Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 32
> 44 DV. FOSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Lífið er regnhlífarigning í Bergen og Loðmundarfirði . >r>. rjs. ■ .. Nokkrir dropar úr lofti aftra ekki heimamönnum frá tjáskiptum dagsins. Þær voru greinilega ekkert á hraðferð og féllu inn i götumyndina eins og stöðvunarmerki eða Ijósker á götuhorninu. Jafnvel þeir síðhærðu og frjálslyndu þurfa þarna á regnhlíf að halda til varnar vætunni Regnhlífar eru engin ný uppgötvun og því var óspart gripiö til þeirra á dögunum þeg- ar leiöin lá á vestur- strönd Noregs og austurströnd íslands. Bergen hefur löngum veriö þekkt sem regn- hlífaborgin og þar voru þær alls staðar á lofti hvert sem litið var á strætum borg- arinnar. Það stirndi á vætuna á steyptum stéttunum og húsin glömpuöu glaðlega í bleytunni. Laufin á trjánum voru mörg ekkert augnayndi og bleytan felldi mörg til jarðar. í Loðmundarfirðin- um á sama tíma voru líka regnhlífar á lofti — eða öllu heldur sól- hlífar sem sæma besta bjartsýnisfólki. Verið er að gera kvik- myndina Eins og skepnan deyr og þar létu menn sér fátt fyrir brjósti brenna. Stór hópur undir stjórn Hilmars Oddssonar vann ótrauður að fæð- ingu nýrrar íslenskrar kvikmyndar og vafa- samt að nokkur á staðnum hafi tekið eft- ir því að dropaði úr lofti. Veður og vindar eru engar nýjar hindramr. í forgrunni Ólafur Rögn- valdsson nemi i kvikmyndagerð. Texti ogmyndir: Borghildur Anna Allt á sinum stað, stöðvunarmerki, glampandi gatan og vegfarandi með innkaupapoka i annarri hendi og regnhlif í hinni. Flestar regnhlifar á staðnum voru einlitar og fremur hlutlausar en þessi kaus að flagga einni í hressandi sumarmynstri og litum. mfáMs&t&v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.