Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Svæðisstjórn Reykjanessvæðis málefna fatlaðra óskar eftir skrifstofuhúsnæði til leigu undir starfsemi sína. Óskað er eftir húsnæði 130—150 m2 að stærð. Æskileg staðsetning er miðbær Kópavogs, Garðabæjar eða mið- bær Hafnarfjarðar. Nauðsynlegt er að húsnæðið henti vel fyrir notkun hjóla- stóla og aðgengi sé gott eða þurfi lítilla breytinga við. Tilboð sem tilgreini herbergjafjölda, leigutíma og leigu- kjör sendist Svæðisstjórn Reykjanessvæðis, Lyngási 11, 210 Garðabæ, fyrir 23. sept. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Svæðis- stjórnar á skrifstofutíma í síma 651056. SVÆÐISSTJÖRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESSVÆÐI Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Teigaseli 1, þingi. eign Sveinbjörns Kristins- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans og Péturs Guðmundarsonar hdl. á eigninni sjálfri mánu- daginn 16. september 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Kötlufelli 3, þingl. eign Péturs Hallgrímssonar, fer fram eftir kröfu Veö- deildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 16. september 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á hluta I Þórufelli 20, þingl. eign Haralds Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns A. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánu- daginn 16. september 1985 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta I Þórufelli 16, þingl. eign Sesselju Svavarsdótt- ur, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Gunnars Guömundssonar hdl., Helga V. Jónssonar hrl., Arnar Höskuldssonar hdl., Sigurmars K. Albertssonar hdl., Sigríðar Thorlacius hdl., Sveins H. Valdimarssonar hrl., Ólafs Axelssonar hrl. og Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 16. september 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavlk. Nauðungaruppboð annaö og síðasta I hluta I Þórufelli 10, þingl. eign Guðrúnar Bjarnadótt- ur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Útvegsbanka Is- lands á eigninni sjálfri mánudaginn 16. september 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Þórufelli 10, þingl. eign Ragnhildar Eiösdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 16. september 1985 kl. 14.15. Borgarfógetaembættiö I Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Rjúpufelli 42, þingl. eign Ágústs Agústsson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eignlnni sjálfri mánudaginn 16. september 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð annaö og síöasta á hluta í Rjúpufelli 35, þingl. eign Magnúsar Agnars- sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka ísfands, Búnaðarbanka Islands, Ólafs Gústafssonar hdl., Árna Vilhjálmssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 16. september 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Menning Menning Menning Erró í hópi fagurra stúlkna.. DV-mynd VHV. „Ætiudu að skera myndina og sprengja” — Erró í viðtali um dáðar myndir og umdeildar Erró er mættur með myndir sínar til sýningar í Norræna húsinu. Sýn- ingin hefst á morgun kl. 15.00. Erró heldur innreiö sína í húsiö í þann mund sem skáldahópurinn fríöi heldur þaöan. Þaö er því skammt stórra högga á milli í listalífinu. Aö þessu sinni sýnir Erró þrjár syrpur. Þær eru Stúlkumar frá Marokkó, úr Þúsund og annarri nóttinni og loks myndir af mandarín- um byggðar á ljósmyndum frá Kína. Myndir úr síöastnefndu syrpunni hafa ekki verið sýndar áöur opin- berlega. Erró sagðist líta á „mandarína- syrpuna sem framhald af Maosyrp- unni, þótt hún heföi eiginlega átt aö koma á undan. Ég fann mikiö af kín- verskum myndum frá árunum um! 1880 á safni í Englandi. Þetta eru myndir af mandarínum og f jölskyld- um þeirra. Flestar voru myndimar ósköp lélegar en ég gat notað um 20 þeirra til að vinna úr.” Syrpan með myndunum sem Erró kallar úr Þúsund og annarri nóttinni er einnig framhald eldri syrpu sem kennd er viö Þúsund og eina nótt. Myndefnið hefur færst nær nútíman- um en ævintýrablærinn er samur viö sig. „Nú vantar mig einhvern til aö skrifa um Þúsund og aöra nóttina, hliðstætt verk og gömlu sögumar. Þaöþarf mjög færan mann til aö gera þetta. Eg ætti eiginlega að fara að leita fyrir mér og prófa álitlega rit- höfunda,” segir Erró og hlær við. Syrpan um Stúlkurnar frá Marokkó er byggö á póstkortum sem listamaðurinn fékk á flóamarkaðn- um í París. Póstkortin sendu fransk- ir hermenn í Afríku heim á þeim ár- um þegar Frakkar voru þar nokkurs ráðandi. Kortin eru prýdd myndum af stúlkum sem hafa orðið Erró til- efni þessarar myndraðar. „Núna hef ég lokiö öllum syrpun- um sem ég hef unnið að undanfarið,” segir Erró. „Það þýðir þó ekki að ég sé hættur á þeirri braut. Eg hef nógan efnivið til aö vinna úr til alda- mótaenþaðerbetraaðveljavel.” 1 Það er heldur ekki að heyra annað' en að nóg sé af verkefnum framund- an. Hann á enn eftir að vinna í eitt ár fyrir Renault bílaverksmiöjurnar frönsku. Undanfarin ár hefur Erró unniö að stóru verkefni fyrir þær og hefur þegar skilað af sér 8 myndum sem samið var um að hann geröi. Þá er sýning í Frakklandi á dag- skránni um mitt næsta sumar. Aö auki tekur Erró einnig þátt í Feneyja-biennalnum fyrir Islands hönd á næsta ári. „Eg á enn eftir að vinna verk fyrir þá sýningu en það tekst,” segir Erró íbygginn. Fyrr á þessu ári komst Erró í heimspressuna vegna ásakana val- inkunnra gyöinga um hatur á kyn- stofni þeirra. Erró er mikið niðri fýrir þegar rætt er um þetta mál sem spratt út af mynd um blóðbaðið í Beirút eftir innrás Israelsmanna. „Ég frétti um óánægju gyðinganna viku eftir að hún kom fram. Þá átti að skera myndina í sundur og sprengja hana og ég veit ekki hvað,” segir Erró. „Þeir litu ekki á næstu mynd við hliðina. Hún var um arabana. En þetta gleymist mjög fljótt, trúlega miklu fyrr en atburð- irnir sem sagt er frá í myndinni. Mér var í raun og veru algerlega sama nema hvað ég var sá seinasti til að frétta af þessu. Eg tók myndina strax niður og setti aðra í staðinn. Það var aldrei neinn efi í minum huga hvað ég ætti að gera.” Nú hafa margar mynda þinna aug- ljóslega pólitiskt inntak. „Já, ég hef lengi notaö atburði líð- andi stundar í myndir mínar. En ég vinn ekki á móti einhverju eða ein- hverjum heldur segi ég frá því sem gerist. I myndina umdeildu frá Beirút notaði ég skopwnynd úr spönsku blaði. I Frakklandi, þar sem ég bý, er útlendingum bannaö að koma nálægt pólitík. Þetta var ákveðið með lögum fyrir árið 1970 þegar ólgan var hvað mest í Frakklandi. Fyrir mig sem útlending er eiginlega betra að hafa þetta svona því annars væri alltaf verið að draga mann inn í allskonar samtök. Eg hef alltaf fengiö að segja það sem mér sýnist í Frakklandi. Auövitaö hefði mátt nota máliö með myndina frá Beirút til að vekja meira uppnám ef ég hefði þrjóskast við að taka myndina niður. Eg hafði aftur á móti vit á aö gera það,” sagöi Erró að lokum. Sýning Erró hefst sem fyrr segir kl. 15.00 á morgun og stendur til 29. þessa mánaðar. GK. EINLEIKUR GUNNARS KVARAN Gunnar Kvaran sellóleikari. Gunnar Kvaran verður einleikari á fyrstu kirkjutónleikum Tónlistar- félagsins. Á tónleikunum sem haldnir verða í Bústaðakirkju þann 15. sept. kl. 20.30 leikur Gunnar þrjár einleiks- svítur fyrir selló eftir J.S.Bach. Gunnar Kvaran er fæddur í Reykja- vík og hóf tónlistarnám hjá dr. Heinz Edelstein. Síðan stundaði hann nám hjá Einari Vigfússyni við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Frá 1964—1971 var Gunnar nemandi Erlings Blöndals Bengtssonar við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Gunnar var aðstoðarkennari hans frá 1968—1974. Gunnar Kvaran hlaut tónlistar- verðlaun Gades 1969. Framhaldsnám stundaði hann hjá professor Reine Flachot í Basel og París. Gunnar hefur haldiö tónleika í Frakklandi, Þýska- landi, Hollandi og á öllum Norðurlönd- unum. Hann kennir nú við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Tónleikar þessir eru hinir fyrstu af þrennum kirkjutónleikum sem Tónlist- arfélagið stendur fyrir í tilefni af ári tónlistarinnar og 300 ára afmæli Bach og Handel. Hægt er að kaupa áskrift að þessum tónleikum, en einnig er hægt að kaupa miða á hverja tónleika fyrir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.