Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Síða 16
16 Spurningin Hvað finnst þér um af- stöðu dómsmálaráð- herra til áfengismála? Bryndís Bjarnadóttir: Mér finnst af- staöa hans fáránleg. Ég vil meira frelsi og þar helst sölu á áfengum bjór. Birgir Björgvinsson: Mér finnst fáránlegt aö banna bjórlíkiö og nú er aðeins tímaspursmál hvenær Svalinn veröur bannaöur. Eg er fylgjandi meira frelsi og áfengum bjór. Þaö er gaman aö skreppa á krá og fá sér kollu. Þórir S. Hersveinsson: Eg er á móti því að hann sé einráður í því aö banna bjórlíkið. Annars er ég hlutlaus varðandi þaö aö leyfa áfengt öl. Sjálfur fer ég aldrei á krá. Margir hafa lagt í gífurlegan kostnað meö opnun kráa og ég er alveg á móti því aö einn maöur geti teflt slíkum fjár- festingum í tvísýnu meö einu penna- striki. Hörður Jónasson, verslunarmaður í Víöi: Eg er mjög ósammála honum. Eg tel aö bjórinn komi til meö aö bæta vínmenninguna hér á landi mikið. Hlakka til aö fá aö drekka alvöruöl á kránum. Þá býö ég Jóni í glas. Þórhalla Sigmarsdóttir: Eg er ekki sammála honum i því aö banna bjór- líkiö á kránum. Eg fer annað slagiö og þykir þaö ágætt. Helst vildi ég geta drukkið alvörubjór. Grétar Kristjánsson: Eg er alls ekki sammála honum. Eg vil ekta bjór. Eg fer stundum á krá og læt mér þá nægja bjórlíki. Eg er mjög ánægður meö krárnar. DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þjóðgarðsverði svarað Eðvarð Þ. Eðvarðsson néði besta érangri íslensks sundmanns hingað til er hann varð sjötti í baksundi á Evrópumeistaramótinu. Engar myndir f rá Evrópu- meistaramót- inu í sundi Sundáhugamaður hringdi: Mig langar aö spyrja Bjarna Felix- son, íþróttafréttamann sjónvarpsins, hvers vegna ekkert hafi veriö sýnt frá Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fór í Búigaríu en þar náði Eðvarð Þ. Eðvarðsson glæsilegan árangri er hann varð sjötti í baksundi. Lesendasíöan sneri sér til Bjarna Felixsonar. Sagöi hann aö ætíö væri erfiðara aö fá myndir af íþróttamótum sem haldin væru austantjalds. Yfirleitt heföu Noröurlöndin samvinnu í kaup- um þaöan en ekkert þeirra keypti aö þessu sinni og hefði íslenska sjónvarpiö ekki bolmagn til að standa eitt aö slíku. Kostnaöurinn heföi oröið gífurlegur því ekki var hægt aö kaupa myndir frá úr- slitunum einungis heldur frá öllu mótinu. Ferðamaður skrifar: Ekki efa ég aö fyrir þjóögarösveröi á Þingvöllum eru reglur staðarins skýrar. Ekki er þó víst aö gests augu séu honum þar sammála. „Tjaldstæði eru greinilega merkt. Annars staöar má ekki tjalda.” Svo skýrt stendur þar skrifað og lítur vel út á pappír. Tjaldstæðamerkin sýna hins vegar aðeins hvar tjaldsvæöi byrja en ekki hvar þau enda. Það verður aö miða leiðbeiningar viö hinn venjulega vel- viljaöa en ókunnuga feröamann (BONUS PATER FAMILIAS). Þeg- ar hann getur ekki fundiö endimörk- in út frá aðgengilegum leiöbeining- um og eigin hyggjuviti þá eru tjald- svæöin einfaldlega ekki nægilega vel merkt. Það er útúrsnúningur aö segja aö þeir sem fara út fyrir ómerkt landa- mæri tjaldsvæöanna hafi ekki lesiö reglurnar. Vandamáliö byrjar ein- mitt þarna, aö þeir sem lesa reglurn- ar geta ekki fundið nein mörk vilji þeir tjalda til hliöar viö mesta skark- alann þegar margt er um manninn. Megi fólk tjalda þar sem það helst vill eins og þjóðgarðsvöröur segir, þannig að mörk tjaldsvæöanna séu sveigjanleg, þá veröa landveröir líka aö sýna sveigjanleika og meta hvem- ig fólk gengur um. Þurfi þeir aö reka fólk af tjaldstæöi þá mættu gestir sem koma fyrir hádegi gjarnan fá aö vita þaö fyrir miönætti. Viö saman- burð á Skaftafelli og Þingvöllum var ég aðeins aö bera saman framkomu landvarða gagnvart gestum. I tjald- inu mínu var barn sem varö lítt svefnsamt af hræöslu eftir heimsókn landvarðanna. Varla þarf framkoma landvaröa að fara eftir staðháttum. Þar sem þeir eru margir sem á staö- inn koma þá er þaö einungis af hinu Séð yfir Valhöll og hluta þjóðgarðsins. góöa aö menn viti aö hverju þeir ganga og getur aðeins veriö í allra þágu aö upplýsa slíkt í blööunum en ekki bara prívat milli manna. Vil ég aö lokum beina eftirtöldum spurn- ingum til þjóögarösvaröar í þessum tilgangi: — Hvernig á hinn venjulegi feröa- maöur aö vita, án þess aö honum sé á það bent, hvar endimörk tjaldstæö- anna eru? T.d. aö merkt tjaldstæöi nær UPP AÐ GJÁ, þar sem þannig háttar, en EKKIUPPIGJA? — Er þaö í samræmi viö reglur staöarins aö hávaöasamir landverö- ir meö vasaljós veki friösama gesti upp aö næturlagi? — Hvers vegna fetta landverðir fingur út í sum óleyfilega staðsett tjöld en önnur ekki. Þar á ég viö svæðin kringum bílastæðin, meö- fram Hvanngjá, sem ekki eru merkt tjaldstæði? Hvaö er á móti því aö hafa merkt tjaldstæöi þar? — Þar sem gengiö er upp aö Öxarárfossi eru grasflatir sem virð- ast í fljótu bragði ákjósanleg tjald- stæöi. Hvaö er á móti því aö leyfa þau þar? — Friöaða svæöiö svokallaöa, hvar fær hinn almenni feröamaöur upplýsingar um staðsetningu þess? Konur slæm- ar í umferð Lesandi skrifar: Mig langar aö kvarta yfir konum í umferðinni. Einkum þó kvenkyns bif- reiöastjórum. Þaö er eins og þær hafi ekki þessa meðfæddu tilfinningu fyrir ökutækjum sem karlmenn hafa. Þær eru sannarlega úti aö aka. Allflestar komast þær þó í gegnum eldraun bílprófsins og er spurningin hvort ökukennarar, sem nær allir eru karlkyns, láti þær njóta kynferðis síns því veikasti blettur karlmanns er kona. Um þaö vitnar lífiö og sagan. Eina ráöiö viö þessum vanda er aö fjölga kvenkyns ökukennurum, og þeir finnast, því til eru þær konur sem eiga létt meö aö stjóma ökutækjum, meira aö segja stórum bdum og vinnuvélum. Og þaö sem menn fæöast ekki með er yfirleitt’ hægt aö kenna þeim. Bréfritari telur konur ekki jatn- vel til þess fallnar og karlmenn að stjórna ökutækjum. AFBORGUNARSKILMÁLAR STANGAST Á VIÐ KAUPALÖGIN Kristjón Kolbeins hringdi: Ég var aö kaupa hlut meö afborgun- um um daginn og rak þá augun í neðanmálsletriö. Þar voru skilmálarn- ir tíundaöir og vakti athygli mina aö ef seljandi heimtar hinn selda hlut til baka á miðjum afborgunartímanum á kaupandi engan rétt á því fé er hann hefur greitt seljanda. Þessi klausa stangast á viö þaö sem efnislega stendur í kaupalögunum aö seljandi eigi ekki rétt á aö fá hiö selda nema kaupandi fái í staðinn það er hann hefur reitt af hendi viö seljanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.