Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. 5 Svartsýni ríkir um lausná kjaradeilunni í Áburöar- verksmiðjunni Enginn verkfallsmanna í Áburöar- verksmiöjunni samþykkti sáttatillögu ríkissáttasemjara. Allir sögðu nei. Vinnuveitendasambandið gaf sáttatil- lögunni hins vegar jáyrði. Verkfallið, sem staðið hefur yfir í rúman mánuð, heldur því áfram. Urslit atkvæðagreiðslunnar urðu ljós skömmu eftir klukkan ellefu í gær- morgun er rikissáttasemjari opnaöi innsiglaða atkvæðaseðla og taldi atkvæðin. Níu járnsmiðir af tíu greiddu atkvæði og sjö rafvirkjar af sjö. Á öllum atkvæðaseðlum stóð „nei”. Sáttatillagan gerði ráð fyrir að iðnaðarmennimir fengju 14,4 prósenta kauphækkun sem er 5 prósent hækkun umfram þaö sem almennt hefur gerst á vinnumarkaðnum. „Þeir telja tillöguna greinilega al- gerlega ófullnægjandi,” sagði Magnús Geirsson, formaður Félags íslenskra rafvirkja. „Eg hef engu við þetta að bæta. Þetta er alveg skýrt og augljóst. Þeir telja þetta ófullnægjandi,” sagði Sögðu allir „nei’ við sáttatillögu Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna. Þeir Guðjón og Magnús hafa verið í fyrirsvari fyrir iðnaðarmennina í samningaviðræðun- um. „Það var leynileg atkvæðagreiðsla og engin áhrif á úrslit málsins höfö af hálfu félaganna. Tillagan var lögð fyr- ir starfsmenn. Hver fékk sitt afrit af henni. Viö skýrðum hvað hún þýddi. Síöan ræddu starfsmennirnir um málið og síðan var atkvæðagreiðsla þar sem þeir tóku afstöðu án okkar afskipta á nokkurn hátt,” sögðu þeir Magnús og Guðjón. „Þessi úrslit komu mjög á óvart,” sagði Kristján Þorbergsson hjá Vinnu- veitendasambandinu. „Fyrirtækið mun nú endurmeta stöðuna í ljósi þessara úrslita,” sagði Kristján. Hann var svartsýnn á áfram- hald samningaviðræðna. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari var einnig svartsýnn á áfram- haldið í gær. Er trúlegt að nokkur tími muni líða áöur en næsti sáttafundur verði boðaöur. -KMU. ,,Nei," sagði Guðlaugur Þorvaldsson sextán sinnum er hann las af atkvœðaseðlum iðnaðarmanna I Gufu- nesi i gœr. DV-mynd GVA. Tjón gæti orðið „Þessi úrslit komu mér á óvart mið- að við það hljóð sem mér fannst vera í mönnum í gær,” sagði Hákon Björns- son, framkvæmdastjóri Áburðarverk- smiðju ríkisins, er úrslit lágu fyrir í gær í atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkissáttasemjara. Sáttatillagan gerði ráð fyrir að iðnaðarmennirnir fengju 5 prósent kauphækkun umfram þaö sem al- maint hefur gerst í kjarasamningum að undanfömu. Hákon Bjömsson sagði að iðnaðar- mennimir heföu í raun aldrei lagt fram neinar kröfur. Þeir hefðu hins vegar nefnt að þeir vildu fá hækkanir til samræmis við það sem þeir segöu að 1,5 milljónir á sólarhring væri launaskrið hjá öðrum á vinnu- markaðnum. Settu þeir fram eigin út- reikninga og nefndu 14 til 18 prósent hækkun. „Við viðurkennum ekki þessa út- reikninga þeirra,” sagði Hákon. Verkfall rafvirkjanna og járnsmið- anna, sem eru tæplega 20 talsins, hófst 10. ágúst. Á morgun verða þvi liðnar fimm vikur frá því að það hófst. Áburðarframleiösla stöövaðist fyrir þremur vikum er sýruverksmiðjan þarfnaðist viðhalds. En hvaða fjár- hagslegu tjóni veldur verkfallið verk- smiðjunni. „Megnið af okkar kostnaöi er fastur kostnaður. En við förum að koma að þeim tímapunkti að við getum ekki annað eftirspurn næsta árs. Þegar þeim timapunkti er náð gæti farið að verða tjón upp á eina og hálfa milljón króna á sólarhring,” sagði Hákon. Hann vildi þó ekki segja hvenær um- ræddum tímapunkti yrði náð. -KMU. „Hann drepur mig á sviflinu," varð Kristjáni Jóhannssyni að orði þegar hann frátti í vor að hann œtti afl syngja i Grimudansleiknum á móti Kristni Sigmundssyni. Báðir eru þeir þó enn við hestaheilsu á sviflinu og æfa af kappi fyrir frumsýninguna laugardaginn 21. þ.m. Sjóeldi hf. í Höfnum: Setur upp gríðar- stóra laxeldis- kvf í Keflavfk —ársf ramleiðsla áætluð 200 tonn „Við reiknum með að hægt verði „Vandamálið hjá okkur Islending- að slátra um 200 tonnum af laxi ár- um hefur verið að þar sem nægur hiti lega upp úr þessari kví þegar allt er í sjó, meðfram suður- og vestur- verður komið í gang,” sagði Jón G. ströndinni, hefur skort lægi fyrir öld- Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri ur en þar sem lægi er, fyrir norðan Sjóeldis hf. í Höfnum, en fyrirtækið og austan, er lítill varmi í sjónum. hefur fjárfest í stærstu sjóeldiskví Það hefur því verið vandamái aö sem keypt hefur verið hingað til reka laxeldi hér í kvíum á ódýran lands. hátt eins og Norðmenn gera,” sagði KvíinsemSjóeldihfkaupirkemur Jón G. Gunnlaugsson. „Þessi nýja frá Bridgestonefyrirtækinu í Japan. kví er margfalt stærri en þær sem Hún rúmar 7000 tonn vatns en þær áður hafa þekkst og hún getur breytt kvíar sem Sjóeldi hf. hefur notað miklu um að hér verði mögulegt að hingað til rúma mest 300 tonn. Kvíin reka kvíaeldi í framtíðinni. ” er sexhymd'og er haldið uppi af AðsögnJónsverðurkvíinsettupp siöngum fylltum af lofti. Þetta eru um miöjan október og á að rækta í eins slöngur og notaðar hafa verið tU henni regnbogasilung í vetur. I vor að dæla oliu frá borpöllum í Noröur- veröa stór laxaseiði sett í hana. sjó og eiga þær að laga sig vel að „Auðvitað er þetta áhætta eins og ölduhreyfingum. Kvíin þolir að alltaf þegar maður er með mikið af minnsta kosti 7 m ölduhæð og verður lífverum á litlum fleti,” sagði Jón G. staðsett utan við Keflavík. Verð Gunnlaugsson. „Þetta er tilraun og hennar án stjóra og legufæra er um 4 hún virðist iofa góðu.” milljónirkróna. -JKH. Meira afgasolíu, minna afsvartrí I fyrradag var undirritaður samn- ingur Islendinga og Sovétmanna í Moskvu um kaup á olíuvörum hingað. Samið var um kaup á 310 þúsund tonnum af olíuvörum sem verða af- greiddar á næsta ári. Það er sama magn og samningar yfirstandandi árs hljóða upp á. Þessi 310 þúsund tonn skiptast í 120 þúsund tonn af gasolíu, 120 þúsund — gæðaábót lækkaði tonn af svartolíu og 70 þúsund tonn af bensíni. Gasolíumagnið er meira en í gildandi samningi þessa árs og svart- olíumagnið minna. Þetta er vegna breyttra markaðsþarfa. Verð olíunnar miöast við skráð olíu- verð á Rotterdammarkaði. Fyrir svartolíu er, auk Rotterdamsverðs, greidd sérstök gæðaábót. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV settu Rússar upp þá kröfu í upphafi samn- ingaviðræðna við íslensku sendinefnd- ina að gæðaábót á tonn af svartolíu yrði 8 dollarar. Heimildir okkar herma að gæðaábótinni hafi verið þokað niður í 3 dollara á hvert tonn svartolíu. For- maður íslensku sendinefndarinnar í Moskvu var Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri í viöskiptaráðuneyt- inu. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.