Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MANUDAGUR1. JULl 1985. Frá setningu Norðurlandsleikanna á föstudagskvöld. „Það hefur bara gengið vel," sagði Einar örn Jónsson. KA vann með 11 gegn 0 „Þaö hefur bara gengiö vel, viö erum búnir aö vinna tvo leiki og erum í ööru sæti í riðlinum,” sagöi Einar örn Jónsson, 9 ára strákur frá Blönduósi. Hann er markmaður í fót- bolta fyrir Uöiö yngra en 12 ára. Síðdegis á laugardag þegar DV hitti hann aö máli var ekki oröiö ljóst hver yröi sigurvegari í þeim flokki knattspymunnar. Hvaö ertu búinn að fá mörg mörk áþig? „Þrettán. KA-liðið vann okkur ell- efu gegn núlli. Finnst þér ekki súrt aö fá á þig 11 mörkíeinum leik? „Jú, þaö er súrt en einu sinni fékk ég samt á mig 16 mörk gegn Tinda- stóli á Sauöárkróki.” Krakkaskari á Norðurlandsleikum: KðSTUÐU KÚLUNNI UM 500 SINNUM Texti og myndir: Jón Baldvin Halldórsson Berglind Björnsdóttir frá Blönduósi var að vonum ánœgð með sigur sinn í 100 metra flug- sundi. Mætti vera á hverjuári Hún Berglind Bjömsdóttir frá Blönduósi geröi sér lítið fyrir og sigraöi í 100 metra flugsundi stúlkna yngri en 10 ára. Berglind keppti fyrir Ungmennasamband Austur-Hún- vetninga. Keppirðu í einhverju fleiru en bringusundinu? „Já, ég keppi í 100 metra bringu og 100 metra baki. Eg er ekki búbi meöþað.” En ertu ekki ánægð meö sjálfa þig þaö sem komið er? „Jú, ég er þaö. Þetta er víst góður tími.” Hvaö finnst þér annars um leikana? „Þaö er búiö aö vera mjög gaman. Þetta mætti vera á hverju ári.” Norðurlandsleikar æskunnar, sem haldnir voru á Sauðárkróki um helgina, tókust meö afbrigðum vel. „Þaö hefur allt gengiö upp, nákvæmlega eftir tímaplaninu. Aöeins setningarathöfnin taföist lítil- lega vegna þess aö sumir hóparnir komu seint í bæinn,” sagöi Björn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri leikanna, viö DV eftir mótsslitin síðdegis í gær. Um 1100 krakkar af öllu Norður- landi sóttu þessa leika sem Fjóröungssamband Norölendinga stóö fyrir og settu mikinn svip á Sauöárkrók. Keppt var í fjölmörgum íþróttagreinum, knattspyrnu, hand- knattleik, körfubolta, sundi, frjálsum íþróttum, skák, reiðhjóla- þrautum og golfi. Hlaup æskunnar ’sem rás 2 og Frjálsíþróttasambandiö stóöu fyrir var einnig liöur í Noröur- landsleikunum. Til marks um umfang þessara leika má geta þess aö keppt var á fimm knattspyrnuvöllum, stanslaust frá.jnorgni til kvölds. Liöin voru 57 talsins og spilaðir 100 leikir. Lang- stökkin voru 450, kúlunni var kastað um 500 sinnum. Á nöfunum fyrir ofan bæinn var slegin túnspilda og spilaður fótbolti þar bæöi þvers og langs; ekki beint löglegir íþrótta- vellir en þaö mátti einu gilda. Öllu skipti aö vera meö og skemmta sér viö aö etja kappi við jafnaldra frá öörum byggðarlögum. Keppnis- andinn var líka greinilega ríkjandi hjá krökkunum og þeir virtust njóta þess að vera þátttakendur í leikunum. Um eitt hundraö manns starfaöi við mótiö meðan á því stóö. Unnu þeir mikiö og af fórnfýsi að sögn Bjöms framkvæmdastjóra. Ekkert liggur fyrir um hvort slíkir leikar Einbeitnin skín úr svip þessara stúlkna í fyrstu grein mótsins, 800 metra hlaupi. veröi árlegur viöburður en það heyrðist frá þeim sem sóttu Sauöár- króksleikana aö full ástæöa væri til þess. „Ég efast ekki um að leikamir gætu veriö árlega en það hefur verið of mikiö að gerast. Mér finnst aö þaö væri þá betra aö hafa greinamar færri,” sagði Björn Sigurbjömsson. „Flestir diskótekið” „Ég keppi ekki í neinu, ég er bara héma aö horfa á,” sagöi Þorbjörg Ámadóttir frá Dalvík. Hún stóö fyrir ofan grasvöllinn og var aö fylgjast með knattspymuleik. En þó hún væri ekki sjálf ^aö keppa átti hún systur sem keppti í gær í langstökki. Hvemig hefur Dalvíkingum gengið? „Það hef ur gengið vel. ” Hvaö gera annars áhorfendur á svona leikum fyrir utan aö fylgjast ,,Þaö er ýmislegt um aö vera, til meö sínu fólki? dæmis diskótek, flestir fara á þaö.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.