Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu i eða vitneskju um frétt — hringdu þá ij sima 68-78-58. Fyrir ; hvert fréttaskot, j sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og j 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar i er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1985. Lítilfyrirgreiðsla hjá lánastof nunum: Seiði seld til Noregs „Þetta var svo freistandi að það varð ekki fram hjá því gengið,” sagði Olafur Skúlason hjá Laxalóni en fyrir- tækið selur nú laxa- og silungaseiði til Norður-Noregs. I nótt var skipaö út 50 þúsund laxaseiðum og 50 þúsund regn- bogasilungaseiöum og seinna í vikunni skipar fyrirtækið út 150 þúsund silungaseiöum til viðbótar. Verðmæti seiðanna sem skipaö var út í nótt er eitthvað á annan tug milijóna en að sögn Olafs hefði út- flutningsverömæti þeirra veriö um 100 þúsund milljónir ef þau hefðu verið fullvaxta. „Jú, þetta er sætsárt,” sagði Olafur, „þetta kemur sér vel í því fyrir- greiðsluleysi sem nú er. Það hefði verið gaman að geta alið þessi seiði hér en lánastofnanir eru alveg lokaðar. Það er sárt þegar ríkisstjómin er að tala um að gera næsta ár að ári út- flutningsins, að geta ekki tekið þátt í Því.” -JKH. Margeir teflir gegn Vaganjan Margeir Pétursson fær erfitt hlut- skipti í fyrstu umferð millisvæða- mótsins í Biel. Hann teflir með syörtu gegn armenska stórmeistar- anum Vaganjan, stigahæsta manni mótsins og miklum baráttumanni. I morgun var dregið um töfluröð og er húnsvona: 1. Martin, 2. Li, 3. Torre, 4. Sökol- ov, 5. Van der Wiel, 6. Andersson, 7. Vaganjan, 8. Jansa, 9. Rodriquez, 10. Gutman, 11. Partos, 12. Margeir, 13. Short, 14. Seirawan, 15. Sax, 16. Quinteros, 17. Ljuboievié, 18. Polúga- évskí. I fyrstu umferð í dag tefla saman nr. 1 og 18, 2 og 17 o.s.frv. Einni skák hefur verið frestað, skák Quinteros og Torre, þar eö sá fyrr- nefndi hefur ekki látið sjá sig ennþá. -IJ. TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA 10 Verða herstöðvaand- stmðingarnir ekki teknir > i viðhaldið hjá Kananum? Fjórir herstöðvaandstæðingar fóru að vild um Kef lavíkurf lugvöll f gær: Hefðum getað málað AWACS-flugvélamar Varðgæsla hermanna á Keflavíkurflugvelli virðist vera í lág- marki. Fjórir íslenskir herstöðva- andstæðingar fóru um valiarsvæðið síðdegis i gær nánast að eigin vild án þess að nokkur gerði athugasemd. Herstöövaandstæðingamir fóru að vopnageymslum, AWACS-radarflug- vélum, skoðuðu nýju flugstöðina og héldu fund inni í kjarnorkuheldu flugskýli. „Viö fórum alveg upp að þessum AWACS-flugvélum. Við héldum að þar væru vopnaðir verðir en þar virt- ist enginn vera,” sagði Ami Hjartar- son, formaður miönefndar Samtaka hers töðva andstæðin ga. „Ef viö hefðum verið með máln- ingu heföum við getaö málað flug- vélamar,” sagði Arni. „Þaö var þama smágjóla svo að við buðum okkur inn í þessi sprengjuheldu flugskýli. Við mættum að vísu brynvörðum bíi en hermennimir virtust vera aö flýta sér i kvöldmat, ” sagði Ami. „Til aö komast að þessum sprengjuheldu skýlum þurftum við að aka yfir flugbrautarenda. Þar var afskaplega litla umferð að sjá. Lög- reglu á svæðinu var hvergi að sjá,” sagðiArni. „Þetta var könnunarleiðangur til að athuga aðstæður í sambandi við friðarbúðir sem viö ætlum að hafa við valiargirðinguna dagana 6. til 9. ágúst, en þá verða 40 ár liðin frá kjamorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki,” sagöi Arni Hjartarson. -KMU. Formaflur mlflnafndar herstöðvaandstæðinga vlð AWACS-flugvétamor sfðdagis i gar. ÐV-mynd: VHV. Rændu trillu á Sauðárkróki Tveir piltar á Sauðárkróki tóku litla trillu traustataki í höfninni þar á föstu- dagsmorgun og fóm á henni til Siglu- fjarðar. Upp komst um verknaðinn þegar menn á Siglufirði tóku eftir að mikill sjór var í bát í höfninni og létu þeir lögregluna vita. Trilla þessi heitir Víkingur og er fimm tonna. Piltarnir, seip eru um tvítugt, munu hafa lagt áf stab um áttaleytiö og verið komnir til Siglu- fjarðar upp úr hádegi. „Eg held að Bakkus hafi verið á ferðalagi með þeim,” sagði lögreglumaður á Siglu- firðiísamtalivið DV. Eigandinn sótti trillu sína svo í fyrradag og tilkynnti Sauðárkrókslög- reglu víkingaferð piltanna til Siglu- fjarðar. JBH/Sauðárkróki. Eldurí Súlunni EA „Það var forsjóninni fýrir að þakka að ekki fór verr, miöað við að þaö kom upp eldur í skipinu,” sagði Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri, í morgun. Ekiur kom upp í vélarrúmi skips hans, Súlunni EA 500, á fimmtudags- morgun. Skipið var þá á togveiðum út af horni. Um borð var 12 manna áhöfn. Orsök eldsins var sú að suöa fór i röri. Athygli vekur að nýbúið var að gera við það í Slippstööinni á Akureyri. Mikill þrýstingur var á rörinu og skvettist olia um allt vélarrúm. „Það var guðsmildi að annar vél- stjórinn var nýfarinn upp í matsal, þetta var mikið eldhaf niöri i vélar- rúmi,” sagðiSverrir. Ljósavélin drap á sér, hætti að dæla olíu, og skipverjar lokuðu hurðum. Eldurinn kafnaði þvi. Þannig var umhorfs á slysstað við Köidukvisl rétt fyrir hádegi í gœr. Innfellda myndin sýnir flak bifreiðarinnar. DV-myndir S. Dauðaslys varð í Mosf ellssveit Rétt fyrir klukkan ellefu i gær- morgun varö dauðaslys í Mosfells- sveit. Fólksbifreið á leið til Reykja- víkur hentist út af veginum við. brúna yfir Köldukvísl, ökumaöur lést samstundis en farþegi er var með í ferð var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka en er ekki talinn í lífshættu. Bifreiöin mun hafa komið á töluverðum hraða eftir Vesturlands- vegi og bílstjórinn misst stjórn á henni rétt áður en hann kom að brúnni er liggur yfir Köldukvísl. Rakst hann á járnverk á vinstri vegarhelmingi er liggur meöfram veginum og tengist brúarstólpanum. Þar kastaðist bíllinn yfir og fór í loft- köstum um 20 metra utan vegar og ha&iaði loks á gamalli reiðslóð er liggur undir brúnni 5 metrum neðar. -EIR. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.