Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR16. ÁGUST1985. Framfærsluvísitalan hækkar meira en kjarasamningar gerðu ráð fyrir: Stjómvöld verða að taka sig á — segja f orystumenn vinnumarkaðarins Framfærsluvísitalan hækkaöi frá 1. júlí til 1. ágúst um 3,01 prósent. Þetta þýöir aö frá þvi aö almennir kjarasamningar voru gerðir hefur vísitalan hækkaö um tæp átta stig í staö sjö. I samningnum var áætlaö aö framfærsluvísitalan yröi 144 stig 1. ágúst en samkvæmt útreikningum Hagstofunnar reyndist hún vera ná- kvæmlega 144,91 stig. „Þaö er ekki hægt aö segja aö framfærsluvísitalan hafi hækkaö mikið umfram áætlun, en samt veldur þessi hækkun manni áhyggj- um,” segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSl, viö DV. „Þaö er ekkert sem beinlínis staöfestir þaö aö þróunin eigi eftir aö halda áfram svona. Hins vegar er þaö engin launung að ríkisfjármálin og vaxandi erlendar skuldir skapa mikla spennu sem geta átt eftir aö ýta undir meiri verðbóágu. t þessu sambandi verða menn aö leggja traust sitt á ríkisstjórnina því þaö er hennar aö standa þannig aö málum að verðbólgan fari ekki úr böndum,” segir Magnús. „Það er ekki hægt aö tala um aö það séu brostnar forsendur fyrir samningunum þó aö þarna sé um núll komma sex prósent frávik aö ræða, en niöurstaðan hlýtur aö vera sterk viövörun til stjórnvalda um aö nauðsynlegt sé aö heröa aöhald aö verðlagsmálunum,” segir Ás- mundur Stefánsson, forseti ASl, viö DV. „Þaö er líka rétt að benda á að frávik af þessu tagi koma niður á launafólki. Þaö veröur að bera þetta frávik bótalaust. Þaö sýnir okkur aö rökrétt er aö hafa rauö strik í samningum eöa eitthvert bótakerfi sem bæta fólki upp þaö sem þarna vantar. Viö hljótum að hafa þetta í huga í komandi samningum.” Ásmundur benti á aö skýringarnar á þessari hækkun væru margar. Hins vegar væri ljóst aö framhaldið réöist fyrst og fremst af því hvernig stjórn- völd stæðu aö verðlagningu þeirra þátta sem þau heföu áhrif á. I því sambandi mun búvöruhækkunin í haust líklega vega þyngst. -APH. í veðurbliðunni undanfarna daga hafa Reykvikingar streymt á sund- staðina til að sóla á sér skrokkinn, enda aldrei að vita nema þetta hafi verið siðasta sólarglætan í sumar. Ljósmyndari DV var á ferð um bæinn og tók þessar sólskinsmyndir af yngismeyjunum. DV-myndir PK. Elliðaárnar: Net og neta- bútar finnast — Securitas fann net í f yrrinótt og ætlar að ef la gæsluna til muna „Viö munum stórefla gæsluna næstu daga, en núna er einn maöur sem gætir árinnar alveg og aðrir eru til taks ef þarf,” sagöi Jakob Kristjánsson hjá Securitas í samtali viö DV, en í fyrri- nótt fannst net viö Elliðaárnar. En af og til i sumar hafa veriö aö finnast net, netabútar, vörpur, stórar krækjur og annað þess háttar við ána. Securitas hóf aö vakta Elliðaárnar 1. ágúst eins og þeir hafa gert núna í þrjú sumur. Hefur þessi vöktun, aö sögn fróöra manna, haft mikil áhrif. Mest af þessum ólöglegu veiðitækjum fundust fyrir 1. ágúst, fréttist af veiðiþjófum með net í júlí. Já, svo viröist sem óprúttnir veiöiþjófar leggi töluvert leiö sína inn við Elliöaárnar, enda er áin óvenjulega vatnslítil þessa dagana vegna langvarandi þurrka og er fjöldi laxa í sumum hyljunum mikill. Net fannst nýlega viö Skáfossa og netabútur viö Hundasteina. Skemmst er aö minnast þess er borgarstjórinn fann net og sex dauða laxa við ána. Heyrst hefur á íbúum viö Elliöaárnar aö mikil umferð sé af fólki sem hafi þangað lítiö aö gera. Það er því kominn tími til að þessir veiöiþjófar sem virðast stunda Elliöa- árnar ólöglega náist og þaö strax. G. Bender IMetið sem fannst við Eiliðaárnar og veiðiþjófar hafa notað við iðju sína. DV-mynd VHV. Framfærsluvísitalan: Hækkaði um 3,01 prósent Kauplagsnefnd hefur reiknaö út vísitölu framfærslukostnaöar miðaö viö verölag í ágústbyrjun. Frá júlí- byrjun hefur vísitalan hækkaö um 3,01 prósent sem svarar til 42,7 prósenta árshækkunar. Af þessari hækkun eru 0,9 prósent vegna hækk- unar þjónustuliða, 0,5 prósent vegna hækkunar húsnæðisliðar og 0,8 prósent vegna hækkunar á matar- og drykkjarvörum. Undanfarna þrjá mánuöi hefur visitalan hækkaö um 7,5 prósent og svarar þaö tii 33,2 prósenta hækkun- ar á ársgrundvelli. Hækkun undan- farna 12 mánuöi var 33,2 prósent. _____________________APH Norski sjávarútvegs- ráðherrann: „Óttumstekki viðskipta- þvinganir” Norski sjávarútvegsráöherrann, Thor Listau, segir aö ekki sé ástæöa til aö óttast viðskiptaþvinganir af hálfu Bandaríkjamanna vegna áframhaldandi hvalveiöa NorÖ- manna. 1 viötaii viö norska dagblaðiö Aftenposten segir hann að stjórnvöld í Bandarikjunum hafi gefiö til kynna að ekki verði reynt aö beita þvingurtum gegn sölu Norðmanna á fiskafuröum á Bandaríkjamarkaði. 1 Bandaríkjunum eru til iög sem geta hamlað gegn innflutningi fiskafurða frá löndum sem ekki hafa virt alþjóða hvalveiöibanniö. Hann segir aö ljóst sé aö ef þessum iögum yröi beitt myndi þaö valda fiskútflutningi Norðmanna stórum skaöa. Ef svo vildi til aö þeim yröi beitt myndi útflutningurinn ganga fyrir hvaiveiðum. „En við höfum upplýsingar um aö Bandaríkja- stjórnvöld muni ekki nota þessi lög,” segir ráðherrann. -APH. Árneskirkja illa farin Árneskirkja á Ströndum er nú mjög illa farin. Rekaviöarbútur hangir á húninum sem er óvirkur til að loka hinni öldnu kirkju. Þaö hefur staðiö til undanfarin ár að byggja nýja kirkju eða gera við hina gömlu. Árneshreppsbúar skiptast í tvær jafnar fylkingar sem báöar vilja ráöa en hvorug hefur meirihluta. Svo er ekkert gert, ekki einu sinni aö kirkjan sé máluö aö utan. Þakiö er aö tærast í sundur af óhirðu. Þaö er átakanlegt þegar söfnuður- inn getur ekki komiö sér saman um að byggja kirkju eöa gera viö þá gömlu. Sumir sem eru spámannlega vaxnir spá því aö kirkjan muni f júka af grunninum. Þá munu hreppsbúar geta sameinast um kirkjumálin. Regína, Gjögri. Heyskapaðljúka Slætti er nánast lokið á Suður- og Suðvesturlandi og víða á Noröur- landi er hann mjög langt kominn. Hefur þurrkurinn á sunnanverðu landinu verið slíkur að margir kvarta undan vatnsleysi og sums staðar, til dæmis i Borgarfirði, ligg- ur við að vatnslaust sé. Á Austurlandi hefur hins vegar verið óþurrkasamt í sumar og hey- skapur gengið treglega. Að sögn Páls Sigbjörnssonar hjá Búnaöarfélagi Austurlands eru stöku bændur þar búnir að heyja, margir eru langt komnir en flestir eiga mikiö eftir. Páll sagði þó að spretta væri meö endemum góö. Tún heföu komið vel undan vetri, þannig að ef þurrkur- inn, sem nú væri aö hefjast, endist eitthvað áfram gæti heyskapur á Austurlandi oröið með mesta móti í ár. EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.