Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Qupperneq 44
44
DV. MANUDAGUR 26. AGUST1985.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
• Philip prins, eiginmaöur Elisa-
betar Englandsdrottningar, var
staddur á Sturup flugvellinum í
Svíþjóð nýlega þegar tilkynnt var
að sprengja væri í flugstöðvar-
byggingunni. Philip var reyndar
kominn út í flugvél en hún var enn
við bygginguna. Flugvellinum var
lokað á meðan sérfræðingar leituðu
að sprengju. Þeir fundu ekkert
annað en snyrtibox með einhverju
grunsamlegu innihaldi. Philip var
víst ansi stressaður yfir þessu öllu
saman og var feginn þegar hættu-
ástandi var aflýst. Það hefðu víst
flestir oröiö fegnir, svo þetta er
kannski ekki svo merkilegt en
flýtur hér með samt.
Karólína Mónakóprinsessa hefur
ljóstrað því upp hvers vegna hún
giftist glaumgosanum Philippe
Junot á sínum tíma. Ástæðan mun
hafa verið sú að hún vildi losna út
úr höllinni og notaði því tækifærið
og gifti sig. Hún viðurkenndi þetta i
viðtaii við sjónvarpskonuna frægu,
Barböru Walters, en Karólína hef-
ur hingað til ekki viljað tjá sig um
hjónaband sitt og Philippe Junot. I
viötaiinu sagðist hún viðurkenna
að hjónabandið hefði verið mistök
en hún hefði viljað komast að
heiman og þetta virtist vera nokk-
uð klassísk leið til þess.
Þau merkilegu tíðindi gerðust
fyrir nokkru að stúlkubarn fæddist
á sjúkrahúsinu við Minnesotahá-
skóla í Bandaríkjunum. Það merki-
lega við þessa fæðingu og stúlkuna
var að foreldrarnir höfðu pantaö
stúlku, sem þeir og fengu. Vísinda-
menn við háskólann lögðu sitt af
mörkum til að uppfylla ósk foreldr-
anna og tókst vel í þetta skiptið.
Hvað er eiginlega verið aö ræða um
hér? gæti einhver spurt. Jú, nú eru
vísindamenn farnir að búa til
glasabörn og það nýjasta er að þeir
reyna að hafa áhrif á hvers kyns
barnið verður. Það gera þeir með
því að greina að karlkyns- og kven-
kynssæði og ef þú biður um stelpu
nota þeir vitanlega kvenkynssæði.
Þeir hafa gert 18 svona aðgerðir en
fyrrnefnd stúlka mun vera sú
fyrsta sem fæðist í þennan heim.
Aðgerðin kostar um 12.000
íslenskar krónur. Líkurnar á því að
þú fáir ósk þína uppfyllta varöandi
kyn barnsins eru mun meiri ef þú
biöur um strák, eða um 75%, en ef
þú bíður um stelpu eru líkurnar
aðeins um 50% á að þú fáir hana.
Stephanie slær sér upp
með syni Roger Moore
Brúðkaup Madonnu og Sean:
Hentu rjóma
hvort í annað
Madonna og Sean Penn létu pússa
sig saman fyrir rúmlega viku, nánar
tiltekið 17. ágúst. Brúðkaupið fór fram
í Malibu í Kaliforníu og hafði það
veriö undirbúið með mikilli leynd.
Madonna var i hvítu en sögusagnir
voru á kreiki um að hún myndi klæðast
svörtu og af því var dregin sú ályktun
að hún væri ófrísk. Þær sögur hafa
væntanlega sofnað svefninum langa
þar með. Madonna var samt með
svartan kúluhatt undir slörinu og það
er aldrei að vita hvaöa merkingu fólk
getur lagt í þaö.
Eins og tíðkast í flestum brúðkaups-
veislum var heljarmikil terta á
borðum. Þau skáru fyrstu sneiöina í
sameiningu en tóku síöan handfylli af
rjóma og kremi og hentu á andlit hvort
annars. Síðan kysstust þau og Sean brá
sér undir pils konu sinnar og kom
þaðan skömmu síðar með rautt sokka-
band milli tannanna. Gestimir, sem
vora um 300, voru yfir sig hrifnir og
vildu meiri athafnasemi hjá brúð-
gumanum. Sean sá að sér og gerði ekki
meira í þessum dúr í bili. Eftir að þau
höfðu sleikt rjómann hvort af andliti
annars drifu þau sig á dansgólfiö og
það var ekki brúðarvalsinn sem var
leikinn heldur lag með Earthu Kitt,
I’m Mad About The Boy. Madonna
sýndi mikil tilþrif og gestirnir sáu að
brúðurin var í strigaskóm undir síða
kjólnum.
Madonna átti 27 ára afmæli þennan
dag og daginn eftir varð Sean 25 ára.
Brúðkaupsnóttunni eyddu þau heima
hjá móður Seans, þar sem þau héldu
upp á afmælið hans. I veislunni flutti
Sean ræðu og stóðu viðstaddir á
öndinni því hann mun ekki vera talinn
mikill ræðuskörungur, blessaður. Þar
lýsti hann m.a. hvernig þau hefðu
kynnst. Þaö var í New York í sam-
kvæmi þar sem Madonna lét henda
Sean út af því henni þótti hann svo
leiöinlegur. En hann náði svo sam-
bandi við hana með því að fara eftir
ráðleggingum vinar síns og senda
henni ástarljóð.
Það hefur greinilega verið hið nesta
Ijóð því nú eru þau sem sagt komin í
þaðheilaga.
Sonur Roger Moore, Geoff að nafni,
mun vera nýjasti kærastinn hennar
Stephanie, prinsessu af Mónakó.
Drengurinn er sagöur vera hár og
spengilegur, þannig að Stephanie á
ekki að þurfa að skammast sín fyrir
hann.
Rainier sjálfur stendur í ýmsu þessa ganga í hjónaband með Iru von
dagana og ku hann vera að ráðgera að Furstenberg.
Aldraður samói í San Francisco
sem kann ekki stakt orð í enskri tungu
var í 13 daga í strætisvógnum borgar-
innar eftir að hann varð viðskila við
fjölskyldusína.
Maðurinn heitir Faaitua Logo og
fluttist hann til Bandaríkjanna fyrir
tveim árum. Hann týndi fjölskyldu
sinni á markaði í San Jose.
Fyrst reyndi hann að ganga heim til
sín í Palo Alto sem er um 20 kílómetra
leið, síðan hoppaði hann upp í strætó.
Hann skipti oft um strætó yfir daginn í
von um að finna heimili sitt, á næturn-
ar svaf hann undir strætisvögnum og
trjám. Leitin tók loks enda hjá gamla
samóanum þegar einn vegfarandi í
San Francisco gaf sig á tal við hann á
götuhorni, en sá gamli sagði ekkert
annað en „Samoa”. Túlkur var kvadd-
ur á staðinn og gat hann gert lögregl-
unni skiljanlegt að gamli maðurinn
rataði ekki heim. Hann var þá staddur
80 kílómetra frá markaðnum sem hann
hafði farið á með f jölskyldu sinni þrett-
án dögum fyrr.
Þegar nýja Bond-myndin var frum-
sýnd var Albert, prinsinum í
fjölskyldunni, plantaö í bíl með systur
Geoffs, Deborah aö nafni. Hann
notaði hins vegar fyrsta tækifæri og
stakk hana af í gleðskapnum eftir að
sýningu myndarinnar lauk, hvarf hann
með Mary nokkurri Stavin.
sínu.
* sum arfi
* Donna Reed, en hún hefur nú
unnifl málifl gegn framleiðendum
Dallas.
• Nýgift og vœntanlega ofsalega hamingjusöm, Madonna og Sean (sá
dökkklœddi) á svölunum í Malibu húsinu þar sem brúflkaupið fór fram.
Madonna er afl búa sig undir afl henda brúðarvendinum til ungra meyja
sem allar vildu fá hann, þ.e.a.s. brúðarvöndinn.
FÆR AURANA
SÍNA
Donna Reed leikkona var
um tveggja ára skeið vara-
skeifa í hlutverk „miss
Ellie” í Dallasbullinu fyrir
þá heilsutæpu Bel Geddes.
Nú hafa framleiðendur
þáttanna borgað henni
milljón dollara (u.þ.b. 40
millj. ísl. kr.) þar eð Bel
Geddes er orðin brattari.
Og svo lofa þeir henni nýju
úrvalshlutverki.
Þreítán daga í strætó
m
• Stephanie frekar alvarleg á svip, við skulum vona afl nýi gæinn hann
Geoff geti fengifl hana til afl brosa a.m.k. út i annað.
Dallas:
DONNA REED