvi að þeir eru öruggastir þegar þeir eru þama allir? Þá eiga þeir sam- trygginguna vísa og stuðninginn við mannaráöningamar, lánin og aðrar þær fýrirgreiðslur sem fjórflokka- kerfiðbyggirá. Guðmundur Einarssson. Bandalag jaf naðarmanna gegn landsbyggðinni Bandalag jafnaöarmanna hélt landsfund i haust og kaus sér for- mann sem væntanlega á að fylgja fram „stefnu” Bandalagsins. Af lestri stjórnmálaályktunar lands- fundarins er hins vegar fátt að finna sem varðað getur vegferð þeirra á sviði landsmála. Þar er sú leið póker- spilarans valin að gefa fátt til kynna nema það sem helst getur blekkt. Hlutverk formanns og landsnefnda verður því væntanlega að hlera almenningsálitið og taka stefnuna í hverju máli með hliðsjón af því. Stefnan verður því stefna líðandi stundar. Yfirskrift stjórnmála- ályktunar BJ er: „Nýtt afl, nýjar leiðir”. Ekki er þar fjallað um spurningu höfuðkratans um það hverjir eigi Island. Hins vegar er vandi þjóðarinnar talinn stafa af kjördæmapoti og sérhagsmuna- vörslu stjómmálamanna. Vanda þjóðarinnar ætlar BJ að leysa með því að fækka kjördæmum í eitt og efla sjálfsstjóm héraöa (væntanlega gömlu kjördæmin?) auk þess að brjóta á bak aftur fámennisvald SIS. Ekki er í lítið ráðist. Er nú komið nokkuð annað snið á valddreifingar- hugmyndir Bandalagsins sem ýmsir frambjóðendur þess töldu í síðustu kosningum vera franskrar ættar og voruaðalmálBJ. Ekki var það efnisrýrð ályktunar Bandalagsins sem fékk mig til þess FH IHDTELLDFTLEtOI 8 | ■•I;1 1 {{ | I í I 1 1 n |í 1 ^ ! 1 11 II Sf fl „Af lestri stjómmáiaályktunar landsfundarins er hins vegar fátt að finna sem varðað getur vegferfl þeirra á sviði landsmála." „Stjómmálaflokkur, sem ætlar öörum þræöi að byggja tilveru sína á því að ala á ófriöi meö þjóðinni og draga landshluta til ábyrgðar um ástand í þjóðfélaginu, getur tæplega átt formælendur, nema í hópi grínista.’ 11 STURLA BÖÐVARS- SON SVEITARSTJÓRI, STYKKISHÓLMI að drepa niður penna heldur tilraunir Bandalagsins til þess að gera stjórnmálamenn landsbyggðar- innar ábyrga fyrir því sem kallað er „vandi þjóðarinnar”. Er þar væntanlega bæði átt við sveitar- stjórnarmenn sem og þingmenn þegar talað er um kjördæmapot í ályktun þeirri sem glumdi í fjöl- miölum. Þegar talað er um kjör- dæmapot í þessum og þvílíkum hópi er venjulega átt við baráttu fyrir eflingu atvinnulífs, t.d. endurnýjun togaraflotans á landsbyggðinni eða uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Þessi árátta, sem nú er staðfest í stjóm- málaályktun, er vægast sagt furðuleg vegna þess að a.m.k. nokkrir af forystumönnum Banda- lagsins (þar á meðal formaöur) ættu að vita að nóg er komið af áróðri gegn landsbyggðinni og tilraunum til þessaö kljúfalandiðuppístríðandi hagsmunasvæði. Slíkur mála- flutningur er stórskaðlegur og ef til vill jafnhættulegur og áhrif SlS í þjóöfélaginu. Stjórnmálaflokkur, sem ætlar öðrum þræði að byggja tilveru sína á því að ala á ófriði með þjóðinni og draga landshluta til ábyrgðar um ástand í þjóðfélaginu, getur tæplega átt formælendur, nema í hópi grínista. . .. „ Formaður BJ verður engu að siöur að gefa skýringar á árásum á lands- byggðina og þá menn sem staðið hafa í ströngu við að tryggja stöðu byggðanna. Bandalagsmenn verða að „taka höndum saman og hætta að bulla og fara að gera eitthvaö” svo vitnað sé til orða formannsins, í stað þess að beina því til þjóðarinnar. Sturla Böðvarsson sveitarstjóri Stykkishólmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.