Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MÁNUDAGUR1. JULI1985. Utlönd OLÍA: VERDFALL? Dollarar 29 lan. Febr. Mars OLÍUVERÐ ÁRIÐ1985 Apríl Áf ram lækkandi? Olíuverö hefur fariö lækkandi á markaðinum í Rotterdam og kemur til meö aö lækka enn meira. Eina spurningin er hversu mikið þaö mun lækka. Lágt verð olíunnar stafar af mikilli framleiðslu allra OPEC-ríkj- anna nema Saudi-Arabíu og nú lítur út fyrir aö Saudi-Arabar hafi fengiö sig fullsadda af að halda aftur af olíuframleiðslu sinni til aö vega á móti framleiðslu hinna OPEC-ríkj- anna. OPEC-ríkin funda 5. júlí í Vín. Það er neyðarfundur sem til var kallaö vegna óánægju Saudi-Araba. „Þessi staða mála getur ekki gengið öllu lengur,” segir olíumálaráöherra Saudi-Arabíu, Ahmed Zaki Yamani. ,,Og ef við aukum framleiðslu. . . mun verð falla verulega, fara undir 20dollara.” Yfirlýsingar Yamanis kunna að vera meira en innantóm orð í þetta skiptið. Fyrr í þessum mánuði sagði Fahd konungur að Saudi- Arabía myndi ekki öllu lengur axla þá byrði eitt landa að stiUa fram- leiðslu sína eftir heildarframleiðslu og eftirspum í heiminum. Einir gegn samn- ingsbrjótum Á fundinum í Vín munu Saudi- Arabar í raun standa einir gegn bandalagi samningsbrjóta innan OPEC. Þetta eru ríki eins og Nígería, Iran, Ekvador og Sameinuðu fursta- dæmin. Þau ríki hafa farið einna mest yfir framleiðslukvóta sína. Vegna brota þessara ríkja hafa Saudi-Arabar þurft að skera svo niður sína framleiðslu að undanfarið hafa þeir ekki framleitt nema 2,5 mUljónir tunna á dag af olíu á meðan kvóti þeirra hefur veriö 4,4 mUljónir. Þessi litla oliuframleiösla hefur neytt Saudi-Arabíu til að búa við 19 mUljarða fjárlagahaUa á þessu ári. Laun embættismanna ríkisins hafa lækkaö. Erlendir verkamenn hafa verið sendir til síns heima. Ríkis- fyrirtæki hafa ekki getaö borgað erlendar skuldir sínar. Enn mikil- vægara er að olíuframleiðslan er orð- in svo lítil aö Saudi-Arabar hafa ekki getaö framleitt nóg gas tU að anna eftirspurn hjá hinum geysistóru ný- byggöu olíuefnastöðvum sinum í Yanbu og JubaU. I stuttu máli sagt er efnahagur Saudi-Arabíu farinn að kikna undan byrðum OPEC sem Saudi-Arabar hafa þurft að gera algerlega sjálfir. Lækkað um sjö prósent Þrátt fyrir Utla olíuframleiðslu Saudi-Araba hefur olíuverð lækkað um sjö prósent á undanförnum 12 mánuöum. Talað er um að möguleiki sé á allt að 20 prósent lækkun á næst- unni ef Saudi-Arabía lætur verða af hótun sinni að auka framleiöslu sína. Slík 20 prósent hækkun getur haft ýmsar afleiðingar. Oliufyrirtæki og f jármálaspekingar segja að snögg og mikil lækkun geti komið bönkum, flestum bandarískum, sem hafa lánað mikið fé til fátækra olíufram- leiðsluríkja, á hausinn. Olíufram- leiðsluríkin sjálf myndu fara mjög illa út úr slíkri verðlækkun. En breska vikuritið Economist bendir á að 20 prósent olíulækkun myndi hafa geysileg áhrif á þjóðar- framleiðslu um allan heim. Talið er að á olíuna megi skrifa um fimm prósent heildarverðmæta heims- framleiðslunnar. Það þýðir, sam- kvæmt einföldu reikningsdæmi, að 20 prósent verðfall á olíu myndi taka eitt prósent af verði þess sem fram- leitt er í heiminum að meðaltali. Heildarframleiösla heimsins myndi því í raun aukast um eitt prósent. Það er í raun gífurlega mikið. Þrjú prósent vöxturinn sem nú er gert ráð fyrir á næstu 12 mánuöum yrði fjög- ur prósent. „Munurinn milli þriggja prósenta vaxtar og fjögurra prósenta vaxtar er munurinn milli uppgjafar og vonar fyrir hina 31 milljón atvinnu- lausra í OECD-löndunum (helstu iðn- ríkjum veraldar) og fyrir stjómir og atvinnulítinn almúga Suður-Amer- íku. Allar alvarlegar kannanir sýna þá niöurstööu og skuldalönd Rómönsku Ameríku, nú þegar þau hafa breytt stefnu sinni, geta borgað vexti af þeim milljörðum sem þau skulda og útvíkkað efnahagslíf sitt ef vöxturinn í OECD-löndunum er aö meðaltali þrjú og hálft prósent í að minnsta kosti fimm ár. Meö þríggja prósenta vexti yrði það tvísýnt. Eitthvað minna myndi orsaka byltingar eöa gjaldþrot,” segir Economist. Taka Saudi-Arabar áhættuna? Erfitt er að spá fyrir hvað muni gerast í Vín á þriðjudag. „Það er engin leiö að segja til um hvort Saudi-Arabar eru raunverulega reiðubúnir að hætta á aö markaður- inn hrynji,” segir leiöandi olíusér- f ræðingur í Miðausturlöndum. Margir eru sannfærðir rnn að einungis slíkt áhættuspil Saudi- Araba sé nauðsynlegt til að rétta OPEC við á ný: að aðeins mikil framleiðsluaukning Saudi-Arabíu — og meöfylgjandi verðfall — geti sannfært þrjóskustu OPEC-meðlim- ina um aö það borgi sig ekki lengur aösvindla. Dollar eða meira? I öllu falli verða OPEC-ríkin að ná einhvers konar samkomulagi í Vín. Það myndi teljast vel heppnaður fundur ef þeim tækist að ná sam- komulagi um aö takmarka fram- leiðsluna nægilega mikið til að halda verðlækkunum við einn dollar á tunnuna. En hvernig sem samkomulagið verður þá er ljóst aö það er ekki pappírsins virði ef það verður eins þverbrotið og núgildandi samkomu- lag. Olíuvinnsla i Saudi-Arabiu: oft hafa Saudi-Arabar sagst hafa fangifl sig fullsadda af samningsbrotum OPEC-vina sinna. Maina þeir þafl i þetta sinn, þó þafl kosti stórkostlegt verflfall á oliu? Umsjón: ÞórirGuðmundsson RENAULT11 meiriháttar bíU á góöu veröi AVIEW..AKILL O KROTINN SIWIUISWI Mf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.