Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Síða 4
DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985. Talsverð veiði í Geirlandsá á Síðu: 27 laxar, 45 bleikjur, 3 urríðar og minkur Geirlandsá á sér langan aðdrag- anda og safnast hún saman langt norðan af heiðunum. Nokkrar þverár falla í hana, stærstar eru Miðtungnaá og Þverá. Geirlandsá hefur gefið 27 laxa, er 11,5 pund sá stærsti og veiddi Jóhanna Stefánsdóttir hann. Var þetta fyrsti lax sumarsins í Geirlandsá og veiddist þann 3. júlí. 45 bleikjur hafa veiðst en ekki nema 3 urriðár ennþá og veiddi Jón R. Ársæisson þann stærsta í vikunni, 5 punda fisk í Ármótunum og tók fiskurinn Reflex spún. Lax er aö finna í nokkrum hyljum eins og í Ármótunum, Fjárhúsa- bakka, Skóghyl og Flatarhyl. Þó rígndi daginn sem við mættum til veiða í ánni gaf hún ekkert meira fyrir það. Ofsalega er langt síðan maður hefur séð rigningu. 1 veiðibók- inni þann 16. ágúst er skráður einn minkur og var hann skotinn við Tvistæðingshyl. Hefur líklega ekki fengið tíma til aö taka agnið eins og minkurinn forðum í Gljúfurá. Vorveiðin í Geirlandsá gaf 92 urr- iða og bleikjur, veiddust tveir 9 punda og voru þaö þeir stærstu. Re- flex spúnninn gaf langflesta fiskana. Það er gaman að dvelja við Geir- landsá og veiöa, þó það mættu vera fleiri fiskar í henni. En sjóbirtingur- inn er víst á leiðinni og laxinn líka en Geirlandsá er ein frægasta sjóbirt- ingsá landsins og veiðast þeir oft ótrúlega vænir og fallegir. Bara að laxinn skemmi ekki fyrir og yfir- taki þessa viðkunnanlegu veiðiá, þar sem keflvískir veiðimenn eyða mörgum stundum ár hvert. Eitt vekur athygli þegar veitt er í ánni og það eru góðar merkingar við hyljina, ber að þakka það. Maður fann þó veiðistaðina allavega, þó öllu erfiðara væri að finna fiskinn, maður fékkþóísoðið. G.Bender Sssm Hann ar fallegur, Hagafossinn í Geirlandsá, en þar fengust bleikjur og voru þnr smáar. DV-mynd G.Bender Jón R. Ársælsson tekur 5 punda urriðann sporðtaki og landaði honum skömmu seinna. DV-mynd G.Bender. SJOBIRTINGURINN A LEIÐINNI Marga er víst farið að klæja í lóf- ana að komast eitthvað austur og glíma við sjóbirtinginn. Núna er tím- inn að kama, sjóbirtingur er víst far- inn að sjást og farinn aö taka agnið. Kringum Kirkjubæjarklaustur er að finna margar frægustu sjó- birtingsár landsins og veiðin oft ótrú- leg. Nægir að nefna ár eins og Fossála, Grenlæk, Laxá, Brúará, Vatnamót og Geirlandsá. Þegar við vorum þama í síðustu viku hafði lítið sést af sjóbirtingi í þeim sumum, þó var hann eitthvað farinn að sýna sig. Ætli hann sé bara ekki á leiðinni? En fyrir neðan Vatnamótin hafði frést af góðri veiði og hafði veiðst vel af fallegum sjó- birtingi. Svo mikil er aðsóknin í veiðileyfi að fyrir löngu er uppselt í margar ámar og þarf aö panta með löngum fyrirvara. Þó er séns á veiði- leyfum í Laxá, Brúará, Vatnamótum og Fossálum sem við nefndum hér á undan. G.Bender Hreyfíngá Þormóði ramma? „Okkur hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra Þormóðs ramma á Siglufirði þar sem hann fyrir sina hönd óskar eftir viðræö- um viö ráðuneytíð um að starfs- mönnum fyrirtækisins verði seldur hluti rikisins,” sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytísins, í samtali við DV. „Við hittum framkvæmdastjór- ann fyrir tveimur vikum og þá báðum viö hann aö gera grein fyrir því hverjir þetta væru og hvaöa verð yrði um að ræöa,” sagði Höskuldur og sagði aö ekki hefði veriö gert meira í málinu af hálfu fjármálaráðuneytisins. Hlutur ríkisins er um 70% af hlutafénu en að öðru leyti er Siglufjarðarbær stærsti eigandinn. Höskuldur Jónsson sagði að ríkis- sjóður væri þó í ábyrgð fyrir lánum sem væru mun hærri en sem svarar eignarhlutdeild ríkisins í fyrirtæk- inu.-pá r mm I vinnslunni Frá Ara Liebermaun, Grundar- firðl: Engin starfsemi er í útgerðar- fyrirtækjunum í Grundarfiröi þessa vikuna enda sigla báðir tog- ararnir tíl Englands með fiskinn. Til að leysa þetta vandamál hefur Hraðfrystihús Grundar- fjaröar keypt 15 tonn af fiski frá Reykjavík. Fiskinum er síðan ekið hingaðvestur. Fiskleysið mun enn aukast á næstunni vegna þess að veiðikvóti togaranna er að verða búinn. Til víðbótar þessu veröa allar trillur að leggjast í höfn samkvæmt nýju reglunum sem taka gildi 1. september. Minni fiskvinnslufyrirtaddn í Grundarfirði verða einkum fyrir baröinu á hráefnisleysinu. Eitt þessara fyrirtækja er Stólpi hf. sem sérhæfir sig í framleiöslu á reyktum fiski. Þrátt fyrir aö mikil eftirspum sé eftir slíkri vöru hér ínnanlands og á erlendum mörkuðum eru eigendur fyrir- tækisins neyddir til að loka vegna þess að þeir fá ekkert hráefni. Þetta þýðir ekki bara atvinnuleysi heldur tap á gjaldeyristekjum fyrir landið. í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Bannað að pissa i portum Það ætlar ekki af bjómum að ganga. Nýjustu tíðindin em þau, að dómsmálaráðherra, sá sem leyfði bjórlikið á sínum tima, hefur ákveðið að banna það aftur. Það er að segja banna að það sé bmggað nema viðskiptavinimir séu viðstaddir bmggunina. Margt hafa nú stjóm- málamennirair okkar afrekað um dagana en sennilega hefur Jón Helgason sett nýtt met i dellugerð- inni. Það dellumakarí hófst þegar hann gerði þjóðina út af örkinni og bauð upp á þann barbarisma í fyrsta skipti í mannkynssögunni að hella í sig vodka, viskii og öli úr einu og sama glasinu. Jafnvel forhertustu drykkjumönnum hafði ekki komið til hugar sú tegund víndrykkju og kalla þeir þó ekki alit ömmu sina, alkóhói- istamir. Þá setti Jón met. Nú hefur hann siegið gamla metið með því að fyrlrsklpa mönnum bann við þessum framlegu drykkjusiðum. Skýringin mun vera sú, að ráðherranum bárast elnhverjar kvartanir um að bjór- þambarar pissuðu í portum, þar sem þeir mega ekki pissa. Er. það áreiðanlega i fyrsta skipti sem ráð- herra á Islandi og þótt víðar væri leitað hefur afskipti af því, hvar kjósendur hans kasta af sér þvagi. Mistökin hjá bjórkránum liggja sum sé í því, að hafa ekki passað betur upp á það, hvar gestirnir pissa, þegar þeim er mál, og verða þessar skýringar ekki skildar öðravisi en svo, að ráðherrann reikni með því að samkvæmisblöðrarnar gæti sóma sins og pissiríið batni þegar gestirnir sjái sjálflr þegar braggið fer fram. Dómsmálaráðherrann okkar hefur nefnilega ekki gengið svo langt að banna bjórlíkið með öllu. Skiiyrðið fyrir því, að það sé drukkið er háð því, að kúnninn sjái það með eigln augum, þegar blöndunin fer fram. Hann mælir með aðferðinni „blöndun á staðnum” eins og Sverrir Runólfsson forðum. Þótti það snjöll aðferð hjá Sverri þangað til hún var reynd. Þá fór allt í handasköl. Von- andi er að það fari ekki eins fyrir blöndun ráðherrans. Þetta þýðir væntanlega, að ráðuneytið og víneftirlitið verður að hafa gæslumenn á hverjum bar, til að fylgjast með þeim drykkjum sem blandaðir era ofan í kúnnana. Annað væri ómark. Ef það stangast á við lög og ráðherratilskipanir að fólk blandi bjór, vodka og viskí í sama sjússinn, er vitaskuld áríðandi að yfirvöld landsins sjái til þess að þau lög verði virt. í rauninnl er þetta svo flókiö mál, að Dagfara finnst að ráðuneytið eigi að gefa út reglugerð um það, hvemig blanda eigi drykkjum. Til að mynda upplýsa, að asnl sé ekki asni, nema hrista saman vodka og seven up. Ef ráðherrann telur ástæðu til að skipta sér af braggun bjórlíkis, af hverju þá ekki af samsetningu kokkteila og annarra vínfanga, sem menn leyfa sér að neyta? Það er að visu rétt og satt, að menn pissa ekki sérstaklega úti í portum við slíka drykkju, en ef það telst brot á þeirri vínmenningu, sem ráðherr- ann vill innleiða i landinu, að bragga bjórlíki nema að kúnninn sjái til, af hverju þá ekki að stíga skrefið til fulls, og kveða skýrt á um vínblöndur almennt? Þá kæmist system í gal- skabet og p61iti.sk viðurkenning feng- ist á drykkjuskap íslendinga. íslenski dómsmálaráðherrann mundi áreiðanlega vekja heims- athygli með því að verða fyrsti pólitíkusinn sem tæki sér það vald, að hrista kokkteila ofan í þjóð sina. Þá geta menn orðið fullir með ráðherraleyfi svo framarlega sem þeir helltu ofan i sig víninu i réttri röð og pissuðu í salerni. Jón ráðherra mundi þá ekki aðeins setja per- sónulegt met og Islandsmet. Það væri heimsmet. Fyrir utan það, hversu gaman það verður þegar lög- reglan fer að eltast við fyllibyttur, sem verða fullar öðravisi en ráðherr- ann vill að þær verði fullar! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.