Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. Óþarfí aö blanda Þorsteini Páls- synií umræöuna — segir Albert Guðmundsson um „lekann” „Þetta eru ekkert ööruvísi umræíiur heldur en yfirleitt eiga sér stað þegar pólitíkusar fara af stað til aö reyna aö nota mál sjálfum sér til fram- dráttar,” sagði Albert Guömundsson fjármálaráðherra vegna þeirrar miklu umræðu sem verið hefur í framlialdi af sölu hlutabréfa ríkis- sjóðs í Flugleiöum. A viðskiptasíöum Morgunblaösins í gær er nafn Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, dregiö inn í umræðuna um það hver lak upplýsingum um tilboð Birkis Baldvinssonar. Velt er vöngum yfir því hvort Albert Guðmundsson kunni að hafa skýrt frá efnisatriðum í tilboði Birkis á vikulegum fundi ráðherra Sjálfstæðisflokksins með formanni flokksins. ,,Ég skýrði ekki frá tilboðinu þar og ég sé enga ástæðu tii aö blanda formanni Sjálfstæðisflokksins inn í þetta mál. Ég skýrði honum ekki frá þessu. Eini vettvangurinn þar sem ég skýröi frá þessu var ríkisstjórnar- fundur. Ef menn vilja vita hvaðan lekinn kemur er best aö spyrja Flug- leiöir,”sagði Albert. Hann kvaðst ekkert hafa á móti því að rannsakaö yrði hvaðan lekinn kom. ,,Ég er reiðubúinn til þess að gefa upplýsingar til hvers sem er. Ekki bara rannsóknarnefnd. Þaö getur hver Islendingur sem vill, einstaklingur eða hópar, komiö hingað og fengiö allar þær upplýs- ingar sem hann vill um málið. Hann getur fengið aðgang að því að rannsaka það sem hann vill í þessu máli. En ef einhver getur sagt mér hvaða leið er betri til þess aö nífalda hlutaféö frá fyrsta boöi — því að þetta var boðið út á sínum tíma og tilboð opnuö á ákveðnum tíma. Þá var hæsta boð sjö milljónir króna. Nafnverð sem sagt. Á tíu ára skulda- bréfi. Það var frá Starfsmannafélagi Flugleiða. Og ég verð að segja alveg eins og er. Ég átti ekki von á tilboði frá Flug- leiðum eftir þau ummæli sem for- ystumenn þess höfðu viöhaft,” sagði Albert. -KMU. Blindrafélagsmálið: „Framkvæmdastjórinn hefur dregið að sér verulegt fé” — segir Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri „Rannsókn málsins miðar vet áfram. Það má segja að hlutur fram- kvæmdastjórans sé uppiýstur í megin- atriðum,” sagði Hallvaröur Einvarðs- son, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, í samtali við DV. ,,Það er ljóst að fram- kvæmdastjóri félagsins hefur dregið að sér verulegt fé í starfi úr sjóðum þessara samtaka,” sagði Hallvarður. Aðspurður sagði rannsóknarlög- reglustjóri aö hann væri ekki reiðu- búinn aö nefna neinar f járhæðir í þessu sambandi, né vildi hann tjá sig um hvort fjárdrátturinn stæði eingöngu í sambandi við happadrættisstarfsemi Blindrafélagsins. Framkvæmdastjóranum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í fyrradag. Upp komst um málið þegar endurskoðandi Blindrafélagsins kom auga á hnökra í bókhaldinu. I kjölfar þess bað stjórn félagsins um opinbera rannsókn og framkvæmdastjórinn var settur af. -EH. Vodkalækur á Kleppsveginum Drjúgur vodkalækur myndaðist á Kleppsvegi skömmu eftir hádegi i gær. Vörubíll kom akandi neðan úr bæ mefl farm af Smirnoff-vodka á leifl í vörugeymslur ÁTVR, Stuðlahálsi. Lögreglan ók framhjá og hugfl- ist kanna hvernig hlaflið væri á bilinn og gaf merki um stöflvun. Vodkabillinn hemlaði en ekki tókst betur til en svo afl stæflan riðlaðist öll og féll fremsti hluti hennar i götuna. Vifl það brotnafli töluvert af flöskum og streymdi innihaldifl um götuna. Annar bíll og öruggari var kvaddur á vettvang og var farmurinn borinn yfir i hann. Viðstaddir munu ekki hafa fundifl á sér vifl lækinn. -pá/DV-mynd S. Tveir piltar sem voru á vélhjóli hlutu rispur og skrámur þegar ökumaður missti vald á því á Bústaðavegi í fyrrakvöld. Var vélhjólamaðurinn að taka tram úr bíl sem var beygt inn Ásgarð með ofansögðum afleiðingum. -EH/DV-mynd S. Stúlkan sem vann málið gegn borginni — við birtum enn nokkra kafla úr hinum athyglisverða dómi Bæjarþings Reykjavíkur Viö birtum áfram hluta úr dómi Bæjarþings Reykjavíkur í máli tvítugu stúlkunnar í Garðabæ gegn borgarsjóði og DV hefur greint frá undanfarna daga. Stúlkan datt 11 ára úr rólu á leikvelli í Garðabæ og missti tvær framtennur í efri gómi og laskaði sex tennur í þeim neðri. Stúlkan fór á slysadeild Borgar- spítalans. I dómsmálinu, sjö árum síðar, snerist allt um það hvort stúlkan hefði komið meö tennurnar með sér á slysadeildina og hvort mistök hefðu átt sér stað er tannígræðsla var ekki reynd. Stúlkan staðhæfði í máli sínu að önnur framtönnin hefði verið hálf- laus, þegar hún kom á slysadeildina og hina heföi hún haft með sér. -JGH. „Sú lausa” tekin úr með pinsettu? „Foreldrar stefnanda (stúlk- unnar) hafi engar kröfur gert á hendur stefnda fyrr en í ljós hafi komið í byrjun árs 1983 aö stefnandi þurfti aö bera hluta kostnaöar vegna smíöi brúar. Foreldrar stefnanda höfðu engar fyrirætlanir um að gera neinar kröfur vegna þessa atviks og sé því engin ástæða til aö ætla að þau hafi ekki skýrt satt og rétt frá öllu. Einnig sé bent á greinargerð Sigurjóns H. Olafssonar, tannlæknis á Borgarspítala, á dskj. nr. 14 en þar segi m.a. „Að vel íhuguöu máli er mjög ólíklegt, að foreldrar sjúklingsins heföu nokkurn tímann nefnt úrdrátt á tönn hér á staðnum ef einhver fótur heföi ekki verið fyrir því. Er til dæmis hægt aö ímynda sér að sú tönn sem enn laföi í munni hafi verið það laus, að vakthafandi læknir hafi einungis þurft að fjarlægja hana meðpinsettu.”” Nokkrum línum neðar segir: „Hvað varði það er segir í greinar- gerö læknaráðs Borgarspítalans (dskj. nr. 21) um það að viðkomandi aöstoðarlæknir telji „með ólikindum að hann hafi dregið úr tönnina” sé bent á fyrrgreinda ábendingu Sigurjóns Olafssonar um að tönnin kunni að hafa verið svo laus að hægt hefði verið að fjarlægja hana með pinsettu.. . ... I greinargerð læknaráðs Borgarspítalans sé megináhersla lögð á að ekki sé sannað að önnur tönnin hafi veriö dregin úr á slysa- varðstofunni.” Athygli er vakin á aö í þessum kafla dómsins er veriö að segja frá hluta af rökum stúlkunnar fyrir dómskröfu sinni. Til útskýringar þá er pinsetta það þegar ekkert hald er í tönninni og því þarf ekkert átak til að fjarlægja viðkomandi tönn. Þegar tannlæknar pinsetta tönn nota þeir litla töng, þá sömu og þegar þeir fjarlægja til dæmis bómull úr munni við tann- viðgerðir. -JGH. Torveldar dómurinn hjálp á slysadeild? „Auk þess sem ósannað sé með öllu aö mistök hafi átt sér stað í með- ferð stefnanda á slysadeildinni sé engin vissa fyrir því að tannígræðsla hefði tekist þótt hennar hefði verið kostur og hún reynd. Tannlæknir stefnanda (stúlk- unnar) telji möguleikana á því að græða lausa tönn „e.t.v. 70—90%” sbr. dskj. nr. 5. Jafnvel þótt á áliti þessu væri byggt, sé óvissan um það hvort koma hefði mátt í veg fyrir tjón stefnanda svo mikil að hvergi nærri sé fullnægt almennum skil- yröum skaöabótaréttarins um bóta- skyldu. Þá verði að undirstrika aö enginn eigi kröfu á því að læknishjálp, hversu góö sem hún sé, komi í veg fyrir tjón. Sérstaklega hljóti þaö að eiga við um skyndihjálp í slysatil- fellum, eins og veitt sé á slysadeild Borgarspítalans. Væri þaö beinlínis til þess falliö að torvelda þá hjálp og þjónustu sem þar er veitt, ef ganga ætti svo langt í því að leggja bóta- skyldu á þá sem þar vinna eins og krafist sé i þessu máli. ” Og við vekjum athygli á því að þessi hluti er tekinn upp úr umf jöllun dómsins á rökum borgarinnar fyrir sýknu. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.