Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd DENG BODAR MIÐ- STJÓRNARFUND TIL FREKARIHREINSANA Miöstjóm kínverska kommúnista- flokksins er sögð koma saman til fund- ar í dag, en fjölmiölar í Kína þegja vandlega þar um. Talið er, aö þetta sé til undirbúnings annars meiriháttar fundar til þess að víkja öldruðum leiö- togum úr trúnaðarstörfum fyrir yngri og menntaöri mönnum. Hong Kong-blaöið „Wen Wei Po” sem þykir yfirleitt mjög vel heima um þaö, sem gerist aö tjaldabaki í Peking, staöfestir aö Deng Xiaoping, valda- mesti maður Kína, hafi kallað saman miöstjórnarfundinn. Þaö er í þriðja sinn sem miöstjómarfundur er boöað- ur í sögu kínverska kommúnistaflokks- ins. Menn þarna eystra hafa fyrir satt aö skipta eigi um 20% forystumanna í miðstjóminni. Meðal þeirra, sem líklega veröa látnir víkja, er Ye Jianying marskálk- ur (87 ára) en hann hefur veriö and- snúinn fráhvarfi frá stefnu Maos. Einnig Hua Guo-feng, sem Mao valdi sjálfur fyrir eftirmann sinn, og eins Wang Dongxing sem var lífvörður Maos og fylgir Hua aö málum. Deng er sagður vilja losna viö enn fleiri öldunga til þess aö tryggja sína menn í sessi og áframhald þeirrar stefnu, sem hann hefur markaö, þótt hann sjálfur dragi sig aö fullu í hlé en hann er oröinn 81 árs. Hinir upprennandi leiðtogar Kína skulu ekki endurtaka mistök sinna fyrr- verandi á hálum is stjórnmálanna. Hin glæsilega Ariane-flaug Frakka flaug i 10 minútur og var svo sprengd eftir að vél þriöja þreps fór ekki í gang. Thailendingar skila sjómönnum Bangladesh og varðskip f ylgjast hér eftir með veiöunum á Bengal-f lóa Bangladesh ætlar aö halda úti varðskipum í Bengalflóa vegna fisk- veiðideilunnar viö thailenska fiski- menn sem virðast eiga bágt með aö halda geröa samninga um aflaskipti viö sjómenn frá Bangladesh og fleygja sjómönnunum frekar fyrir borö en deila aflanum. Jafnframt er töluvert um smygl á þessum slóöum og varðskipunum ætlað aö hamla gegn því um leið. Eins og sagt var frá í gær í DV er talið aö Thailendingar (sem eftir sam- komulagi eru með þriöjung áhafn- arinnar frá Bangladesh) hafi varpað 110 Bangladesh-sjómönnum í sjóinn og laumast heim til Thailands meö allan aflann í stað þess aö skilja helming eftir í Bangladesh. 140 hafa veriö fluttir nauöugir meö togbátunum til Thailands og yfir 100 er saknaö. Thailandsstjórn hefur sent Bangla- desh-sjómennina 140 áleiöis heim. Dreyrasjúkir með ÓT Dreyrasjúklingar ættu ekki aö dreyrasjúklingum, sem hann hefur eignast böm því aö hættan er of mikil haft til meöferöar, bera vírusinn í á því að böm þeirra mundu fæðast sér eftir aö hafa þegiö sýkt blóö. með hinn banvæna sjúkdóm, Peter Jones, sem er yfirmaöur ónæmistæringu — samkvæmt því stofnunarinnar, segir þaö taka sig sem einn sérfræöinga dreyrasýkisrann- sárt aö þurfa aö segja sjúklingum sóknarstöövarinnaríNewcastlesegir. sínum þetta en hjá því veröi ekki Hann hefur rekiö sig á að 76 af 99 komist. Mitterrand horfði á Arianef laug sprengda Á meðan sjálfur Mitterrand Frakk- landsforseti horföi á neyddust tæknimenn Frakka á geimskota- pallinum í Frönsku Gíneu til að sprengja hina nýju Ariane eldflaug í tætlur 10 mínútum eftir aö hún haföi verið send á loft. Fagnaðarlæti á jöröu niöri uröu aö algerri þögn þegar yfirmaöur öryggis flaugarinnar ýtti á sprengjutakkann. Þar með eyöilagði hann eldflaugina sem evrópskir geimvísindamenn hafa bundiö svo miklar vonir viö, og tvo gervihnetti sem ætlaöir voru til fjar- skipta. Tjóniö á fjarskiptahnöttunum nemur um sex milljöröum íslenskra króna. Þetta er í fyrsta skipti sem Ariane- geimskot mistekst. Tæknimenn urðu aö eyöilegg ja flaugina þegar vél þriöja þreps flaugarinnar fór ekki í gang. „Þetta er áfall en ekki neinn heims- endir,” sagöi fulltrúi Arianespace geimstofnunarinnar. Hingaö til hafa hinar 42 metra löngu Ariane eldflaugar komiö 14 gervihnöttum á braut í níu geim- skotum. LizTaylormeð matareitrun Leikkonan Elizabeth Taylor er sögð veik af matareitrun og missti í gær- kvöldi af opinberri verðlaunaveitingu í París þar sem Frakkar ætluðu aö veita henni æðstu viöurkenningu, sem þeir veita listafólki. Fresta veröur því þar tilídag. En i gær var annar Bandaríkjamaö- ur heiðraöur af Frökkum fyrir lista- framlag og var það tónskáldiö Car- mine Coppoia (faöir leikstjórans Francis Ford Coppola). 49fórustíjám- brautarslysinu Komið hefur í ljós aö árekstur járn- brautarlestanna tveggja í Noröur- Portúgal hafði ekki eins hroðalegar afleiöingar og óttast var í fyrstu. Menn kviðu þvi að um 300 kynnu aö hafa farist en við björgunarstarfiö i gær og leit í brakinu kom i ljós, aö 49 manns höfðu farist. Slysiö bar að í miöri kosuingabarátt- unni í Portúgal (vegna 6. október-þing- kosninganna) og hafa flokkamir aflýst í dag í bili öllu skemmtanahaldi i virðingarskyni við hina látnu. Orsök slyssins er talin liggja í mis- tökum stöðvarstjóra sem leyfði tveim lestum (sinni úr hvorri áttinni) að fara inn á sömu teinalögnina. Owen vill samsteypustjómir David Owen, formaður sósíaldemó- krata í Bretlandi, segir að búið sé að breyta tveggja flokka stjóramálakerfi landsins til frambúðar. Héðan í frá verði stóra gömlu fiokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og íhalds- flokkurinn, að sætta sig við samsteypu- stjórnir. Á flokksfundi sósíaldemókrata i vik- unni sagði Owen að það væri ekki rétt að hann hefði fært flokkinn lengra til hægri, en bætti við: „Væntumþykja og fastheldni fara saman.” Lítiðboðiðí ólympíuleikana '88 Suður-Kóreumenn hafa orðið fyrir vonbrigðum með tilboð bandarískra sjónvarpsstöðva um einkaréttinn til sjónvarpsútsendinga frá ólympíuleikunum i Seoul 1988. Hæsta tilboð til þessa er 320 milljónir dollara, en sagt er að Kóreumenn hafi gert sér vonir um ekki minna en 700 milljónir fyrir sjónvarpsréttinn. Suður-Kóreaí bílabransanum Sérfræðingar í bílamálum segja að Suður-Kórea sé hið nýja Japan í bíla- framleiöslu. Nú ætlar Hyundai bif- reiðaframleiðslufyrirtækið aö fara aö flytja vinsælasta bíl sinn, Pony, til Bandaríkjanna. Pony bíllinn er þegar söluhæsti inn- flutti bíllinn á Kanadamarkaði. Bíllinn er pínulítill. Hyundai gerir ráð fyrir aö geta selt 100.000 eintök af honum í Bandaríkjunum undir nafninu Excel. Vinnuafi er ódýrara í Kóreu en jafn- vel í Japan. Ekki er vitað hvernig Bandaríkja- menn munu taka bílnum, nema hvaö honum veröur varla tekiö vel í Washington. Margir féllu í Nicaragua Stjórnarher Nicaragua drap 211 bandarískstudda skæruliöa í ágúst- mánuði, að sögn Nicaraguastjómar. Yfirlýsinga stjómarinnar sagði ekkert um mannfall í liöi stjórnarhersins, en sagöi aö sjö óbreyttir borgarar heföu fallið f yrir höndum skæruliöa. Yfirmenn innan hersins sögöu að skæruliöar heföu ráðist á 19 ríkisbú í Contales héraöi sem hingaö til hefur veriö laust við ofbeldi. Dýr verkfæri Rannsóknarhópur hefur komist aö þeirri niðurstöðu að Pentagon, varnar- málaráðuneyti Bandarikjanna, sói enn . stórum fjárfúlgum í hin einföldustu eða ónauðsynlegustu verkfæri. Það olli miklum umræðum, þegar í ljós kom í fyrra, að Pentagon hafði borgað 7.600 dollara (300.000 kr.) fyrlr kaffikönnu, þó almenningsflugfélög borguðu rétt rúma 2.000 dollara fyrir svipaðan grip. Nú segir rannsóknarhópurinn að Pentagonið hafi blætt 655 dollurum í áklæði á stólarma, en áður hafi flugherinn áætlað að kostnaður við gerð áklæðisins á vellinum myndi vera um 27 dollarar. Klukka, af þeirri gerð sem menn trekkja upp fyrir svefninn, kostaði 20.000 krónur, skrifborðsskúffa kostaði 22.000 krónur, reykingabannsmerki 14.000 krónur og vasaljós rúmar 8.000 krónur. Stríð eða ekki? Fjörutíu áram eftir síðari heims- styrjöld á Grikkland enn tæknilega í stríði við Albaníu. Fyrir tveimur vikum sögðust Grikkir ætla að aflétta stríðsástandinu, en nú bendir allt til að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.