Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985.
13
HVERJIR
BERA
KOSTN-
AÐINN?
Fimmtudaginn 6. þ.m. birtist grein í
DV frá Visa-notanda þar sem hann
furðar sig á afstöðu kaupmanna til
notkunar svokallaðra greiðslukorta.
Ljóst er af lestri greinarinnar að Visa-
notandinn hefur ekki kynnt sér báðar
hliðar þessa máls og fellir því dóm í
skjóli nafnleyndar. Þrátt fyrir nafn-
leynd er mér ánægja að upplýsa hann.
1 upphafi vil ég vísa á bug dylgjum í
garð islenskra kaupmanna varöandi
myntbreytinguna og lýsi því sem fram
kemur í grein hans sem staðlausum
stöfum.
Kostnaðurinn fer
út í verðlagið
En víkjum nú að því sem Visa-
notandinn fullyrðir um greiðslukort.
Hann telur að það sé mikill hagur fyrir
neytendur að geta greitt varning með
greiðslukortum og furðar sig á þvi að
kaupmenn skulu ekki allir vera jafn-
ánægöir með slík viðskipti. Ljóst er
hins vegar að skoðanir kaupmanna eru
misjafnar eins og oft er í stórum hópi,
en ég fullyrði að þeir hafa flestir
áhyggjur af þeim kostnaði sem er
samfara notkun greiðslukorta.
Það sem mótað hefur afstöðu
kaupmanna, og þá sér í lagi matvöru-
kaupmanna, í þessu máli er fyrst og
fremst spurning um vöruverð. Kaup-
menn telja að sá kostnaður sem verður
vegna notkunar greiðslukorta leiöi
óhjákvæmilega til hærra vöruverðs
þegar til lengri tíma er litið.
Kaupmaður sem lánar vörur sínar
gegn greiðslukorti þarf að greiða
kostnað sem er i fyrsta lagi þóknun til
kortafyrirtækja og öðru lagi kostnað
sem er samfara því að binda veltufé
um langan tíma. Ef kaupmaður þarf
aö taka lán til þess að mæta þessari
fjárbindingu er kostnaðurinn orðinn
tvöfaldur. Fjárbindingin orsakar það
að kaupmaðurinn hefur ekki tækifæri
til þess að staðgreiða vörur frá heild-
verslun eða iðnfyrirtækjum og fá því
lægra vöruverð.
Álögur á þá sem
ekki nota kort
I mikilli verðsamkeppni undanfarna
mánuöi er talið að meðalálagning í
matvöruverslun hafi lækkað og hefur
^ „Matvörukaupmenn hafa varað
við því að almenn notkun greiðslu-
korta leiði til hækkaðs vöruverðs og
telja að það þurfi að gera ráðstafanir
til þess að þeir einir greiði kostnað,
sem af kortaviðskiptum leiðir, sem
notakortin.”
„í raun 09 veru er nú verifl afl mismuna neytendum, sá sem greiðir vörurnar með peningum, hann fœr
síflri kjör en sá sem fœr vörurnar lánaðar í allt að 5 vikur i 30% verflbólgu."
því þessum kostnaði ekki verið velt út í
verðlagið. Matvörukaupmenn hafa
varað við því að almenn notkun
greiðslukorta leiði til hækkaös
vöruverðs og telja að það þurfi að gera
ráðstafanir til þess að þeir einir sem
nota kortin greiði kostnaö sem af
kortaviðskiptum leiðir.
I raun og veru er nú verið að
mismuna neytendum; sá sem greiðir
vörumar með peningum, hann fær
síðri kjör en sá sem fær vörurnar
lánaöar í allt að 5 vikur í 30%
verðbólgu.
Um fullyrðingar Visa-notandans um
að kaupmenn ætli að taka upp nýja
hætti í viðskiptum og bjóða þeim sem
greiða með peningum afslátt hefur
engin ákvörðun verið tekin í
samtökum þeirra.
Hvað varðar það álit Visa-neytand-
ans um að 3% staðgreiðsluafsláttur
freisti ekki neytenda almennt, þá held
ég samt að verðmætamat almennings
sé sem betur fer þannig að margur
telji slíkt búbót.
Af grein Visa-notandans má hins
vegar ráða að þar sem hann telur að
hægt sé að gefa 20% afslátt til þeirra
viðskiptavina sem greiða vörur með
Kjallarinn
MAGNÚS E.
FINNSSON
FRAMKVÆMDASTJ.
KAUPMANNASAMTAKANNA
peningum í stað greiðslukorta sé
kostnaður kaupmanna vegna greiðslu-
kortanna 20%, sem er alveg fráleitt. I
þessu sambandi má geta þess að
meðalálagning matvöruverslana er á
bilinu 15—18%, svo dæmi sé nefnt, svo
allir geta séð að slíkt er ekki fram-
kvæmanlegt.
Innheimta söluskatts
I grein sinni vekur Visa-neytandinn
máls á þvi hagsmunamáli kaupmanna
að fá innheimtulaun fyrir söluskatt. Eg
er honum sammála og ég er viss um að
almenningur telur slíkt sanngimismál
þó að pólitískir ráðamenn komi í veg
fyrir að slíkar hugmyndir nái fram að
ganga.
Kaupmenn innheimta stóran hluta af
tekjum ríkissjóðs sem er söluskattur
án þess að fá nokkra þóknun fyrir.
Ýmsir opinberir embættismenn fá í
þess stað sérstaka greiöslu fyrir það að
taka við söluskattinum úr hendi kaup-
manna. Ég efast um þaö að önnur eins
þegnskylduvinna sé lögð á nokkra aðra
stétt í landinu.
Að lokum vil ég upplýsa Visa-neyt-
andann um að jafnvel af þeirri þóknun
sem kaupmenn greiða kortafyrir-
tækjum, en hún er á bilinu frá 1—3%,
þurfa kaupmenn að greiða söluskatt og
er því þóknunin 25% hærri.
Magnús E. Finnsson.
AumkKja Hafnfirdingamir
Hafnfirðingur með meðaltekjur eða
lágar tekjur freistast kannski til að
fara akandi til skemmtistaðarins og
heim aftur til að vikulaunin fari ekki
öll í súginn þetta eina kvöld. Það kost-
ar nefnilega líka að komast inn á
skemmtistaði og drekka þar áfengi.
Auðvitað á Hafnfirðingurinn ekki að
keyra fullur. En hann freistast til þess
af efnahagsástæðum. Og allt er það
bindindispostulunum í heimabænum
að kenna. Aumingjans Hafnfirðingur-
inn, sem síðan lendir í því óláni að
drepa sig eða aðra vegna þess að hann
ók fullur í sparnaðarskyni, getur ekki
annað en óskað sér að það hefði verið
skemmtistaður nær heimilinu. Þá
hefði hann getað gengið eða tekið leigu-
bíl fyrir lítinn pening.
Áfengisbölið fært til
Hafnfirsku bindindispostularnir
0 „Hafnfirsku bindindispostularnir
setja kíkinn fyrir blinda augað
þegar þeir halda að þeir geti stökkt
áfengisbölinu á flótta.”
setja kikinn fyrir blinda augað þegar
þeir halda að þeir geti stökkt áfengis-
bölinu á flótta. Þeim skjátlast. Þeir
færa áfengisbölið aðeins til og frekar
auka á það en hitt. Og þeir horfa al-
gjörlega framhjá því að stór hluti fólks
neytir áfengis af mestu hófsemi, sér og
öðrum til gleði og upplyftingar. Góður
matur og gott vín fer saman, og það er
til nokkuð sem heitir áfengismenning.
Furðulegast er kannski hvað Hafn-
firðingar hafa tekið þessu ástandi með
miklu langlundargeði. En þeir eru svo
sem vanir háðungum.
Ólafur Hauksson
*
„Hafnfirðingar, sem aatla sór afl
kaupa ófangi, hvafi sam tautar
og raular, verfia afl sœkja þafl til
Reykjavikur."