Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 42
DV. MANUDAGUR I.JOlI 1985. Jón Páll Sigmarsson — sterkasti maöur heims, var að sjálfsögðu mættur á staðinn. Hann keppti t.d. við strákana í reiptogi. ésh c, Vv ■ ** cM><* ' * y ‘‘ *$:■ *•'**' , v Sverrir Auðunsson — knattspyrnukappinn knái frá Kefla vík sést hér (t. v.) vera að berjast um knöttinn við strák úr Breiðabliki í úrslitaleiknum. Já, margur er knár, þótt hann sé smár. S verrir var útnefndur maður mótsins. Það er svo sannarlega f jör í Eyjum þegar fiskast þar. Það var fiskirí á dögunum þegar Tommahamborg- aramótið fór fram í Vestmannaeyj- um — allir bestu knattspyrnumenn landsins i 6. flokki voru þar saman komnir. Netamöskvar voru oft út- þandir — alls voru skoruð 517 mörk í 120 leikjum, sem fóru fram í mótinu. Sá sem var iðnastur við kolann var Kjartan Hjálmarsson úr Fram sem sendi tuðruna fjórtán sinnum í netið. Strákarnir úr Keflavík voru mjög sigursælir — unnu tvöfalt, eða urðu bæði sigurvegarar í innanhúss- og ut- anhússknattspymu. Þá var Keflvík- ingurinn efnilegi, Sverrir Auðuns- son, valinn leikmaður mótsins. Gunnleifur Gunnleifsson úr DC var útnefndur markvörður mótsins og prúðustu liðin voru Víðir frá Garði og Breiðablik. Keflvíkingar lögöu Breiðablik að velli í úrslitaleik. KR-ingar urðu sigurvegarar í B-liðakeppninni, unnu Skagamenn í úrslitum. KR-ingar urðu einnig sigurvegarar í innan- hússmóti B-liða, eins og Keflvíkingar íkeppni A-liða. Einnig var keppt í knattþrautum og urðu þessir strákar sigursælastir: Halda knetti á lofti: Eldri flokkur: Kristinn Hafliöason, Víkingi, Andri Sveinsson, KR, Arni Eyþórsson, Þrótti. Yngri flokkur: Haukur Hannesson, IK, Páll Gislason, KR, Guðmundur Guðmundsson, Fram. Rekja knött: Eldri: Július Kristjánsson, UBK, Sigurður Hákonarson, KR, Einar Sverrisson, IK. Yngri: Matthías Stefánsson, KA, Sigurður Viðarsson, Stjörnunni, Pálmar Guðmundsson, Reyni S. tr,. á Vel heppnað mót Tommahamborgaramótið heppn- aðist mjög vel en það voru Týrarar sem stóðu fyrir mótinu. Allt skipulag var til fyrirmyndar og skemmtu drengimir sér konunglega í Eyjum. -SOS Keflvíkingar urðu sigursælir í Eyjum. Skothittni: Eldri: Hlynur Marthens, Reyni S., Þórarinn Þórarinsson, FH, Andri Sveinsson, KR. Yngri: Bergur Hafþórsson, Akra- nesi, Atli Daðason, UBK, Sigurður Viðarsson, Stjörnunni. Magnúsarbakarí sá til þess að strákarair fengju nestis pakka, þegar haldið var frá Eyjum snemma morguns. Strákarnir fengu þá glóðvolga snúða. Myndsjá frá Eyjum Þá var fjör íEyjum... — mikil stemmning þegar Tommahamborgaramótið fór fram fVestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.