Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Qupperneq 27
DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985. 27 þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir frægu staði sem ég hef lesið um og svo verður gaman að sjá Gullfoss og Geysi svo fátt eitt sé nefnt,” sagði Herbert ennfremur, glaður mjög að hafa komið til tslands. íslandsmet Sigurðar Hafnfirðingurinn Sigurður Pétur Sigmundsson varð annar í hálf-mara- þonhlaupinu og setti tslandsmet á vegalengdinni. Hljóp á 1:08,13,9 og bætti metið á aðra mínútu. Hins vegar söknuðu margir aö Siguröur skyldi ekki keppa í maraþonhlaupinu því hann á talsvert betri tíma en Josef Hermann sem þar sigraði. En Siguröur ætlar innan skamms utan til þátttöku í maraþonhlaupi og það er mjög krefjandi. Því lét hann hálfa vegalengdina nægja að þessu sinni. 17 km skokkinu var þátttaka mest og þar sigraði Hannes Hrafnkelsson. Hljóp mjög vel og náði ágætum tíma. Framkvæmd hlaupsins var að flestu leyti ágæt en áhorfendur voru alltof fáir, jafnt við markiö sem í hlaupinu sjálfu. Otlendingarnir eiga öðru að venjast á því sviði og létu það talsvert í ljós eftir hlaupiö. Lítiö sem ekkert um hvatningu á leiðinni. Hér á eftir fara nöfn fimm fyrstu í hverjum flokki — þó aðeins fjórar stúlkur í maraþonhlaupinu. Maraþonhlaup karla 1. Josef Hermann, V-Þýskal. 2:30,03,5 2. Reinhardt Bushmann, V-Þ 2:35,44,7 3. Don Rich, USA 2:41,52,1 4. Henry Richard, Bretl. 2:42,09,0 5. Martin Hunt, Bretlandi 2:50,13,2 Kvennakeppnin 1. Leslie Watson, Bretlandi 2:52,44,4 2. Lilly Viðarsdóttir, Isl. 3:33,25,8 3. HillaryJoby, Islandi 3:44,53,9 4. Linda Behrens, USA 3:45,59,8 Hálit maraþon karla 1. HerbertSteffny,V-Þýskal. 1:06,09,7 2. Sig. P. Sigmundsson, lsl. 1:08,13,9 3. DuncanScott,USA 1:09,37,5 4. JónDiOriksson, Isl. 1:11,41,6 5. Már Hermannsson, Isl. 1:13,01,7 Kvennakeppnin 1. Ásta Asmundsdóttir, Isl. 1:35,00,6 2. Fríða Bjarnadóttir, Isl. 1:36,28,1 3. Björg Kristjándóttir, Isl. 1:44,41,2 4. Orsúla Junemann, Isl. 1:49,20,3 5. Valborg Jónsdóttir, Isl. 1:50,05,6 7 km hlaup 1. Hannes Hrafnkelsson, Isl. 22:34,5 2. Steinn Jóhannsson, Isl. 23:13.7 3. Craig Vois.USA 23:41,2 4. Finnbogi Gylfason, lsl. 24:25,8 5. Sigfús Jónsson, Islandi 24:37,2 -hsim. Góður sigur KA á Leiftri Frá Stefáni Arnaldssyni, fréttaritara DV á Akureyri. KA hélt striki sinu í toppbaráttu 2. deQdarinnar á laugardaginn er liðið heimsótti Leiftur til Ölafsfjarðar og vann sigur, 4—1, eftir að Akureyrarlið- ið hafði haft 0—1 forystu í hléi. Það var Steingrímur Birgisson sem náði forystunni fyrir KA á 25. mínútu. Leiftur jafnaði er tíu minútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Tryggvi Gunnarsson náði síðan forystunni aftur fyrir KA. Tryggvi var síðan á ferðinni aftur um miðjan seinni hálf- leikinn er hann skoraði þriðja mark KA. Bjarni Jónsson átti síðan lokaorð- ið fyrir KA er hann skoraði fjórða og síöasta mark leiksins. Njáll Eiðsson og Erlingur Kristjáns- son voru bestu leikmenn KA. Liðin náðu hvorugt aö sýna sínar bestu hliðar á malarvellinum í Olafsfirði. Akureyringarnir voru þó allan tímann sterkara liðið. Staða Leifturs er mjög dökk í 2. deildinni. Liðið er nú neöst í deildinni. Helgi Jóhannsson átti bestan leik hjá Leiftri. -fros Rixfrá Arsenal? Howard Wllklnson, framkvæmdar- stjóri Sheffield Wednesday, liðs Sigurðar Jónssonar i 1. deild ensku knattspyrnunnar, er nú á höttunum eftir Graham Rix frá Arsenal. Wilkinson hefur lengi verið aðdáandi Rix sem leikið hefur með enska landsliðinu. Leikmaðurinn er óánægður hjá Arsenal. Fyrirliða- staðan var tekin af honum og hann sektaður eftir að hann hafði ekið bíl drukkinn. Sheffield-liöið hefur þó enn ekki gert tilboð í kappann. -fros. Herbert Steffny kemur i mark langfyrstur í hálfa maraþonhlaupinu. Mjög gófiur hlaupari sem varð i þriðja sœti í New York maraþonhlaupinu 1984. DV-mynd Kristján Ari. Hversdagsleikinn á Islandi er kvaddur á fimmtudags- morgni. Flogið er til Luxem- borgar og streitunni leyft að líða úr skrokknum. Á flug- vellinum bíður bílaleigubíll sé þess óskað; með sölu- skatti, tryggingum og óbeisl- uðum kílómetramæli, kost- ar sá ódýrasti 1.650,- kr. í þrjá daga, fyrir fjóra í bíl. Til Daun er tveggja tíma akstur og þar er upplagt að eyða síðdeginu; slappa af, fara í sund eða tennis, spila minigolf eða billjard - allt eftir þörfum hvers og eins. Um kvöldið bjóða veitingahúsin og bjór gera reyfarakaup á úrvalsvarningi. Á laugardeginum er rétt að setja stefnuna á Köln — þar er ekki síður hagstætt að versla og urmull síungra menningarverðmæta gleðja augað. Ekki er úr vegi að smakka á vínframleiðslu bændanna í héraðinu og gleyma stund og stað í Fantasíulandi þar sem jafn- vel ímyndunaraflið verður h VKlR KR 1 ^ _ Á sunnudegi er öllu paikkað ——* **•*•*• *~— niður nema góða skapinu og besta hluta ferðalagsins (heimferðin - heimkoman - tollurinn) notið til I.ONG HFir.l I DAUN EIFEL stofurnar ykkur velkomin, og nóttin er ávallt ljúf í rúmgóðum og glæsilegum sumar- húsunum. Á föstudegi er tilvalið að skreppa í verslunartúr til borgar- innar Trier í Móseldal. Þar er fallegt og þar má hins ýtrasta. Þetta tilboð gildir frá 1. sept. - 7. okt. og aftur 13. - 30. okt. Dæmi um verð(flug og gisting án flugvallarskatts): 6 í 3ja herbergja húsi,kr. 13.288.- pr. mann 4 í 2ja herbergja húsi.kr. 13.634.- pr. mann 2 í stúdíóíbúð kr. 13.942.- pr. mann FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrval v/AustuvöIl. Sími 26900. V GOTT FÓLK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.