Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Side 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. Hvað segja ráðamenn f iskvinnslustöðva? Samband fiskvinnslustöðva hélt fund i húsakynnum Vinnuveitendasambandsins í hádeginu i gær. DV ræddi við nokkra fundarmenn um stöðu mála. DV-myndir: PK. ÍSLENSKA KRÓNAN ER OF HÁTT SKRÁÐ — segir Konráð Jakobsson, Hnífsdal „Utkoman var mjög slæm síðastliðið ár. Það var fyrsta tapárið um langt árabil. Maður er aö vona aö staðan sé eitthvað betri núna vegna þess að stað- an á breska sterlingspundinu er tals- vert betri og við höfum orðið aö fram- leiða töluvert á Bretland,” sagði Kon- ráð Jakobsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal. „Viö fáum ekki eins mikið fyrir að senda á Bretlandsmarkaö eins og að framleiða á Bandaríkjamarkað. En við höfum orðið að framleiða á Bret- land vegna þess að við hefðum ekki komið því frá öðruvísi.” — Allur þessi hávaði í kringum bón- usverkföllin, er þetta ekki öldugangur í vatnsglasi? Lokast ekki frystihús hvort sem er þegar kvótinn er að veröa búinn? „Það er nú misjafnt, því að sumar útgerðir hafa takmarkaö sóknina og þar af leiðandi eiga eftir kvóta. Okkar útgerð á eftir talsvert af kvóta ennþá. Konráð Jakobsson: Gjaldeyrir er á útsöluverði. Þess vegna ætti okkar hús ekki aö lok- ast.” — Menn hafa áhyggjur af Banda- ríkjamarkaði og því að okkur takist ekki að koma nægilegu magni á þann markað. „Auðvitaö hefur maður áhyggjur af slíku því aö það yrði slæmt ef fisk- markaöur tapaöist. Þaö má ekki ger- ast. Maður er að vona að þaö takist núna á haustmánuöum aö sinna Bandarík jamarkaöi. ’ ’ — Hafa frystihús svigrúm til aö taka á sig launahækkanir til fiskvinnslu- fólks? „Eg held að það sé mjög erfitt vegna þess aö staðan er slæm, var yfirleitt slæm hjá húsum á Vestfjörðum að minnsta kosti á síðastliðnu ári. Og þrátt fyrir að staðan á pundinu hafi lagast tel ég það ekki nægjanlegt. Ég tel aö íslenska krónan sé of hátt skráö. Þó að ég geri mér grein fyrir því að gengisfelling læknar ekki allt þá er þaö ljóst aö gjaldeyririnn er á útsölu- verði,” sagði Konráö Jakobsson. -KMU. Mesta vanda- málið er erlend skuldasöfnun — segir Soffanías Cecilsson, Grundarfirði „Staöan er mjög bág. Það verður ekki neinu bætt á hvað snertir kaup- gjald. En staöa fiskvinnslufólksins er verri, það er ekki hægt að neita því,” sagði Soffanías Cecilsson úr Grundarfiröi. „Þaö vantar þaö mikið af fólki að viö myndum geta bætt okkar hag með því að fá nóg fólk. Þá gætum viö borið uppi eitthvert aukið kaup ef fleira fólk kæmi og einnig spilar þarna inn í hráefnisöflunin, sem er alveg í lágmarki. Kvótamálin eru að sliga sameiginlega útgerð og fisk- vinnslu. — Hefurðu áhyggjur af því að við séum að setja markaöi í hættu vegna þess að viö náum ekki aö fullnægja eftirspurn? „Þaö liggur ljóst fyrir að Bandaríkjamarkaður er í verulegri hættu. Evrópumarkaöur hefur heldur lagast en þaö er að breytast. Núna er pundiö aftur niöur á viö og dollarinn upp á viö. Þannig að viö erum algjörlega háðir Ameríku og þurfum að efla fiskvinnsluna þangaö eins og við getum. — Er kjarni vandamálsins kannski röng skráning á gengi íslensku krónunnar? „Skráning á genginu er ekki höfuð- atriði, heldur tilfærsla í þjóðfélaginu og skilningur. Svo einnig náttúrlega þessi skuldasöfnun. Island er verið að byggja upp á tómri skuldasöfnun erlendis frá. Þaö er eitt mesta vandamál okkar. Þess vegna hefur fólkið flúiö frá þessari grein og hún ekki getað staðiðsig. Soffanias Cecilsson: Gætum borið uppi aukið kaup ef fleira fólk kæmi. Eg vil taka undir orð kjördæmis- ráðs Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum: Burtu með kvótann!,” sagói Soffanías Cecilsson. í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Bónusinn burt Nú er skollið á bónusverkfall. Það þýðir að fólk í fiskvinnslu neitar að taka við bónus fyrir vinnu sina. Frystihúsaeigendur hljóta að fagna þessu verkfalli. Fólkið heldur áfram störfum sínum, afköstin verða væntanlega hin sömu, en það eina sem gerist er að vinnuveitandinn þarf ekki að greiða eins hátt kaup og áður. Þetta er áreiðanlega í fyrsta skipti sem fólk leggur niður vinnu til að fá minna borgað. Bónusinn var á sínum tima hugsaður sem hvati að auknum afköstum, greiðsla ofan á* kaupið til þeirra sem unnu vel. Nú hefur fiskvinnslufólkið ákveðið að af- sala sér þessari launauppbót. Það vill ekki fá aukagreiðslu þótt þaö verki fiskinn hraðar og betur en aðr- ir. Forkólfarnir í verkalýðsstéttinni hafa talið fólkinu trú um að bónusinn væri af hinu illa og frystihúsaeigend- ur hafa að sjálfsögðu ekki mótmælt því. Og þar sem fiskvinnslufólk er ýmist skólafólk eða útlendingar þá hefur það lítið að segja í verkalýðs- hreyfingunni og samþykkir orða- laust þær fyrirskipanir að ofan um að iækka kaupið. Annars virðist þetta bónusverkfall og fiskvinnslan yfirleitt ekki skipta miklu máli. Þessi atvinnugrein er hvort sem er aö lognast út af. í blöðun- um birtast myndir af tómum frystihús- um og Guðmundur jaki segir að þegar skólafólkið hættir verði engir eftir í frystihúsunum, ef frá eru taldar nokkr- ar stelpur frá Ástraliu. Þá endar þetta með því að það verða engir eftir til að semja við. Þá mun bónusverkfallið og yfirstand- andi kjaradeila verða ansi skondin uppákoma. Boðað er verkfall sem enginn tekur þátt i. Viðræður fara fram um nýja kjarasamninga fyrir fólk sem ekki er til. En meðan í uppsiglingu virðist skortur á fólki er engin skortur á fiski Togaramir koma inn meö fullfermi, tæma kvótana á augabragði og eru nú að sækja á um að fá að fiska upp í kvót- ana á næsta ári Fá nokkurs konar yfir- dráttarheimild í fiskiriinu, sem er auð- vitað þjóðráö, bæði af því að íslendingar eru vanir yfirdráttum og svo af hinu að með því að veiða vel og mikið í ár geta menn iæmt kvóta sina fyrir næstu ária Og þeir geta einnig tæmt miðin og eytt þorskstof nunum á einu bretti og þá þarf ekkert rex eða pex út af bónus hjá fisk- vinnslufóIkL Þá er sjálfhætt þegar kvót- inn er tæmdur og þroskurinn horfinn. Þannig leysir þetta vandamál sig sjálft. Fyrst að flæma fiskverkunarfólk- ið úr húsunum og síöan þorskinn. Enda er hvort sem er soddan Up á allri þess- ari fiskvinnslu. Þaö er affarasælast fyrir alla aö hætta þessu misheppnaða balsl Menn hafa verið að gagnrýna væntanlega sameiningu ísbjamarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Sú gagn- rýni er lítt skiljanleg þegar til þess er tekið að þangað fæst ekkert fólk til vinnu nema ástraiskar stelpur í ævintýraleit. Varla er minnihlutinn í borgarstjóminni farinn að taka þær upp á arma sína! Getur það verið að ÁstraUubúar séu þeir einu sem minnihlutaflokkarair gera sér vonir um að styðji sig? Ef það er rétt þá skilur maður vel örvænting- una sem grípur um sig. Nú er um aö gera að ná upp tempóinu og mana fóUdð út í verkfaU hvað sem það kostar. Jafnvel þótt það kosti þessar fáu hræður sem eftir eru í frystihúsunum bónusinn og launaupp- bótina. Það verður gaman að fylgjast með því þegar jakinn fer að stappa stál- inu í verkfaUsfóUdð með áströlskum kappræðum í tómum vinnslusölunum. Eða eins og máltækið segir: Það bylur hæst í tómri tunnu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.