Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 28
40 DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. í gærkvöldi________ í gærkvöldi OFSÓKN Ég kveikti á útvarpinu snemma í gærkvöldi, eða um klukkan 19, hlust- aði á fréttir og veður sem eru að venju um þetta leyti, svo um 19.45 var bein útsending frá Hlíðarenda, Valur gegn KR, keppt var um Islandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu svo mikið var um að vera á Valsvellinum í gær. Urslit urðu þau að Valsarar urðu Islandsmeistarar þetta árið og óska ég þeim til ham- ingju með titilinn. Leikritið „Móðir mín, hetjan” eftir George Tabori, sem hófst klukk- an 20, var mjög gott, f jallaði það um atburði á tímum gyðingaofsókna nasista í Ungverjalandi og ku vera sönn saga. Leikritið lýsir því er móðir Taboris er handtekin, send til Auschwitz og hvernig hún bjargar sér úr klóm varðanna. Leikritið fannst mér bæði mjög vel leikið og voru þar við leik margir góðir leik- endur. Þegar leikritið var búið skipti ég yfir á rás 2. Þátturinn Gestagangur,, umsjónarmaður þáttarins Ragn- heiöur Davíðsdóttir, var þá meira en hálfnaður, svo lítið hlustaði ég á hann þó meira hefði viljað. Gestur þáttarins var Steingrímur Sigurðs- son listamaöur sem haföi alveg örugglega frá mörgu að segja. Rökkurtónar voru svo um klukkan 22 , dægurlagaþáttur Svavars Gests, en á hann hlustaöi ég með öðru eyra, þar sem þessi músík höfðar lítið til mín. Hún er kannski meira fyrir mína foreldra sem lifa fyrir þess háttar músík, og lét ég þá um aö hlusta á þann þáttinn. Semsagt, mér fannst útvarpið alveg ágætt í gær- kvöldi. Ágústa Richardsdóttir. Andlát Magnús Einarsson lést 4. september sl. Hann fæddist í Reykjavík 25. desember 1912, sonur hjónanna Mar- grétar Magnúsdóttur og Sigurbjöms Einarssonar. Magnús kvæntist Dag- björtu Einarsdóttur og eignuðust þau sjö börn. Magnús og Dagbjört slitu samvistum árið 1972 en hún lést 1977. Síðustu tuttugu árin starfaði Magnús í vélsmiðjunni Héðni og síðar Garða- héðni. 'Otför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 15. Þórður Hermannsson skipstjórí lést 8. september sl. Hann fæddist í ögri við Isafjarðardjúp 19. apríl 1924. Foreldr- ar hans voru Hermann Hermannsson og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir. Þórður lauk meira fiskimannsprófi frá Stýrimannaskólanum 1948. Eftir þaö var hann stýrimaður í nokkur ár. Hann tók við skipstjóm á b/v Þorsteini Ingólfssyni árið 1953 og var með hann til 1959. Áríö 1963 stofnaöi hann hluta- félagiö ögra og keypti samnefnt skip og var útgerðarmaður þess og skip- stjóri til 1969 að hann seldi skipið. Árið 1969 stofnaði hann með bræðrum sínum og félögum úr útgerðarfélögun- um ögra og Vigra, Otgerðarfélagið ögurvik hf. Eftirlifandi eiginkona hans er Vigdís Birgisdóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur böm. Otför Þórðar veröur gerð frá Háteigskirkju í dag kl. 13.30. Dagbjört Einarsdóttir, Hafnarfirði, andaðist 1. september sl. Otförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Petria Georgsdóttir, Lyngbrekku 15 Kópavogi, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 11. september. Dóra Sigurðsson prófessor lést í Gentofte Amtsygehus 10. september. Valberg Sigurmundsson, Hraunbæ 44, lést i Landspítalanum 11. september. Lára Pálsdóttir frá Tungu, Fáskrúðs- firði, Eskihlíð 29, lést miðvikudaginn 11. september á Elliheimilinu Grund. Tilkynningar Róttarferð Félagsstarf aldraðra í Kópavogi efnir til hópferðar í Skeiðaréttir föstudaginn 20. september nk. Farið verður frá Fannborg kl. 8. Þátttaka tilkynnist í síma 43400 eða 41570 sem fyrst. Aðaifundur blakdeildar Víkings verður haldinn sunnudaginn 15. september kl. 15 í félagsheimilinu aö Hæöargaröi. Kisulóra Félagið Kisulóra vill áminna kattaeigendur um að hleypa dýrum sínum ekki út ómerkt- um, en með nafni eiganda, heimilisfangi og síma. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Opnunartími safnsins er á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 13.30— 16. Aðaifundur TK Aðalfundur TK verður haldinn miðvikudag- inn 25. september 1985 klukkan 20.00 í Kópa- vogsskóla. A dagskrá eru venjuleg aðal- f undarstörf samkvæmt lögum félagsins. Breyttur æfingatimi Æfingar verða framvegis á miðvikudags- kvöldum kl. 20.00 og verður fyrsta æfingin 11. september (5 min. mót). Ákveðið hefur verið að skipta þeim þannig niður: 15 mín. mót fyrsta miövikudag hvers mánaðar. 5 mín. mót annan miðvikudag hvers mánaðar. 10 min. mót þriðja miðvikudag hvers mánaðar. 7 mín. mót fjórða miðvikudag hvers mánaðar. Framleiðslustjóri í kjötiðnaðarstöð Kristján Guðmundur Kristjánsson hefur verið ráðinn í starf framleiðslustjóra í Kjöt- iðnaðarstöð Búvörudeildar Sambandsins að Kirkjusandi. Kristján er fæddur 11. desember 1946, útskrifaöist sem kjötiönaöarmaöur 1968, en fór síðan til framhaldsnáms í Slagteriskolen í Hróarskeldu, þaðan sem hann útskrifaðist sem matvælafræðingur árið 1974. Þá Kom hann til starfa í Kjötiðnaðar- stöðinni og vann þar til 1977, en síðan hefur hann verið framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu Búrfell hf. Kristján er kvæntur Guðrúnu Kristinsdótturogeigaþautvosyní. Hljómleikar og dansleikir með Mannakorn Það er þó nokkuð langt um liðið siðan Manna- korn hafa komið fram opinberlega. Fáar hljómsveitir hafa þó átt eins mörg vinsæl lög, sem best sést á vinsældum nýju plötunnar þeirra i Ljúfum leik. Mannakom munu halda hljómleika og dansleiki á eftirtöldum stöðum: Röst, Hellissandi, föstudaginn 13. septem- ber. Félagsheimilinu Hnífsdal, laugardaginn 14. september. Hollywood, sunnudaginn 15. september. Broadway, fimmtudaginn 19. september. Sjallanum, Akureyri, föstudaginn 20. septem- ber. Felagsheimilinu Húsavík, laugardaginn 21. september. Sjallanum, Akureyri, sunnudaginn 22. september. Stapa, Keflavík, f östudaginn 27. september. Hótel Borgarnesi 28. september. Mannakora skipa: Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Guðmundur Benedikts- son, Jens Hansson, Oskar. Um helgina veröa Mannakorn með hljómleika og leika fyrir dansi í Röst á Hellissandi föstudaginn 13. september. Hljómleikarnir hefjast kl. 21.00 en dansleikur hefst kl. 23.00. A laugardeginum verða þeir í Félags- heimilinu Hnífsdal en þar verða hljómleikar kl. 21.00 og dansleikur kl. 23.00. Mannakom verða svo í Hollywood á sunnu- dagskvöldinu, 15. september. Söng- og skemmtifélagið Samstilling byrjar vetrarstarf sitt næstkomandi mánudag 16. sept. Samstilling hefur það markmið að fólk komi saman til að syngja og skemmta sér á frjálsan hátt. Enginn er bundinn af starfi félagsins og getur hver og einn mætt þegar best hentar. Féiagið byggist upp á virkni þátttakenda, og þá fyrst og fremst í sjálfu söngstarfinu. Sönglög og tertar hafa hingað til flestir verið úr söngbók Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Stefnt er að enn meiri fjölbreytni í tertavali, og eru meðlimir söngfélagsins hvattir til að koma með nýja terta og hug- myndir í þeim efnum. Þorvaldur öm Ámason vísnasöngvari leiðir sönginn á söngfundum félagsins. Auk söngstarfsins eru haldin sér- stök skemmtikvöld þar sem ýmsir góðir gestir koma i heimsókn. Allir eru velkomnir að gerast þátttakendur í starfi söng- og skemmtifélagsins Samstillingar, sem kemur saman öll mánudagskvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 105 efstu hæð. Tímabundin breyting á leiðum 2, 3, 4, 5 og 15 Vegna framkvæmda við Laugaveg neðan- verðan (milU Klapparstígs og Skóla- vörðustígs) hafa strætisvagnar á ofan- greindum leiðum orðið að leggja lykkju á leið sina um Klapparstíg og Skólavörðustíg á leið að Lækjartorgi. Upp á síðkasUð hefur komið í ljós, að miklar seinkanir verða á ferðum vagnanna vegna umferðaröngþveitis á þessum götum og hefur þvi verið ákveðið að láta vagna á ofangreindum leiðum aka um Snorrabraut og Skúlagötu í stað Laugavegs á tímanum kl. 13—19, mánúdaga—föstudaga, þar tU Lauga- vegurmn opnast á ný, væntanlega í síðari hluta október. SVR þykir leitt að valda farþegum óþægindum með þessari timabundnu neyðar- ráðstöfun, sem tók gUdi fimmtudaginn 12. þ.m. Fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki Sunnudaginn 15. september kl. 15.00 mun Hreinn Pálsson, M.A., flytja fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki sem nefnist: Heimspeki með bömum. Almenn kynning, námse&iislýsing og rannsóknir. Hreinn lauk B.A. prófi í heimspeki og sögu við Háskóla Islands, en hefur síðan dvalið viö framhaldsnám í Bandaríkjunum, þar sem hann vinnur nú að doktorsverkefni við Michigan State University. Efni fyrirlesturs- ins, sem er í tengslum við doktorsverkefnið, ætti að vekja áhuga kennara og foreldra, sem er í mun aö börn i grunnskólum landsins eflist í rökvísri hugsun. Fyrirlesturinn verður fluttur í Lögbergi, stofu 101, og er öllum heimill aðgangur. Dýr í óskilum á Dýraspítalanum Á Dýraspítalanum era eftirtalin dýr í óskUum: Hvítur hvolpur með svart á höfði og skotti, fannst á Hverfisgötu. 3 kettir, allir ungir, og grábröndótt læða, fannst við Dvergabakka. ÞAKKARÁVARP Þökkum innilega sýnda samúö og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, VILHELMÍNU TÖMASDÓTTUR FRÁ VESTMANNAEYJUM. Eyjaholti 10, Garfll. Sérstakar þakkir til slysavarnadeildar kvenna fyrir þeirra aðstoð. Hrönn Edvinsdóttir Jón Gunnar Torfason Kristinn Edvinsson Edvin Kristínsson Björgvin Jónsson Edvin Jónsson. Menning Menning Menning STORHATIÐARTONLEIKAR BvOondir: WiolrHamhg Orsted Peuraon, Tote Montaiu, Olo Kock Honaen, POtur östkox), Ette Cameron, Stúraveit Kápavogs. Á tíu ára afmæli sínu gengst Jazzvakning fyrir mikilli hátíð. Hún hefur fengið hingað tíu erlenda gesti, auk tveggja íslenskra djassleikara sem starfa erlendis, og fram á helgina dunar djassinn í öllu sínu veldi á þrennum tónleikum og að minnsta kosti jafnmörgum djass- klúbb-kvöldum. Á opnunartónleikum" hátíðarinnar léku Niels-Henning örsted Pedersen og Tete Montoliu tvíleik fyrir hlé. En áður en hinir eiginlegu tónleikar hófust fengu gestir að heyra hvernig ala á upp stórsveitarmenn framtíðarinnar. Frammi í anddyrinu lék einmitt Stórsveit Kópavogs en í henni er bassa- og víbrafónleikarinn góð- kunni að meitla til kjarnablásara í komandi stórsveitir. Glatt var hamrað Það var sem sé vel upphitaö áheyr- endaliö sem settist til að hlýða á þá stórsnillinganna, Niels-Henning og Tete. Það mátti skynja sveifluna í salnum næstum áður en kapparnir settust undir hljóðfæri og þessir tveir öðlingar endurguldu aðdáun áheyrenda sinna með enn mergjaðri sveiflu en nokkur bjóst við og höfðu þó flestir víst gert sér háar vonir fyrirfram. Þegar þessi katalónski snillingur, Montoliu, fer höndum um hljómborðið er því líkast að eld- smiður standi við steöjann og hamri járnið svo að glymur í. En þeir sem hafa gægst inn í gætt smiðju vita að frá aflirmm stafar hlýju og að víst geta tónarnir líka verið gæddir mýkt þegar járnið er hamrað. Og þar sem piltar á borð við Niels-Henning sjá um að kynda undir geta smiðir leyft sér að hamra glatt. Eyjólfur Melsted Fyrirmyndar kvartett Áfram hélt djassvinur okkar Niels-Henning örsted Petersen, Ole Kock Hansen, Pótur östlund og Ette Cameron mynduðu frábæran djasskvartett. gjör, en án þess þó aö sjáifstæði og svipmót hvers einstaklings þurfi í nokkru að skeröast eða breytast. Þegar slíkur úrvalshópur er í stuði fer hann létt með að lyfta þakinu af húsi eins og Háskólabíói. Raunar er það spurning hvort afstaða ráða- manna þar á bæ verður ekki til að flýta fyrir byggingu alvöru tónleika- húss þar sem ekki verði staðið með klukkuna og rekið út á slaginu eins og mun hafa verið gert þegar selt var inn á danspallana i gamla daga, ákveðinn tíma í senn. Einnig skulum við vona að í nýjuhúsiþurfi ekki að beita jafn snjöllum brögðum og tæknistjómendur á þessum stórhá- tíðartónleikum beittu til að láta svo líta út sem tónar snillinganna nytu sín og hljómuöu tU fulls. En hvað leggja menn líka ekki á sig fyrir „soundið” þegar sniUingar eiga í hlut? EM Niels-Henning að kynda undir að af- loknu hléi og nú í félagsskap Ole Kock Hansen, Péturs östlund og Ettu Cameron. Eins og efnisskráin leit út voru þetta einsöngstónleikar Ettu Cameron með tríóundirleik. En þannig var það nú aldeiUs ekki. Þetta voru djasskvertetttónleikar kvartetts sem skipaður var píanói, bassa, slagverki og rödd. Þegar mál skipast svo, þá kemst djassgrúppan, „comboið”, hvaö næst því að verða fyrirmyndar kammermúsíkhópur — samhæfing meölimanna nærri því al-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.