Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Page 17
DVUÞRIÐJUDAGUR30Í APRIL1985.
17
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Af hverju hafa
erlendir forréttindi?
Landmaður skrifar:
Eg átti þess kost að sjá reglugerð
nr. 482/1985 um tollfrjálsan farangur
ferðamanna og farmanna við komu frá
útlöndum. Þar segir meðal annars:
„Ferðamönnum búsettum erlendis er
heimilt að hafa meö sér, án greiðslu að-
flutningsgjalda, íverufatnað, sængur-
föt, viðlegubúnað og annan ferðabún-
að, þar með talin matvæli og aðrar
vistir tii eigin nota á ferðalaginu.”
I sömu reglugerð, 5. grein, er
Erlendir ferðamenn
hafa engin forréttindi
Björn Hafsteinsson, deildarstjóri
tolladeUdar fjármálaráðuneytisins,
hafði samband:
Eg vil gera athugasemd við grein
landmanns í DV sem birtist á
lesendasíðunni 22. april. Þar er
fjaUað um ákvæði reglugerðar
482/1984 um toUfrjálsan farangur
ferðamanna og farmanna viö komu
frá útlöndum.
Mikils misskilnings gætir í þessari
grein. Þar er látiö að því Uggja að
erlendir ferðamenn njóti ákveðinna
forréttinda við innflutning á
matvælum til neýslu á ferðalaginu.
Eg vil vekja athygU á því að greinar-
höfundur vísar sjálfur til 5. gr.
reglugerðarinnar sem fjallar um
innflutningsbönn og innflutnings-
takmarkanir.
Hið rétta er að innflutningshömlur
skv. nefndri 5. grein eiga að sjálf-
sögðu einnig viö um erlenda ferða-
menn. Þeim er óheimUt að flytja inn
matvæU sem eru háö innflutnings-
banni. Reglugerðin veitir heldur ekki
undanþágu til innflutnings á t.d.
matvælum sem, vegna sóttvarna eða
annarra öryggisráðstafana, eru
háð innflutningstakmörkunum. Það
gilda því sömu reglur um erlenda
ferðamenn að þessu leyti og um
íslenska farmenn og ferðamenn.
Komi sUkur varningur í ljós við toU-
skoöun er hann geröur upptækur og
eyöUagður undir toUeftirUti.
Borgarfógeti:
Seinn í svifum
örn Gunnarsson hringdi:
Mér leikur forvitni á aö vita hvernig
stendur á því að þaö tekur þrjá mánuði
að fá aflýst skuldabréfi hjá fógeta.
Sigurður Sveinsson borgarf ógeti:
Þegar skjal sem er kvittað til af-
lýsingar berst embættinu þá er það
strikað út af viðkomandi eign nokkum
veginn samdægurs. Þar með er
skjalinu efnislega aflýst af viðkomandi
eign.
Til þess að skjaUnu sé formlega fuU-
aflýst þá þarf að gera ýmsar áritanir
og stimplanir í skjalasafni embættis-
ins. Að því búnu eru skjöUn send í
pósti. Þessi síðari þáttur getur dregist
nokkuö: Þess má geta að afarmikUl
fjöldi skjala berst embættinu til
aflýsingar.
vili I rafdeild
AUGLÝSlR'v
Nýkomið úrval af
loftljósum,
borðlömpum,
standlömpum,
blómaljósum,
náttborðslömpum
í mörgum litum
RAFMAGNSTÆKI:
kaffikönnur, brauðristir,
vöfflujárn, hrærivélar,
handþeytarar, ryksugur,
hárblásarar, rakvélar,
krullujárn.
Video-spólur, VHS, hreinsispólur, VHS.
Perur,, tenglar, klœr, framlengingarsnúr-
ur, rafmagnsvír.
Versliö þar sem úrvalið er
mest og kjörin best.
JIS
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
Heíurðu gert þér grein íyrir því að milli bíls og
vegar eru aðeins fjórir lófastórir íletir. Aktu því
aðeins á viðurkenndum hjólbörðum,
Sértu að hugsa um nýja
sumarhjólbarða á íólks-
bílinn cettirðu að haía
samband við nœsta
umboðsmann okkar.
PÚ ERT ÖRUGGUR Á
GOODfÝEAR
FULLKOMIN H J ÓLBARÐAP JÓNUSTA
TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING
IhIHEKLAHÍ
I Laugavegi 170-172 Símar 21240-28(
HUGSIÐ UM
EIGIÐ ÖRYGGI
OG ANNARRA
Flestar stœrðir íyrirliggjandi.
— HAGSTÆÐ VERÐ —
’ <
___________________________________________________________________________________________________________