Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Side 2
Heimsmeistaraeinvígið í Moskvu: KARPOV SÆKIR í SIG VEBRK) —á betri stöðu í 4. skákinni, sem f ór í bið f gær DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. Það jafnast ekkert á við djass! — Niels-Henning, Etta Cameron, Pétur Östlund, Ole Kock og Mezzoforte á fullu um helgina Anatoly Karpov er meö betri stööu í 4. einvígisskákinni sem fór í biö í gær eftir fjörutíu leiki. Hvor hefur drottningu, hrók, biskup og fimm peö en kóngsstaöa Kasparovs er opin og hann getur ekki nema beðið þess sem verða vill. „Möguleikarnir liggja allir Karpovs megin,” sagði stór- meistarinn David Bronstein, en flest- ir telja þó aö skákinni ætti aö ljúka með jafntefli ef Kasparov vandar vömina í dag. Þeir tefldu drottningarbragö og aftur náöi Kasparov aö koma heims- meistaranum á óvart. Kom með óvæntan og nýjan riddaraleik strax í 8, leik í þessari margþvældu byrjun. Karpov hugsaöi um svarleik sinn í 20 mínútur og tókst að stýra fram hjá öllum flækjum af stakri fimi. Staöan sem upp kom var Karpov mjög aö skapi, hann var með ívið betri mögu- leika og gat teflt áfram án minnstu áhættu. Gegn óaðfinnanlegri tafl- mennsku hans í slíkum stöðum geta örlitil mistök kostaö andstæðinginn skákina. Svo viröist sem Kasparov eigi fleiri stuöningsmenn á áhorfenda- pöllunum í Moskvu. Er hann gekk í salinn við upphaf skákarinnar í gær ætlaöi lófatakinu aldrei aö linna en Karpov mátti sætta sig viö mun minni fangaðarlæti. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Ec3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 h6 6. Bxf 6 Bxf 6 7. e3 Drottningarbragðiö má tefla á ýmsa vegu. 13. skákinni lék Kaspar- ov 7. Db3 og 7. Dd2 sást tvívegis bregöa fyrir í fyrra einvígi. 7. _0_0 8. Dc2Ra6!? Þaö tók Kasparov 5 mínútur aö safna kjarki áður en hann skellti riddaranum fram. Hann undirbýr aö sækja aö miðborðinu meö framrás c- peðsins, sem getur í mörgum tilfellum kostað peö. Riddaraleikur- inn er nýr af nálinni. I 27. skákinni í fyrra einvígi lék Kasparov 8. —c58. dxc5 dxc4! ? en Karpov tókst aö nýta sér smávægilega yfirburði til sigurs. 9. Hdl Enn hafa þeir ekki hrókaö langt í þessu einvígi. Kom hér til greina en hefur áhættu í för með sér. 9. —c510. dxc5 Sennilega hefur Kasparov hugsaö sér að svara 10. cxd5 með 10. — Da5!? og ef 11. dxe6 Bxefi 12. d5 Rb4 Jón L. Ámason meö miklum flækjum. Næstu leikir- voru leiknir mjög hratt. 10. —Da511. cxd5 Rxc512. Dd2! Einkennandi fyrir Karpov. Nú er riddarinn ekki lengur leppur og hvítur nær örlitlum stööuyfirburö- um. Slæmt er 12. dxe6 Bxe6 og svart- ur vinnur a.m.k. peðiö aftur. 12. —Hd8 13. Rd4! exd5 14. Be2 Db6 15. 0—0 Re4 16. Dc2 Rxc3 17. Dxc3 Be6 Eftir þennan leik stóö Kasparov upp og virtist öruggur með sjálfan sig. Engum dylst þó aö hann á örlítið lakari stöðu. E.t.v. var 17. — Bf5! ? virkari möguleiki. 18. Dc2 Hac8 19. Dbl Hc7 20. Hd2 Hdc8 21. Rxe6 fxe6 22. Bg4 Og nú leit Karpov ísköldu augna- ráöi á mótherjann og sýndist ánægö- ur. Hann á nú betri peðastöðu (tvær peöaeyjur gegn þremur) og svarta kóngsstaðan er opin. Mislitir biskup- ar eru þeim í hag sem hefur frum- kvæöið. Þetta er staöa sem hann get- ur teflt áfram án þess aö vera í minnstu taphættu. Aætlun hans felst í því að sækja eftir skálinunni bl— h7, með drottninguna á undan biskupnum (eins og Kasparov í 3. skákinni) en fyrst þarf hann að koma drottningunni úr boröinu. 22. —Hc4 23. b3 Dc6 24. Dd3 Kh8 25. Hfdla5 26.b3Hc327.De2 Engan tilgang hefur 27. Dg6 vegna 27. —De8. 27. —Hf8 28. Bh5 b5 29. Bg6! Bd8 30. Bd3 b4 31. Dg4 De8 32. e4 Bg5 33. Hc2 Hxc2 34. Bxc2 Dc6 35. De2 Dc5 36. Hfl Dc3 37. exd5 exd5 38. Bbl Dd2 39. De5 Hd8 40. Df5 Kg8 Biöskák — hvítur (Karpov) lék biöleik. Þaö tók tæpa 20 leiki að koma drottningunni og biskunum á skálín- una en þá er aðeins hálfur sigur unn- inn. Vinningsmöguleikarnir hvíts megin en líklegustu úrslitin jafntefli. JLA. Niels-Henning örsted Pedersen, Ole Kock Hansen og Pétur östlund verða aöaltromp Jazzvakningar á afmælis- djasshátiöinni. Þeir félagarnir munu troöa upp í Háskólabíói í kvöld klukkan 19 og mun 680 króna veröa brafist fyrir inngöngu. Ole Kock Hansen hefur útsett f jögur íslensk þjóðlög, Sumri hallar, Veröld fláa, Kindur jarma í kofunum og Ég hlæ aö öllum háska, fyrir djasstríó, skipaö ofantöldum þremenningum, og strengjakvartett. Hann skipa Þórhall- ur Birgisson, Guörún Siguröardóttir, Kathleen Bearden og Guðmundur Kristinsson. Auk þessa útsetti Ole Kock Vikivaka Jóns Múla Ámasonar. Trio Niels- Hennings, eins og bandiö heitir opin- berlega, mun aö auki leika lög af vænt- anlegri hljómplötu The Eternal Tra- veller og er ekki laust við aö þar sé aö finna einhver dönsk þjóðlög. En tónleikar NHÖP tríósins í Há- skólabíói eru öldungis ekki allt og sumt. Mezzoforte kemur mjög viö sögu af- mælishátíöarinnar enda steig hljóm- sveitin sín fyrstu skref undir verndar- væng Jazzvakningar. Tónleikar veröa með sveitinni kl. 2 á laugardag í Háskólabíói. Fær hún tvo blásara til liðs við sig, Danann Niels Winther á trompet og Dale Barlow á saxófón. Þess má geta aö Jazzvakning reyndi að fá Tom Scott og Michael Brecker til aö troöa upp með sér en tókst ekki. Gammarnir — íslensk bræðslu- hljómsveit, Kvartett Kristjáns Magn- ússonar, Jón Páll Bjamason og Etta Cameron eru meðal þeirra sem halda uppi merki sveiflunnar á Hótel Loft- leiöum föstudags- og laugardagskvöld á sérstökum Djassklúbbi Jazzvakning- ar. Emphasis on jazz er framlag Svía til hátíöarinnar, en í þeirri hljómsveit leikur þó landi vor, meistaratrymbill- inn Pétur östlund. Sveitin leikur í Átt- hagasal Hótel Sögu laugardags- og sunnudagskvöld. Fyrra kvöldið munu Ofétin troöa upp á undan Emphasis, en þau eru Tómas Einarsson, Rúnar Georgsson, Friðrik Karlsson, Gunn- laugur Briem og Eyþór Gunnarsson. Þrír þeir siöasttöldu eru meðlimir Mezzoforte. Á sunnudagskvöld leika í Atthaga- salnum fjölmargir góöir listamenn, Tríó Guömundar Ingólfssonar og Djassmiðlar. Síöarnefndu sveitina skipa Ámi Scheving á víbrafón og Jón Páll Bjarnason sem kemur sérstak- lega frá L.A. til aö fara fimum höndum um slaggígju sína. Á sömu tónleikum kemur fram Létt- sveit útvarpsins. Hún mun leika frum- samið verk eftir Stefán Stefánsson, en Ole Kock Hansen hafði hönd í bagga meö æfingum á því. Þess má geta aö í tilefni d jasshátíö- arinnar og 10 ára afmælis Jazzvakn- ingar hefur veriö gefin út plata með Ofétunum. Sem sagt, þaö er nóg aö gerast í djassinum um helgina og það er eins gott því eins og skáldiö sagöi: Þaö jafnastekkertáviðdjass! ás Niels-Henning og Tete Montoliu í góflri sveiflu á djasshátið i gœrkveldi. DV-mynd GVA. Fjórða ljóöakvöldið var þaö fjölmennasta til þessa. Skyldi þaö virkilega geta veriö aö Dallas hafi haldið einhverjum burtu í fyrra- kvöld? Eg stórefa það. En nú komu skáldkonur, enn fleiri en ég saknaði í fyrrakvöld, og er þaö vel, vandséð hverjum fjarvera þeirra yröi til góðs, en auðséð hvern svona hunsun skaðarmest. Fyrstur las Finninn Peter Sande- lin (f. 1930) nokkur ljóö á sænsku. Hann sagöi aö ljóð sin skiptust í tvennt, annars vegar opin dulræn ljóö, en hins vegar hefðbundin ljóö, slík læsi hann hér. Mér sýndust þetta vera nokkuð dæmigerð „opin ljóð”. Þaö er hljótt um þann sem í þeim tal- ar, hann situr einn í ljósaskiptunum og kallar nafn hennar, eöa þau tvö anda hvert öðru aö sér, loks sér hann i náttúrunni þá eyðingu sem ógnar honum sjálfum. Orðfæri allt er jafn- einfalt og atburöarás og persónur, næsta tómlagt fyrir minn smekk. Saminn Brítta Marakatt (f. 1951) var kannski á svipaðri bylgjulengd, en meira lif í þessu. Hún lýsir náttúru Samalands, í hægum hreyfingum, talandinn einn, fólk er farið, eftir liggja ýmsir gripir, kuln- aður eldur. Britta flutti vel ljóöin, sum á móðurmáli sínu, sem hljómar yndislega, og lét skyggja salinn fyrir síðasta ljóðiö sem hún söng fagur- lega, joik. Miili þessara skálda flutti Einar Már Guðmundsson nokkur kvæði, flest löng. Þau féllu í góöan jarðveg, Norræna Ijóðlistarhátíðin — Fjórða kvöld ÚT OG SUÐUR enda yfirleitt fyndin. Einar vakti mikla athygli þegar hann kom fyrst fram meö tvær bækur samtímis, 1980, eina góða og aöra vonda. Nú flutti hann endurskoöaöa síbylju úr hinni síöarnefndu, en þar hendir hann á lofti ýmis fyrirbæri úr sam- tímanum, rokk og fleira. Þessi tískufyrirbæri ná bara ekki saman í gómsætan rétt. Einar er miklu betri þegar hann lítur glaöur um öxl, inní sjálfan sig ef svo mætti segja, rifjar upp bernskuminningar með glettnis- legu orðalagi fulloröins manns, nær góöum tökum á hinu dæmigeröa. Erik Skyum Nielsen las þrjár þýðingar sínar danskar á ljóöum Einars, en það var of stutt til aö njóta sin. Þá komu sænskar þýöingar á íslenskumljóöum; ArianeWahlgren. Fyrst „Landet” eftir Jón Oskar. Mér heyrist þýöandinn hafa náö hljóm- fallinu sem skiptir meginmáli hjá Jóni, en lesarinn spillti því með alltof hægum áherslulestrí. Dymbilvaka Hannesar Sigfússonar virtist mér heldur hafa sett ofan; t.d. var: „Þeir gengu burt af reiði rauöir á hár” þýtt: „De gick bort af vreda röda Bókmenntir Örn Ólafsson över hela háret”. En um þetta veröa Svíar aö dæma. Englendingurinn David Gascoyne (f. 1916) var þekktasta skáld kvöldsins — á alþjóðlegan mæli- kvarða, ég held að hann sé lítt þekktur hér á landi. Hann gaf út fyrstu ljóöabók sína sextán ára gamall, gekk í hóp súrrealista í París nokkru síðar, barðist á Spáni. Hann hefur verið aö síöan, nú í vor voru ljóð hans kennaraprófsverkefni í öllum frönskum háskólum. Gascoyne las fremur hratt og ekki dramatískt. Hann las tólf ljóð, og ýmis hreint ekki auðskilin svona á flugi. Annars lagði hann sig eftir f jöl- breytni. Fyrst voru tvö súrrealísk kvæöi frá fjóröa áratugnum, annaö nýfundið í handriti, hafði aldrei birst. Þaö var kaldhæðið eins og ýmis fleiri kvæði, og fengu prédikar- ar á baukinn sem jesúsa barnalega. önnur skopstæling í hefðbundnu formi ensku lýsti grimmum föður, sem kúgar kynhvötina úr börnum sínum, útmálun í ætt viö Freud. Einnig var kabarettgrín, rímbull, líka beiskjuljóö um hafið, sem mann- kyniö velkist við, rusl í f jöruborðinu. Auöheyrt var að hér talaði skáld sem á til máttug tök. En samt fannst mér skáldið ekki nógu sanngjarnt viö sjálft sig, og bendi lesendum á sextíu bls. úrval ljóða hans í Penguin Modern Poets, nr. 17. Það er allt annaö og meira en heyröisí til hans í gærkveldi, nefnilega magnaöur, óhugnanlegur skáldskapur. Síöastur las Þorsteinn frá Hamri úr síðustu bók sinni Ný Ijóð. I iúní reyndi ég aö gera grein fyrir hrifningu minni á henni hér í DV, hefi engu viö aö bæta, enda kæmist þaö ekki fyrir. Peter Sandeiin hóf lesturinn á Ijóöalistarhátiðinni í gœrkveldi. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.