Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR1. JULI1985. Andlát Auöunn Friöriksson bifvélavirki lést 20. júní sl. Hann fæddist í Reykjavík þann 9. ágúst 1923, sonur hjónanna Guörúnar Auöunsdóttur og Friöriks Filippussonar. Auöunn starfaði í rúma tvo áratugi á bifreiðaverkstæði Kaupf élags Arnesinga og tók hann próf í bifvélavirkjun þar áriö 1976. Eftir- lifandi eiginkona hans er Kolbrún Sveinbjörnsdóttir. Þeim hjónunum varö sjö bama auðið. Utför Auöuns verður gerð frá Selfosskirkju í dag. Sólmundur Sigurðsson frá Borgamesi, Elliheimilinu Grund, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. júli kl. 10.30. Magnfríður Þóra Benediktsdóttir, Bakkageröi 10, verður jarösungin frá Bústaðakirkju í dag, mánudaginn 1. júlí, kl. 13.30. Gríma Þuríður Guömundsdóttir, Strandgötu 17 Patreksfiröi, verður jarðsungin frá Patreksfjaröarkirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 14. Guörún B. Daníelsjóttir frá Hvammstanga, Dalbraut 27, verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 13.30. Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 > Hárgreióslustofan Ktopparstíg Tímapantanir i 13010 UMBOÐSMEIMN Umboðsmann vantar á Patreksfjörð. Upplýsingar á afgreiðslu DV í síma 27022. Um helgina Um helgina Var Gable andfúll? Einhvem tímann heyrði ég þá ljótu kjaftasögu um Clark Gable aö hann heföi verið andfúll. Svo rammt hafi kveðið aö þessum ókosti aö gera þurfti hlé á tökum stórmyndarinnar A hverfanda hveli í hvert skipti sem þau Gable og Vivien Leigh vom látin ulla upp í hvort annaö svo ungfrú Leigh heföi tóm til aö má ljótan svip af andlitinu. Mér hafa aldrei þótt kjaftasögur trúveröugar og þaö er fjarri mér aö bera út óhróður um herra Gable, en datt þessi saga sí svona í hug þegar ég fylgdist meö leik hans og Sophiu Loren í kvik- myndinni í sjónvarpinu á laugar- dagskvöld. Gable lék nefnilega viö hvern sinn fingur og á als oddi þrátt fyrir aö hann væri farinn aö reskjast. Má vafalaust teljast aö honum hafi auönast að bræöa vaxið i hjörtum íslenskra sjónvarpsáhorfenda af kvenkyninu. Já, það er ánægjulegt aö vita til þess ef að menn og konur halda sér vel til líkama og sálar fram eftir aldri. 1 útvarpinu, á rás tvö, á laug- ardag höfðu þeir Jón Olafsson, Ingólfur Hannesson og Samúel öm Erlingsson hönd í baga meö hlaupi æskunnar sem haldiö var á þremur stööum á Jandinu samtímis. Aö vísu voru þátttakendumir allir af yngstu kynslóðinni en eitursnjallt að tengja fjöimiöil veruleikanum á þennan hátt. Þaö er líka aldrei aö vita nema að þegar þessi unga kynslóð vex úr grasi skokki hún áfram eftir braut heilnæmra lífshátta, meö burstaðar tennur og hreinni andardrátt en allir hjartaknúsararfráHollywood. Jón Karl Helgason. Vilhjálmur Kristjánsson, sem andaðist 21. júní, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriöjudaginn 2. júlí kl. 14.30. Utför Þórarins Sveinssonar, fram- kvæmdastjóra, Bergstaöastræti 82, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. júli kl. 13.30. Kristján Sigurðsson, Grímsstööum, I Hólsfjöllum, lést i Landspítalanum þann 27. júní. Jaröarförin auglýst síðar. Gunnlaugur Börkur Þórisson, Braga- götu 30, lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. júní. Wilber Stewart andaðist 24. júní sl. í Picayune í Bandaríkjunum. Jarðar- förin hefur fariö fram. Ingibjörg Úlafsdóttir, Hmna, Olafsvík, er lést 25. júní veröur jarðsett frá Olafsvíkurkirkju í dag, mánudaginn 1. júli, kl. 14. Þórunn Árnason, Espigerði 2, andaöist í Landakotsspítala 28. júní. Sigurþór Ingi Ólafsson bókbindari, Hofteigi 10, andaöist aö kvöldi 27. júni í Landspítalanum. Wilhelm Norðfjörð, Víöimel 65 Reykjavík, verður jarösunginn frá Neskirkju þriöjudaginn 2. júlí kl. 15. tilefni norrænnar fimleikahátíðar 6.—12. júlí nk. Við sundlaugamar í Laugardal veröur sýn- ing kl. 16.00 en á Lækjartorgi kl. 17.00 í dag, föstudag. A torginu verður Reykjavikur-keppni á stærsta trampolininu og er það sú fyrsta í sög- unni, fólk er hvatt til að fylgjast með frum- rauninni og sjá Reykjavíkurmeistara 1985, þá verða dýnustökk og listræn f imleikaatriði. Mikið f jör er nú í undirbúningi og fimleika- fóik á fullri ferð í toppþjálfun mun leika listir sínar. Sumarferð kvennadeildar Rauða kross íslands verður farin þann 3. júli nk. kl.16. Mæting kl.15.30 á öldugötu 4. Farinn verður Bláfjalla- hringur. Elin Pálmadóttir, formaður Blá- fjallanefndar, segir frá Bláfjallasvæðinu. Kvöldverður snæddur í skiðaskálanum í Hveradölum. Miðasala daginn áður, 2.júlí, í Öldugötu4. Safnaðarfélag Ásprestakalls Sumarferðin ákveðin sunnudaginn 7. júlí. Farið verður að Reykholti í Borgarfirði. Sóknarprestur og kór Áskirkju messa þar kl. 14. Farið verður frá Askirkju kl. 9. Hafið með ykkur nesti. Upplýsingar í súnum 81742, Þuríður, 685970, Hilmar, 31116, Bryndís. Vinsamlegast látið vita um þátttöku í siðasta lagi fyrir f östudaginn 5. júlí. Orðsending til greiðenda opinberra gjalda í Hafnarfirði Frá 1. júlí nk. mun Gjaldheimtan í Hafnarfirði annast inn- heimtu opinberra gjalda í Hafnarfirði, þ.e. þinggjalda, út- svara, aðstöðugjalda og fasteignagjalda. Gjaldheimtan verður til húsa að Suðurgötu 14, jarðhæð (húsi Skatt- stofu Reykjanesumdæmis), og verður þar opið mánu- daga til föstudaga frá kl. 09.00—16.00. Gjaldendum er bent á að dráttarvextir á vangoldin þing- gjöld, útsvör og aðstöðugjöld verða reiknaðir að kvöldi 4. júlí nk. Dráttarvextir á vangoldin fasteignagjöld verða reiknaðir þ. 15. júlí nk. Gjaldheimtan í Hafnarfirði, nnr. 2712-0709, Suðurgötu 14. Tilkynningar Minningarkort Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16, sími 11760. Pétur Eyfeld, verslun, Laugavegi 65, sími 19928. Hjá safnaðarpresti í Fríkirkjunni, sími 14579. Hjá kirkjuverði í Fríkirkjunni. Orgelsjóður, gíróreikningurnr. 10999-1. Helgarferðir 5.-7. júlí: 1. Hagavatn — Brekknafjöll — Leyni- fossgljúf ur. Gist í húsi og tjöldum. 2. Hagavatn — Hlöðuvellir — Geysir — gönguferð. Gist í húsum. 3. Landmannalaugar. Gist í sæluhúsi Fl. Gönguferðir um nágrenni Lauga. 4. Þórsmörk. Gönguferðir um Mörk- ina. Gist í Skagfjörösskála. 5. Hveravellir — uppselt. Farmiöar og allar upplýsingar á skrif stof u Fl: Ferðafélag Islands. FATALAGERINN GRANDAGARÐI3 Ekki venjuleg verslun Kakibuxur herra A 1090,- herraskyrtur A 590,- stutterma skyrtur A 590,- hóskólabolir A 395,- 12 bómullarsokkar á 500,- T-bolir A 195,- T-bolir á 390,- dömublússur A 590,- Opið virka daga kl. 10—19. LAUGARDAGA KL. 10-16. Fólk sem feröast erlendis veit hvað fötin kosta. Þvi akki að bera saman verðið hjá okkur? (dót’ xMff • u\0" 'aö""*0, <a°' Afmæli Söngkvöld f Fölags- stofnun stúdenta I kvöld, 1. júU, kl. 21.30, munu Sigriður Ella Magnúsdóttir söngkona og Selma Guðmunds- dóttlr píanóleikari leika og syngja í Félags- stofnun stúdenta viö Hrlngbraut. Þcr stöUur héldu nýlega ténleika f New York á vegum Is- lendingafélagsins þar í borg. Fluttu þær bæði íslensk og erlend sönglög, auk þjóðlaga úr ýmsum áttum, við mikinn fögnuð áheyrenda. Mun efnisskráin á mánudagskvöldið verða með svipuðum hætti. A staðnum verður boðið upp á léttar veitingar meðfram tðnleikunum. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Árleg sumarferð Frikirkjusafnaðarins í Reykjavík verður farin sunnudaginn 7. júh nk. Lagt verður af stað f rá kirkjunni kl. 9 árdegis, ekið um Suöurnes, Selvog og Hveragerði. Þátt- takendur taki með sér nesti. Miðasaia í versluninni Brynju, Laugavegi 29, til föstudagskvölds 5. júlí. Upplýsingar í símum 33454,32872,82933 og 30027. Ferðanefnd. Útisprell fimleikafólks Aframhald verður á útisprelli fimleikafólks í Bjórmálið á þingi: Vildi afstöðu I samantekt i DV á fimmtudag um afstööu þingmanna til þjórfrumvarps- ins við afgreiðslu þess í deildum þings- ins var Jón Kristjánsson, þingmaöur Framsóknarflokksins, talinn með þjóöaratkvæöissinnum í efri deild. Hann hefur beðið blaöið að greina frá því aö við atkvæðagreiðslu hafi hann greitt atkvæði gegn þjóðaratkvæði. „Eg vildi að þingiö tæki afstöðu. Ég var með þjórnum en þaö er annaö mál,”segir Jón. HERB Áttræðisafmæli 80 ára afmæli á í dag, hinn 1. júlí, frú Sólveig Lúðvíksdóttir, Smiðshúsi í Bessastaðahreppi. Hún veröur aö heiman á afmælisdaginn. Eiginmaöur hennar var Sigurjón Danivalsson, framkvæmdastjóri Heilsuhælis NLFI í Hveragerði. Hann lést árið 1958.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.