Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 36
FRETT ASKOTIÐ
(68) - (78) - (58)
Sími ritstjórnar: 68 66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985.
Marlboro
ur sögunm
— neita að prenta
viðvaranir
„Marlboro-sígarettur eru úr sög-
unni hér á landi. Frcunleiðendumir
neita að merkja viðvaranir á pakkana
og án þeirra verða sígarettumar ekki
fluttar inn,” sagði Gústaf Níelsson,
skrifstofustjóri hjá ÁTVR, í samtali
viöDV.
Aðrir tóbaksframleiðendur vinna
ötullega að því að prenta nýjar um-
búðir á pakka sína eins og íslensk lög
gera ráð fyrir. Hefur orðið nokkur töf á
afgreiðslu sendinga vegna þessa og
stefnir í skort á ákveönum tegundum á
næstunni. En tóbakið kemur — allt
nema Marlboro. -EIR.
Snældur
hækka vegna
höfunda
Sérstakt gjald hefur verið lagt á
kassettutæki, myndbandstæki og
snældur í kjölfar breytinga á höfunda-
lögum er gerðar voru í fyrra. Tón-
skáld, flytjendur og hljómplötuútgef-
endur njóta góðs af þessu og sér sér-
stök innheimtumiðstöð þessara aöila
um að ná fénu inn.
Kassettutæki hafa þegar hækkaö um
4 prósent í innkaupum og það sama má
segja um myndbandstæki. Þá hafa
verið lagðar 12,60 krónur ofan á inn-
kaupsverð hverrar tónlistarsnældu og
væntanlegt er 40—60 króna aukagjald
á myndbönd.
„Eg geri ráð fyrir að tónskáld, flytj-
endur og aðrir noti þetta fé í menning-
ariegum tilgangi,” sagði Sverrir Garð-
arsson, formaður Félags íslenskra
hljómlistarmanna, í samtali við DV.
„En þetta eru engar óhemju fjárhæð-
ir” -EIR.
Keyrði á kú
Maður á mótorhjóli keyrði á kú rétt
sunnan við bæinn Hrafnagil í Eyja-
firði í gærkvöldi. Slasaöist maðurinn á
fæti og í andliti. Var hann fluttur á
sjúkrahús á Akureyri þar sem gert var
að sárum hans. Kúnni varð að lóga.
Að sögn lögreglunnar var myrkur
og slæmt skyggni þegar slysið varð og
líklegt að maðurinn hafi ekki séð kúna
fyrr en of seint. -EH.
EINANGRUNAR
GLER
666160
LOKI
Gin og tónik takk, og
grasköggla á merinal
Bjoða 5 krona
Samninganefnd Vinnuveitenda-
sambands Islands í bónus-
viðræðunum lagði fram tilboð laust
fyrir klukkan eitt í nótt. Samninga-
fundi varsíðan frestað og nýr fundur
boðaöur klukkan 14 í dag.
1 tilboðinu felst hækkun á bónus-
grunní um rúmar 5 krónur, að tíma-
kaupið, sem bónusinn er grund-
vallaður á, hækki úr 81 krónu upp í
rúmar 86 krónur. Verkamannasam-
segirGuðmundur J.
bandið hefur krafist 30 króna
hækkunar á tímakaupinu til þeirra
sem hafa tveggja ára starfsreynslu,
20 króna hækkunar eftir sex mánaöa
starfsreynslu og 10 króna hækkunar
til þeirra sem hafa minni reynslu,
Samninganefnd Verkamanna-
sambandsins kom saman klukkan 10
í morgun til að ræða um tilboð Vinnu-
veitendasambandsins.
I viðræðunum í gær náöist sam-
komulag um nýtt bónuskerfi, svo-
kallaða fasta nýtingu.
„Þar með er langflóknasta
tæknilega vandamáliö frá og hægt að
snúa sér að miklu einfaldari
málum,” sagðí Guðmundur J.
Guðmundsson, formaöur Verka-
mannasambandsins, i morgun.
Guðmundur sagði að þó að mikl-
um áfanga væri náð væri ekki kom-
inn grundvöllur til samninga. -KMU.
Togari Bæjarútgerðar Reykjavikur, Hjörleifur,
kom með um 130 tonna afla að landi i gaer. Afl-
inn, sem samanstófl aðallega af karfa an einnig
þorski, ýsu og ufsa, var settur i fjórtón frysti-
gáma, hifður um borð í flutningaskipið Helgey
sem sigldi með hann til Bretlands. Mannekla og
bónusverkfall hjá BÚR eru ástæðan.
DV-mynd S.
Hestar komnir á far-
þegalista Flugleiða
Ovenjulegir farþegar fara með
Flugleiðum til Kaupmannahafnar í
kvöld. Eru það sjö íslenskir hestar
sem verið er að selja til Danmerkur.
Flug á borð við þetta verður fastur
þáttur í vetraráætlun Flugleiða í vet-
ur. Á þriðjudögum verða þeir Flug-
leiðamenn með fragtflug til Kaup-
mannahafnar, þar sem viðskiptavin-
um er boðið upp á þessa þjónustu.
Hefur fyrirtækið keypt þar til gerða
gáma undir þessa farþega. Flugið í
kvöld er þó aukaflug, þar sem vetr-
aráætlun tekur ekki gildi fyrr en í
október.
Flugleiðir hafa gert samning viö
danska fyrirtækið Samson Transport
sem sérhæfir sig í dýraflutningum.
Taka menn frá því við hestunum
þegar lent er í Kaupmannahöfn og
koma þeim áleiðis á ákvörðunar-
stað, hvort sem hann er í Danmörku
eða annars staðar. Flugfar fyrir einn
hest til Kaupmannahafnar kostar 19
þúsund krónur.
-KÞ
Kartöflur geta verið með ýmsu móti, eins og
þessi sem kom upp úr kartöflugarði á Eyrar-
bakka. Ungt par iór þangaö á dögunum til að
taka upp kartöflur úr garði ömmu annars
þeirra. Fylglr það sögunni, að þegar þessi
kartafla kom upp hafi hlaupið stemmning í
parið og ku brúðkaup vera á næsta leiti.
DV-mynd KAE.
Kartöflur að
norðan gefnar
á Lækjartorgi
„Traktor kemur inn á Lækjartorg
klukkan 16 í dag með kerru fulla af nýj-
um kartöflum úr Eyjafirði. Fólk fær
plastpoka og má taka sér sjálft,” sagði
Guðmundur Friöriksson, fram-
kvæmdastjóri Landsverslunarinnar,
nýstofnaðs fyrirtækis, sem ætlar að
dreifa norðlenskum vörum á markað
sunnanlands undir heitinu „Að norð-
an”.
Karftöflurnar veröa gefnar í dag en
á morgun byrja Norðlendingar að
dreifa þeim í verslanir á Reykjavíkur-
svæðinu.
„Við stefnum að því að flytja fleiri
vörur að norðan. Hér er til dæmis
framleidd einhver besta skinka á land-
inu,”sagðiGuðmundur. -KMU.
Óðal að hætta?
Hádegisbarnum á Oðali hefur verið
lokað. Samkvæmt heimildum DV er
húsleigusamningur veitingahússins að
renna út en ekki er vitað hvort barinn
verður opnaður að nýju.Einnig er til í
dæminu að veitingahúsinu verði alveg
lokað.
Jón Hjaltason, eigandi Oöals, vildi
lítið tjá sig um þetta mál í samtali við
DV. Hann sagði að ákveðið hefði verið
að loka hádegisbarnum. Meira vildi
hann ekki um máiið segja á þessu stigi.
-EH.
„Ekki hræddir
en spenntir”
— sagði Sigurður
Bjarklind, sem ásamt
fjórum félögum
sínum setti
fallhlífarstökksmet
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Fimm fallhlífarstökksmenn úr Fall-
hlífarklúbbi Akureyrar settu hæðar-
met í gærmorgun þegar þeir stukku úr
21 þúsund feta hæð yfir Eyjafirði.
„Aðalóvinur okkar á leiðinni var
súrefnisskortur og kuldi, enda var 30
stiga frost þarna uppi,” sagði Sigurður
Bjarklind, einn mannanna, í samtali
við DV í morgun. „Við létum okkur
detta í tvær mínútur áður en við
opnuðum fallhlífarnar og fórum þá á
220 kilómetra hraða.”
Fyrra hæðarmet er tæplega 16
þúsund fet en heimsmetið er 106
þúsund fet. Sá sem stökk þar var
Bandaríkjamaður. En voruð þið ekk-
ert hræddir á leiðinni niður?
„Ekki beint hræddir, en ég get ekki
neitað því að við vorum örlitið
spenntir,” sagði Sigurður.
Félagar hans fjórir voru Sigurður
Baldursson, Omar Þór Eðvarðsson,
Gunnar Aspar og Steindór Steindórs-
son. -KÞ.
0
0
\0
k
i
0
é