Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINNR.EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14, SÍMI 686411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot/ mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., Áskriftarverö á mánuöi 400 kr. Verö í lausasölu virka daga 40 kr. Helgarblað 45 kr. Varaö við skattahækkun Ástæða er til að vara við hækkun skatta, sem nú er rædd í stjórnarflokkunum. Fjárhagsvandi ríkissjóðs er mikill. Unnið er að gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Menn greinir á um, hve mikill hallinn verði. En ekki verður annað séð af því, sem fram hefur komið, en að tveggja og hálfs milljarðs halli blasi við á næsta ári. Til viðbótar er rætt um niðurskurð fyrir yfir tvo milljarða á því ári. Þarna er kominn fjögurra og hálfs milljarðs fjárhagsvandi. Við bætist, að hallinn á yfirstandandi ári verður víst ekki undir tveimur milljörð- um. „Gatið” er því sex og hálfur milljarður. Töluverð f járhæð, ekki satt? Aðrir ráðherrar eru sem sé ekki búnir að samþykkja niðurskurð útgjalda sinna ráðuneyta um tvo milljarða eins og fjármálaráðherra vill. Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og samgönguráðherra, er ekki reiðubúinn að láta milljarð af hendi af óskalista sínum. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra mun ekki heldur hafa samþykkt niðurskurð Alberts Guðmundsson- ar f jármálaráðherra. Eftir stendur slagur milli ráðherr- anna. Málin eru nú komin í þingflokkana, og voru rædd í þingflokki sjálfstæðismanna í gær og verða rædd í þing- flokki Framsóknar í dag. Tíminn er naumur til að ganga frá f járlögum næsta árs og „fylla í gatið”. Stjórnarþingmennirnir eru ekki sælir af sínu verkefni þessa og næstu daga. Það væri rétt stefna að loka gatinu en reka ríkissjóð ekki með halla. Halli á ríkisrekstrinum er mikið böl á þenslu- og verðbólgutím- um. Hann eykur verðbólguvandann og bitnar einkum á sjávarútvegi, sem rekinn er með halla. Fiskvinnslan mun þurfa meiri gengislækkun en ella. Þá er einnig rétt að ganga ekki lengra í erlendum lántökum. Fyrir liggur þingsályktun um að stefna aö lækkun tekjuskatts um sex hundruð milljónir á næsta ári. Þetta hefur verið yfirlýst stefna stjórnarliða, knúin fram af sjálfstæðismönnum. Tekjuskatturinn er ranglátastur skatta. Við lækkun hans verður ríkisstjórnin að standa. í þessari stöðu ríkissjóðs má fallast á, að önnur skatt- lagning komi á móti lækkun tekjuskattsins. Öbeinir skatt- ar, svo sem söluskattur, eru heppilegri skattlagning. Fólk er þá skattlagt eftir eyðslu sinni. Framsókn vill hækka eignarskatta. Minna má á, að síð- astliðið ár voru eignarskattar hækkaðir með sérstökum eignarskattsauka. Ríkisstjórnin hafði lækkað eignar- skatta, þegar hún kom til valda. Nú hafa þeir aftur verið hækkaðir í það, sem áður var. Eignarskatturinn er orðinn það hár, að rangt væri að hækka hann frekar. Eftir stendur þá einkum að afnema eða minnka þær undanþágur, sem nú gilda um söluskattinn. Verði sölu- skattur lagður á matvörur, gæfi það milli tveggja og tveggja og hálfs milljarðs tekjur í ríkissjóð. Rætt er um að lækka hina almennu söluskattsprósentu jafnframt því, sem undanþágur frá skattinum yrðu afnumdar. En sölu- skattshækkun er viðsjárverð nú. Hún hækkar að sjálf- sögðu matvöruverð, leggst þungt á þá, sem minnst mega sín og eykur verðbólgu. Hún mundi gera næstu kjarasamninga hálfu erfiðari. Því ber að leggja áherzluna á niðurskurð ríkisútgjalda. Við höfum orðið fyrir áföllum, en ríkið „spilar” áfram eins og ekkert hafi gerzt. Ríkissjóður verður að þola nið- urskurð í samræmi við það, sem aðrir þola. Haukur Helgason. Aulaháttur Alþingis Ríkisforsjáin á miklu sterkari málsvara á Alþingi en flesta grunaði. Það sannaðist eftir- minnilega í bjórmálinu á Alþingi sl. vor. Aöalvígi kerfishyggjunnar er auðvitað Framsóknarflokkurinn enda þótt fáeinir frammámenn hans (þ.á m. forsætisráðherra) séu í rauninni frjálslyndir og því af allt öðru sauöahúsi. Hitt meginvirkið er svo Alþýðubandalagið — sem er furðulegt þegar hafður er í huga hinn lági meðalaldur þingmanna þess en skiljanlegt þegar horft er á uppruna flokksins. I bjórmálinu fóru leikar svo að þessum tveim flokkum tókst að drepa málinu á dreif með aðstoð þingmanna annarra flokka (einkum Kvennalistans). Frjálslyndir kjósendur, sem eru fylgjandi bjórmálinu, ættu aö láta sér þessa niðurstöðu aö kenningu verða og þverneita að styðja þá flokka framvegis sem berjast gegn þessu máli. Hverjir stóðu gegn? Þeir sem mest höfðu sig frammi í andstöðunni gegn bjórnum eru taldir upp hér á síðunni. Það vekur athygli að einn sjálfstæðismaöur er í þessum hópi en enginn frá Bandalagi jafnaðarmanna eða Alþýðuflokki. Hörðustu andstæð- ingar bjórsins Sjálfstæðisflokkur (D) Þorvaldur Garðar Krístjánsson Kvcnnalisti (V) Kristin Ástgeirsdóttir Alþýðubandalag (G) Helgi Seljan SvavarGestsson GeirGunnarsson Guðmundur J. Guðmundsson Ragnar Arnalds Framsóknarflokkur (B) Jón Helgason ÓlafurÞ. Þórðarson Stefán Valgeirsson. Eins og kunnugt er slapp frum- varpið í gegnum neöri deild þingsins, en í efri deild tókst nokkrum al- þingismönnum að drepa frumvarpiö með tillögum um þjóðaratkvæði. Hugmyndafræðingurinn á bak við þessa breytingu var Ragnar Arnalds og á hann því mestan fieiður af því að hafa komið bjórfrumvarpinu fyrir kattarnef. Eftir að tillagan um þjóðarat- kvæði hafði verið samþykkt í efri deild var orðið ljóst að máliö mundi ekki ná fram að ganga fyrir þinglok. Hverjir stóðu með? Þeir sem stóðu með frumvarpinu voru a.m.k. 10 sjálfstæðismenn, 3 þingmenn Bandalags jafnaðar- manna, 3 alþýðuflokksmenn, 1 fram- sóknarmaður (forsætisráöherra) og 2 þingmenn Alþýðubandalagsins. Þeir sem styðja bjórinn ættu að leggja nöfn þessara manna á minnið til þess að þeir fái framvegis þann stuðning við þessa viðleitni sem þeir verðskulda. Þeir sem studdu bjórinn Sjálfstæðisflokkur (D) Friðrik Sóphusson Eilert B. Schram Björn Dagbjartsson Þorsteinn Pálsson Birgir Isleifur Gunnarsson Eyjólfur Konráð Jónsson GunnarG. Schram ÓlafurG. Einarsson PéturSigurðsson Valdimar Indriðason Alþýðuflokkur (A) Jón Baldvin Hannibalsson (fyrsti flutningsmaður bjórf rumvarpsins) Jóhanna Sigurðardóttir Karvel Pálmason Bandalag jafnaðarmanna (C) Guðmundur Einarsson Kristín Kvaran Stefán Benediktsson Alþýöubandalag (G) Guðrún Helgadóttir Hjörleifur Guttormsson Framsóknarflokkur (B) Steingrímur Hermannsson Prófsteinn á frjálslyndi Afstaðan til bjórsins er sennilega einhver besti prófsteinn á frjálslyndi sem hugsast getur vegna þess hve þeir hagsmunir sem tengjast bjórn- um eru yfirleitt veikir. Að vísu hafa áfengisvarnaráðs- menn, Olafur Þ. Þórðarson og fleiri tönnlast á einhverjum ímynduðum hagsmunatengslum, en það er eins og annað úr þeim herbúðunum. Staðreyndin er sú — vegna þess hve samkeppnin á þessum markaöi mun verða mikil — að enginn veit fyrirfram hverjir það munu helst veröa sem hagnast á breytingunni. Flokkapólitík Undirritaður hefur aldrei áður viljað viðurkenna að þaö væri JÖN ÖTTAR RAGNARSSON DÓSENT___ FRJÁLSLYNDI í FRAMKVÆMD samband á miili frjálslyndis og stjórnmálaflokka. Bjórmálið er hins vegar á góðri leið með að breyta þeirri afstöðu. Þetta mál afhjúpar á eftir- minnilegan hátt þá staðreynd aö skotgrafir ríkisforsjárinnar á Islandi eru fyrst og fremst tveir kerfisflokkar þótt hún eigi sér áhang- endur í öllum flokkum. Auðvitað eru ávallt einhverjir sem ekki vilja bjór vegna þess að þeir vilja afneita öllu áfengi eöa hafa orðið fyrir biturri persónulegri reynslu með einhverjum hætti. En þessi afsökun er ekki gild vegna þess að aliir sem hafa hugsað eitthvað af alvöru um bjórmálið vita að bjórinn mun — ef eitthvað er — bæta ástandið hjá þorra þjóðarinnar. Lokaorð Bjórmáliö hefur orðið þinginu gífurlegur álitshnekkir, þaö ber öllum saman um. Stofnun sem getur ekki einu sinni komið sér saman um að afgreiöa jafneinfalt mál (eða þá ákveðið að vísa því til þjóðarinnar) á ekkert gott skilið. Þessi afgreiðsla sannar einfald- lega hvað þingið er í litlum tengslum við fólkiö í landinu og að leita verður allra ráða til að stokka þar upp. Þaö fyrsta sem gera verður er aö skapa beinni persónuleg tengsl milli kjósenda og frambjóöenda með því aötaka upp einmenningskjördæmi. Ljóst er að allt of margir skjóta sér bak við flokka sína í málum sem þessum í því skyni að losna við að taka persónulega afstööu til mikilvægra mála. Og þótt bjórmálið kunni að virðast léttvægt er það engu að síður — eins og áður sagði — kannski besti mæli- kvarðinn á raunverulegt frjálslyndi. Því sá sem ekki getur einu sinni unnt Islendingum þess að drekka bjór er ekki líklegur til aö sýna mikið frjálslyndi þegar stærri og merkilegri mál eru til af greiðslu. Jón Óttar Ragnarsson. Fyrst hlógu allir að Hafnfirðingum fyrir samnefnda brandara. Núna hlæja allir að Hafnfirðingum fyrir það að í þessum þriðja stærsta kaupstað landsins er ekki hægt að kaupa dropa af áfengi. Ástand áfengismála í Hafnarfirði er dæmigert fyrir það hversu langt bind- indispostular geta dregið fólk á asna- eyrunum. Þar er ekki áfengisútsala, og þar er ekkert vínveitingahús, og þannig hefur það verið lengi. Hinir vænstu menn hafa valist til for- ystu bæjarmála í Hafnarfirði undan- fama áratugi. En ótrúlega margir þeirra voru og eru ekki aðeins bindind- ismenn, heldur einnig bindindispostul- ar, sem þýðir að auk þess að smakka ekki áfengi sjálfir þá vilja þeir einnig meina öðrum það. Og þessir vænu menn hafa komið í veg fyrir að áfengisútsala verði opnuð í Hafnarfirði. Þeir hafa ekki viljað hlusta á tillögur um að leyfa bæjarbú- um að greiða atkvæði um það mál. Um hríð sættu bindindispostulamir sig reyndar við það að í Hafnarfirði starf- aði vínveitingahús. En þegar veitinga- manninum varð á smáyfirsjón þá ÓLAFUR HAUKSSON RITSTJÓRI sættu postulamir lagi og lokuðu fyrir vínflauminn. Og þar með misstu Hafn- firðingar síðasta barinn úr bænum. Hættur vínleysisins Þurr og fagur Hafnarfjörður er ef- laust draumsýn bindindispostulanna. En hætturnar liggja í leyni, þrátt fyrir þurrkinn á yfirborðinu. Og óþægindin fyrir bæjarbúa eru ótalmörg. Hafnfiröingar sem ætla sér að kaupa áfengi, hvað sem tautar og raular, verða að sækja það til Reykjavíkur. Þaö er löng leið og í þetta fer tími og bensín. Kaupmenn í Hafnarfirði tapa þó sýnu mest á Reykjavíkurferðunum í ríkið, því Hafnfirðingar komnir til höf- uðstaðarins gera gjarna innkaup sin þar, úr því þeir eru á annaö borð komn- ir af stað. Þetta sáu Selfyssingar til dæmis og fengu áfengisútsölu aðallega á þeim forsendum að þannig héldist verslun í bænum. * Dýrar skemmtireisur Og vei þeim Hafnfirðingi sem lætur sér detta í hug að fara út að „skemmta” sér á vínveitingáhúsi, auðvitað í Reykjavík. Ef hann er efn- aður maöur þá skilur hann bílinn eftir heima og ferðast til skemmtistaðarins og heim aftur með leigubíl. Þetta ein- falda feröalag kostar hann 700 til 1000 krónur, eftir því hvar hann býr í Hafn- arfirði og hvert hann fer til að skemmta sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.