Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUB 30. APRIL1985.
35
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn Tiðarandinn
Hákon Róbert fnr hér hjélp móður slnnar við að festa é sig hjélminn.
MOÐIRIN FYLGDI
SYNINUM
„Eg var mikið á hestbaki í sveitinni í
fyrrasumar.” Það er Hákon Róbert
Jónsson, 9 ára, sem þetta mælir. „Eg
kann að beisla, kemba og veit alveg
hvemig á að fara að hestum. Svo veit
ég líka hvemig á að leggja á hest.”
— Hvers vegna fórstu þá í reiðskól-
ann?
„Það var kona sem mamma þekkir
sem sagði mér af þessum námskeið-
um. Hún ráðlagði mér að fara svo að
ég lærði undirstöðuatriðin alveg upp á
hár. Svo ætlar hún að leyfa mér aö fara
á bak sínum hestum þegar ég er búinn
á þessu námskeiði. Eg á nefnilega ekki
hest sjálfur. Kannski fæ ég hann í
fermingargjöf,” segir Hákon ákafur
og með það er hann rokinn að beisla.
„Mamma, hjálminn”
Þetta var fyrsti tíminn hans
Hákonar. Móöir hans stóö álengdar
og fylgdist með honum.
„Ég vildi fylgja honum svona í
fyrsta skipti. Nei, ég hef sjálf ekkert
verið á hestum. Hákon var aftur á móti
mikiö á hestbaki í Biskupstungunum
þar sem hann var í sveit í fyrra.
— Langar þig ekkert á bak?
„Eg veit það ekki, ég er satt að segja
hálfsmeyk við hestana. Ég hef ekkert
kynnst þeim. En það getur vel verið að
ég drífi mig á námskeið fyrst sonurinn
erbyrjaður.”
„Mamma, komdu með hjálminn,”
kallar Hákon utan úr giröingu þar sem
hann er að búa sig undir að fara á bak.
Móðir hans fer út í bíl, sækir hjálminn
og hjálpar Hákoni að festa hann
tryggilega á sig. Það er enginn hesta-
maöurán hjálms.
„Margir koma
aftur og aftur”
„Það eru i rauninni mörg nám-
skeið i gangi í einu,” sagði Hrönn
Jónsdóttir, umsjónarmaður reiðskól-
ans, þegar hún var spurð hvemig
kennslunni þar væri háttaö. Nem-
endur geta byrjað á námskeiði hve-
nær sem er. Hvert námskeið er fimm
skipti, tveir tímar í senn, og kennt er
eftir hádegi alla daga vikunnar.
Fjöldi nemenda í hverjum tima er
misjafn, svona á bilinu 5—8.”
Námskeiðin í ár byrjuðu 20. mars.
Þau munu standa fram i lok maí en
þá verður skólinn færður upp í Salt-
vík. Þar er hann starfræktur á sumr-
in í samvinnu við Æskulýðsráð.
Skemmtilegt áhugamái
A námskeiðunum eru nemendum
kennd undirstöðuatriði hesta-
mennskunnar, t.d. taumhald og að
leggja á. Reiðskólinn sér nemendum
fyrir hestum og reiðtygjum.
Flestir, sem taka þátt í námskeið-
unum, eru byrjendur á aldrinum 8—
12 ára. Fæstir hafa áöur komið á
hestbak.
Hrönn var spurðaöþví hvenær hún
hefði fengið áhuga á hestamennsku.
„Eg man það ekki glöggt, en ég hef
verið i kringum hesta síðan ég var
lítil.”
— Af h verj u fórstu að kenna ?
„Eg frétti af því að þetta starf væri
laust og sótti um. Eg hef lesið mér
nokkuð til um hesta og einnig sótt
námskeið. Þetta er þriðja eða fjórða
árið sem ég kenni héma.”
— Hafa námskeiðin verið vel sótt?
„Já, það hefur verið góð þátttaka.
Krakkarnir eru mjög áhugasamir.
Margir þeirra koma hingað aftur og
aftur á námskeið, enda er hesta-
mennskan mjög skemmtilegt áhuga-
máL”
„Alveg frábært”
„Vá, ætlarðu að taka viötal við
okkur?” sögðu vinkonurnar Silja
Kristjánsdóttir og Sigrún Omars-
dóttir einum rómi þegar blm. tók þær
tali inni í hesthúsi. „Já, er það ekki
alveg tilvalið?” „Jú, jú” varsvarið.
— Hvað hafið þið farið í marga
tíma?
„Þetta er seinasta skiptið hjá
okkurídag.”
— Hvers vegna fóruð þið í reiðskól-
ann?
„Eg sá auglýsingu í DV frá Fáki,”
segir Silja. Ég hringdi strax í Sig-
rúnu og spuröi hana hvort hún væri
ekki til í aö koma á hestanámskeiö.
Hún var til í það og við létum innrita
okkur sama dag. Svo hef ég líka
gaman af að vera í kringum hesta,
mér þykir svo vænt um þá.”
„Ég þekki líka marga sem eiga
hesta og langar að læra að sitja
hest,” bætirSigrún við.
— Þið eigiö þá ekki hesta sjálfar?
„Nei, ekki ennþá a.m.k. Eg fæ
kannski einn í fermingargjöf,” segir
Sigrún. „Eg á ekki hest heldur,” seg-
irSilja. „Eg vildiaðégættieinn.”
„En við getum fengið að fara á bak
hjá fólki sem við þekkjum þegar okk-
ur langar til. Svo verðum við báöar í
sveit í sumar og þar fáum við örugg-
lega aö fara á hestbak. Bæirnir eru
báðir í Rangárvallasýslunni þannig
að við getum farið saman í útreiðar-
túra. Þaðverðurfrábært.”
— Hafið þið lært undirstöðuatriði
hestamennskunnar á þessu nám-
skeiði?
„Já, við kunnum alveg orðið að
beisla og leggja á. Við höfum reynd-
ar báðar verið dálitiö á hestbaki áður
en við komum á námskeiðið þannig
að við getum líka báðar setið hest.”
— Hefur þessi tími í reiðskólanum
verið skemmtiiegur?
„Já, alveg frábær,” svöruðu þær
stöllur.
,Er þetta ekki alveg frébært?" Sigrún og Skjóni stinga saman nefjum.
Hrönn sýnir Hákoni hvernig é afl festa tauminn. Hann haffli reyndar beislafl
éflur i sveitinni en allur er varinn góflur.
Texti:
ÞorsteinnJ. Vilhjáimsson
Myndir:
KristjánAri