Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 1
Ráöuneytíd segir að- eins vanta200millj. — en fjáríög ekki íhöfn þ ví enn er ósamið um niðurskurð í ráðuneytum Samkvæmt áætlun fjármálaráðu- neytisins um fjárlög næsta árs vant- ar nú aðeins 200 mUljónir til að unnt sé að koma á móts viö 32 milljarða áætluð útgjöld næsta árs. Þessi áætl- un gerir ráð fyrir niðurskurði og nýj- um tekjum ríkisins, sem enn er ósamkomulag um innan ríkisstjóm- arinnar. I dag mun þingflokkur Framsóknarflokksins fjalla um fjár- lög næsta árs. Seinna í dag kemur ríkisstjómin saman og reynir að samstilla viðhorf sín. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tók ekki afstöðu til fjárlaganna i gær á þingflokks- fundi, samkvæmt tillögu formanns- ins og vill bíða eftir því að ráðherr- arnir komi sér saman um endanleg drögaðfjárlögum. Margt er óljóst í sambandi viö f jár- iagagerðina enda verjast stjómarlið- ar frétta af gangi mála. Samkvæmt heimildum DV er ljóst að ekki verður gripið til þess að leggja söluskatt á matvörur. Hins vegar veröa nú af- numdar ýmsar undanþágur frá sölu- skatti á öðrum vörum og þjónustu. Þá er einnig gert ráð fyrir því að vörugjald hækki. Afnám undanþága frá söluskatti aflar um 600 milljóna kr. tekna á næsta ári. En fjárlögin eru ekki í höfn því eft- ir á að semja um niðurskurö í ráðu- neytunum. Matthías Bjarnason sætt- ir sig ekki viö að vegamál verði skert á næsta ári og má búast við storma- sömum ríkisstjómarfundi í dag. APH VALSMENN MEISTARAR knattspyrnu 1985 Knattspyrnufélagið Valur varð í gærkvöldi Islandsmeistari í knatt- spyrnu 1985. Valur sigraði KR í gær- kvöldi með einu marki gegn engu og var það Guðmundur Þorbjömsson sem skoraði sigurmarkiö þegar ein minúta vartilleikhlés. Valsmenn unnu Islandsmeistaratitil- inn í 18. skipti í gærkvöldi en fyrst varð félagið íslandsmeistari árið 1930. Mik- ill fögnuður ríkti á félagssvæði Vals- manna að Hlíðarenda í gærkvöldi og var greinilegt að nokkur ár höfðu liðið án þess að Valsmenn yrðu meistarar. Frásögn af leiknum og viðtöl eru á blaðsíðum 18 og 31. -SK. Ær ásamt tveimur iömbum bjargaðist úr sjálfheldu i gœr- morgun, skammt austan við Gunnarshóima, i nágrenni Sel- fjalls. Að sögn lögreglunnar i Kópavogi var það af tilviljun að sást til kindanna þar sem þsar voru ofan i gjótu sem ekki sást frá veginum. Gjótan er mannhsaðardjúp og komust þasr ekki upp af eigin ramm- leik. Að sögn virtust kindurnar hafa verið þarna niðri í töluverðan tima. Ærin var all- hungruð en lömbin ekki eins enda hafa þau fongiö mjólk úr mömmu sinni. -EH. DV-mynd S Grimur Sæmundsen, fyrirliði Vals, hampar íslandsmeistara- bikárnum eftir sigurinn gegn KR í gærkvöldi. DV-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.