Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 14
14
DV. MANUDAGUR1. JULI1985.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS H ARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNJSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
l'Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Áuglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022,
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍPUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
Áskriftarverð á mánuði 360 kr. Verö i lausasölu 35 kr.
Helgarblaö40kr.
Bömin seld í ánauð
„Við erum örugglega að nálgast það hæsta, sem þekkzt
hefur í sögunni. Það er kannski helzt, að einhver Suður-
Ameríkuríki, sem urðu gjaldþrota á síðustu öld, hafi farið
hærra.” Þetta sagði Þorvaldur Gylfason hagfræði-
prófessor um erlendu skuldirnar í viðtali við DV fyrir
helgina.
Þjóðarbúið íslenzka er komið í svipaða stöðu og hús-
byggjandinn, sem hefur reist sér hurðarás um öxl. Ekki
er nóg með, að slegin séu ný lán fyrir afborgunum, sem
falla, heldur á þjóðarbúið ekki einu sinni upp í vextina.
Þeir hrannast upp og gjaldþrot blasir við þjóðinni.
Til marks um alvöru málsins má nefna, að nú fer
fjórða hver króna af vöruútflutningi okkar til að greiða
vexti. Fjórði hver fiskur fer í að greiða af syndum fyrri
tíma. Þetta virðast ráðamenn þjóðarinnar engan veginn
skilja og halda áfram að haga sér eins og millar.
Matthías Bjarnason samgönguráöherra þeysist nú um
landið til að gleðja kjósendur með áformum um að bora
göt á fjöll víða um land. Þetta segir hann að séu arðbærar
framkvæmdir, sem kosta megi með erlendum lánum.
Þarna stöndum viö andspænis enn einni geðveikisveizl-
unni.
Vegagerðin viðurkennir hins vegar, að engin leiö sé að
reikna arðsemi inn í þessi göt Matthíasar. Hún viður-
kennir líka, að engin arðsemi sé í ýmsum fyrirhuguðum
stórbrúm. Samt er allt þetta komið á vegaáætlun og kjós-
endur álíta Matthías vera mikilmenni.
Á sama tíma og þessir draumórar byltast fram og
verða að veruleika er ekki hægt að leggja bundið slitlag á
ýmsa vegi, þótt 10—50% arðsemi sé í þeim fram-
kvæmdum. Þaö er dýrt spaug fyrir gjaldþrota þjóð að
hafa stórhuga ráðherra í að bora göt á fjöllin.
Matthías er ekki einn um hituna. Samkvæmt nýsam-
þykktum lánsfjárlögum á að taka rúma sjö milljarða
króna að láni í útlöndum á þessu ári. Þetta finnst
lesendum kannski bara vera tala á blaði, en jafngildir þó
um þriðjungi af vöruútflutningi þjóðarinnar á þessu ári.
Sumt af þessu fer í arðbærar framkvæmdir, sem skila
meiru af sér en afborgunum og vöxtum. Annað fer í fram-
kvæmdir, sem eru látnar skila arði með handafli. Þar er
fremst orkuveizlan, sem fjármögnuð er með því að senda
notendum hæstu raforkureikninga Vesturlanda.
Mikið af þessu fer svo í atriði, sem hvorki geta skilað
arði á eðlilegan hátt né með handafli. Eitt fáránlegasta
dæmið eru 553 milljónir króna, sem teknar eru að láni í út-
löndum með 8% vöxtum til 15 ára til að endurlána til hús-
næðismála á lægri vöxtum og til lengri tíma.
Sem dæmi um geðveikina má nefna, að gert er ráð
fyrir, að fjárfestar verði 1.150 milljónir króna í land-
búnaði á þessu ári, fjórðungi meira að magni en var fyrir
tveimur árum. Það er ekki nóg með að þetta sé ger-
samlega arðlaust, heldur þarf þar á ofan að borga með
því.
Það er ekki velferðarþjóðfélagið, sem er að gera okkur
gjaldþrota, heldur óráðsían, sem hér hefur verið lýst. Við
vorum lengi á hægri leið til helvítis, en síðan 1982 hefur
allt verið í þriðja gír. Og ríkisstjóm ársins 1985 heldur
uppi hraðanum á fullu.
Þrælasala hefur um langt skeið ekki þótt fram-
bærilegur atvinnuvegur. Versta tegund þrælasölu er, þeg-
ar fólk selur börnin sín í ánauð. Og það erum við einmitt
núna að gera með því aö varpa skuldunum á af-
komendurna, svo að ráðherrar geti montaö sig fyrir kjós-
endum. Jónas Kristjánsson.
„Með því að skylda alla nemendur i 9. bekk hlýtur að þurfa að slaka á faglegum kröfum frð því sem nú er.
Afleiðingin gæti orðið sú að fyrsta ár framhaldsskólans verði nemendum enn örðugra en það er nú og
þykir þó ýmsum ærið stökk úr grunnskóla í framhaldsskóla."
SKÓLASKYLDA
RÉTTUR EÐA KVÖÐ?
I fréttum útvarps þann 18. júní síð-
astliðinn var sagt að menntamála-
ráðherra hygðist á næsta skólaári
framkvæma skólaskyldu í 9. bekk
skv. grunnskólalögum. Þetta ákvæði
laganna sýnist mér vanhugsað og
svo er um fleiri sem málið brennur á.
Því miður hafa ýmsar ákvarðanir
hæstvirts ráðherra, sem snert hafa 9.
bekk nýliðiö skólaár, verið einkar
gerræðislegar svo þessi kemur ekki
giska á óvart.
Hinn 8. mars 1985 hélt Bandalag
kennara á Norðurlandi eystra fund
þar sem skólaskylda í 9. bekk var
rædd. Ætlunin var að fá tvo fram-
sögumenn til að mæla með og tvo til
að mæla gegn henni. Aðeins tókst að
fá einn framsögumann meömæltan
skólaskyldunni og má ætla að það
sýni afstöðu meirihluta kennara á
svæðinu til málsins. Fundurinn sam-
þykkti ályktun þess efnis að nemend-
ur í 0 og 9. bekk skyldu njóta sömu
aöstöðu og aðrir nemendur grunn-
skóla með tilliti til námsbóka og ann-
ars kostnaðar vegna skólagöngu.
Fyrrgreind ályktun fundar BKNE
var efnislega samhljóða þingsálykt-
unartillögu Málmfríðar Sigurðar-
dóttur, Sigriðar Dúnu Kristmunds-
dóttur og Kristínar Halldórsdóttur,
sem þær lögðu fram á Alþingi í vet-
ur: ... „aö ríkissjóöur gegni sömu
skyldum hvað varðar fjárframlög
við 9. bekk grunnskóla og viö aðra
bekki grunnskólans, án þess þó að
skólaskylda komi til.”
Einu rökin
Einu rökin meö skólaskyldu í 9.
bekk, sem ég hef séð haldbær, eru
þau að óréttlátt sé að 9. bekkingar
greiði námsbækur, launakostnað í
mötuneytum og akstur í skóla, sem
aörir nemar grunnskóla greiða ekki.
Hins vegar fæ ég ekki séð að betra sé
að leysa það mál með skólaskyldu en
með laga- eða reglugerðarbreytingu
um skólakostnað. Vilji ráðamanna
er allt sem þarf til þess að sérhver 9.
bekkingur sæki skóla sér aö kostnað-
arlausu.
Þau rök hafa heyrst að skóla-
skylda sé nauðsynleg tii aö tryggja
rétt þeirra barna til skólagöngu sem
foreldrar vilja ekki að sæki skóla.
Þessi röksemd var góö og gild í byrj-
un aldarinnar þegar margir voru
þeirrar skoðunar að skólaganga væri
aðeins fyrir ónytjunga sem nenntu
ekki aö vinna nytsamleg störf. Af-
staða fólks til skólagöngu er önnur
nú. Eg hef aldrei á nálega aldarf jórð-
ungs starfsferli hitt foreldra sem
neitað hafa barni sínu um að setjast í
Kjallarinn
ÞÓRIR
JÓNSSON,
SKÓLASTJÓRI, ÓLAFSFIRÐI.
9. bekk. Hins vegar eru mörg dæmi
þess að unglingar komi í 9. bekk
vegna þess að foreldrar vilja það.
Skýrslur sýna að um 5% nemenda í
8. bekk koma ekki í 9. bekk að hausti.
Þorri þessara nemenda hefur átt í
erfiðleikum af ýmsum toga. Eg tel
það meira en vafasamt að vandi
þeirra leysist með því að skylda þá
til setu í 9. bekk. Ymsir fara raunarí
nám síðar ef áhugi vaknar. Mér vit-
anlega hefur ekki verið kannað hve
stór hluti þeirra verður „taparar” í
lífinu né heldur orsök „tapsins” ef
eitthvert er.
Því betur hef ég séð marga nem-
endur sem farið hafa sem „taparar”
úr skóla eftir 8. bekk verða góða
starfsmenn og nýta þegna. Er það
sjálfgefiö að lengri nauðungarvist í
skóla skapi „vinnara”?
Tengiliður milli
skólastiga
Grunnskólinn er eöli sínu sam-
kvæmt skóli fyrir alla. Það er fram-
haldsskólinn hins vegar ekki. Af því
leiðir aö afstaöa grunnskólans og
kröfur hans til nemenda er annars
konar en framhaldsskólans. Fr jáls 9.
bekkur, opinn öllum sem vilja, er
ákjósanlegur tengiliöur milli skóla-
stiga. Þar er hægt að blanda saman
sveigjanleika grunnskólans og fag-
legum kröfum framhaldsskólans.
Með því að skylda alla nemendur í 9.
bekk hlýtur að þurfa að slaka á fag-
legum kröfum frá því sem nú er. Af-
leiðingin gæti orðið sú að fyrsta ár
framhaldsskólans verði nemendum
enn ööugra en það er nú og þykir þó
ýmsum ærið stökk úr grunnskóla í
framhaldsskóla.
I 2. grein grunnskólalaga er sagt
að grunnskólinn skuli haga störfum
sínum í sem fyllsta samræmi viö eðli
og þarfir nemenda og stuðla að al-
hliða þroska, heilbrigði og menntun
hvers og eins. Þetta eru fögur orö en
raunar sjálfsagður tilgangur alls
skólastarfs á hvaða stigi sem er, en í
hópi unglinga, þar sem allt að 5% eru
í skólanum gegn vilja sínum, treysti
ég mér ekki til að ná þessum mark-
miöum. Meira að segja læðist að mér
grunur um að það gæti vafist fyrir
hæstvirtum menntamálaráðherra
þótt harður þykist í hom að taka.
Ég las fyrir nokkru grein í Politik-
en þar sem þetta var haft eftir
fræðslustjóra Helsingörborgar:
„Níu ára skólaskyldan hefur alls
ekki orðið skólanum til góðs og ég
beiti henni líka sveigjanlega, þ.e. út-
skrifa nemendur í 9. bekk sem geta
komistívinnu.”
Verði 9. bekkur skylda hérlendis
vona ég að auðsótt verði fyrir þá
nemendur sem vilja að fá undanþágu
frá skólasetu ef þeir geta fengið
vinnu.
Ráðherra tekur
einhliða ákvörðun
Að þessum orðum skrifuðum var
ég að hlusta á viðtal við mennta-
málaráöherra í kvöldfréttum út-
varps. Ljóst virðist að ráðherra hef-
ur tekið einhliða ákvörðun um fram-
kvæmd skólaskyldunnar án samráðs
við Námsgagnastofnun, skólaþróun-
ardeild eða nokkum þann sem málið
snertir. Röksemdir voru þær einar
aö hann sé að tryggja rétt barnanna!
— Vont er þeirra ranglæti en verra
þeirra réttlæti, sagði Jón Hreggviðs-
son á Þingvöllum forðum.
Þórir Júnsson.
® „Frjáls 9. bekkur, opinn öllum
sem vilja, er ákjósanlegur tengi-
liöur milli skólastiga.”