Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. Spurningin Finnst þór bankarnir almennt vera „með á nótunum"? Kristín Indriðadóttir: Ja, ég held að ég sé bara ekki á sömu nótum og bankarnir. Guðjón Þorvaldsson: Nú er ég ekki með á nótunum. Já, þú meinar það. Já, mér finnst þjónustan þokkaleg. Ég fæ allavega það sem ég þarf. Bjarni Magnússon: Já, of mikiö með á nótunum. Alltof mikið gert fyrir kúnnann. Ofhleðsla í starfseminni. Gunnar Ævarsson: Já, mér finnst bankarnir fylgjast á- gætlega með. Eg er ánægöur en þeir mættu samt gera betur. T.d. breyta afgreiðslutimanum. Opna fyrr og loka seinna. Olöf Þorvaldsdóttir (fyrrum banka- mær): Ég er ekki ánægð með bankakerfið. Það er alltof svifaseint og tregt að koma með nýjungar. Dr. Björn Jóhannsson (vinnur ekki í Iðnaðarbankanum): Mér finnst Iðnaðarbankinn sá eini sem „er með á nótunum”. Því til stuðnings vil ég benda á táningakortiö og kaffið en það er það besta í gjörvöllu banka- kerfinu. Annars er þjónustan víða ágæt en fyrirgreiðslan best hjá banka- stjórum Iðnaðarbankans. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesandi vill afl barnafólkifl greifli fóstrum laun. Látið bamafólkið borga fóstrum laun Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar: Þjóðviljinn og Alþýðublaðið gera mikiö úr þeirri tregðu sem er á því að ráða fólk á gæsluvelli barna. I þessu tilfelli sem öðrum er verið að knýja á um hærri laun og er nokkurs konar annars flokks verkfall. Það má ýmislegt segja um mis- ræmi Iaunagreiðslna, en látið fólkið greiða eigin þjónustu. Hún er hvort sem er lítils metin af þeim sem njóta, alltaf krafist meira. Fyrst foreldrar barna láta vilja sinn í ljós um bætt laun fyrir fólkið sem vinnur á gæsluvöllum borg- arinnar og hafa skorað á borgar- stjórn oftar en einu sinni að hækka laun fóstra, þá hlýtur það, sóma síns vegna, að vera tilbúið að greiöa fóstrum hærri laun. Það er annaö sem aö þessu snýr og það er sá hugsunarháttur, sem er að verða algengari, að láta aðra greiða fyrir sig, í þessu tilfelli borgina eða bæjar- félög. Barnlaust fólk og bæjarfélögin eiga aö borga og hafa allra böm á framfæri sínu. Samt taka hlut- aðeigendur ekkert tillit til þessa í kaupkröfum sínum. Skattar til þess- ara mála ættu að koma til frádráttar á tekjum manna sem ekki eiga börn eða búnir aö koma þeim á legg. Það er oröin mikil tilhneiging að vera á framfæri þess opinbera og meira að segja atvinnurekendur þykjast knúnir til þess. Nei. Hækkið laun fóstranna og látið barnafólkið borga. Það myndi samsvara barnabótunum sem það fær frá almenningi. BRYNDIS STÓD SIG VEL Gunnlaugur Valdimarsson hringdi: Ég hlustaði á þáttinn Um daginn og veginn á mánudagskvöldiö. Bryndís Schram talaði og fannst mér erindi hennar afar gott. Bæði merkilegt og vel flutt. Mættu menn taka hana og skoðanir hennar til fyrirmyndar. m-----------------► Hlustanda fannst Bryndis Schram standa sig vel i þættinum Um dag- inn og veginn. HVERJIR SVÍKJA? Úlfar Sigurðsson á Eskifirði hringdi: Einhver sem ekki þorir að tjá sig undir fullu nafni en kallar sig B.Þ.B. segir að bílstjórar á Eskifirði hafi eng- in vinnukonulaun og lætur aö því liggja að þeir svíki undan skatti. Eitt vil ég segja þér, B.Þ.B. Þeir sem senda skeyti sín úr launsátri eru tæp- lega svara verðir. Ég hélt að það væri aðeins einn maöur sem neytti hvorki svefns né matar á meðan hann lærði skattskrána utan að. Og bara til aö svekkja sig á gjöldum annarra. Núna sé ég að þeir eru tveir. Nema hann og þú séuð sami maðurinn og læt ég mér það í léttu rúmi liggja en kveð þig með þessum orðum: Þótt okkar gjöld þér ekki líki þú ýmsa telur svikaríka. Þeir sem halda að sumir svíki svindla oft og stela líka. Happdrættin: Bflar sem gangaút 0843—0144 skrifar: Samtök um byggingu tónlistarhúss hafa hleypt af stokkunum mikilli aug- lýsingaherferð í kringum happdrætti sitt en dregið veröur þann 12. október. Mikil áhersla er lögð á fjölda vinn- inga en þeir eru 20 Hondubílar, hver að verðmæti 412.950 kr. eða samanlagt 8.259 þús. Otgefnir miöar eru 197.000. Nú myndi grandalaus ætla að þetta væri allnokkuð, 20 ánægðir miðaeig- endur myndu eignast 20 gljáfægða vagna þann 12. október. Þannig er það bara ekki. Um daginn var á lesendasíðu DV rætt við mann hjá Toyotaumboðinu og var eftir honum haft að þeir hjá um- boöinu létu fjölmörgum happdrættum bíla í té. Væri hending ef þriðjungur þeirra lenti hjá ánægðum miðakaup- endum. Happdrættið fengi venjulega tvo þriðju vinninga. I mesta lagi gengi helmingur vinninganna út en þaö væri sérstakt. Þessi væri raunin í happdrættum þar sem dregið væri úr öllum miöum en ekki bara seldum. I Landshappdrætti Samtaka um byggingu tónlistarhúss er dregið úr öllum miðum en þrátt fyrir annars ítarlegar upplýsingar á miðun- um kemur það hvergi fram. Af hverju ekki? Svarið er það að sé allt með eölileg- um hætti þá ganga aðeins 6 bílar út og í mesta lagi 10. Happdrættið fær hina. Mig langaði bara að vekja athylgi á þessu. Hringið kl. 13—15 eða SKRIFIÐ MYND MEÐ STUÐMÖNNUM í SJÓNVARPIÐ? Stuðmannaaðdáendur skrifa: Við erum hérna tvær sem dáum Stuðmenn mjög og vorum í Atlavík ’85. Okkur hefur verið sagt að það eigi að sýna þátt með Stuðmönnum í sjón- varpinu sem tekinn var upp í Atlavík. Okkur langar gasalega að vita hvort þetta er satt. Vonandi getur einhver frætt okkur um þaö. Ekki á vegum sjónvarpsins. Hinrik Bjarnason hjá sjónvarpinu tjáði okkur að þeir hefðu ekki myndað Stuðmenn í Atlavík en hann hefði frétt að einhverjir aörir heföu gert það. Þær myndir hefðu ekki verið boðnar sjón- varpinu svo hann vissi til. Hljómsveitin Stuðmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.