Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Page 10
10 DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Þórir Guðmundsson Birmingham-óeirðirnar: UPPREISNIN í FÁTÆKRAHVERFINU „Spennan milli hvítra manna og Asíubúa hefur verið aö aukast undanfarið. Asískir innflytjendur hafa flutt inn í hverfi hvítra og smám saman lagt þau undir sig,” segir fréttaritari DV í Birmingham, Ingunn Olafsdóttir, sem hefur búiö í borginni undanfarið ár. Oeirðirnar í Birmingham eru endurtekning á óeirðum sem þar blossuðu upp fyrir fjórum árum. Þá fóru unglingar, svartir, hvítir og asískir, með eldi, bareflum og grjóti um borgina í tvær vikur. Lítið hefur breyst síðan. Fréttaskýrendum ber saman um aö Birmingham hafi verið talin fyrir- mynd hvað varðaði sambúð inn- fæddra og innflytjenda. „Fólki kemur almennt mjög vel saman,” segir Ingunn. „En það skapst spenna þegar Asíubúar flytja inn í hverfi hvítra. Þá fer þjónusta í þeim hverfum öll að miðast við ven j- ur Asíubúanna, fasteignaverð lækk- ar oghvítirflýja.” Flestir atvinnulausir Oeirðarseggirnir eru af öllum kyn- þáttum. Þeir eru flestir atvinnulaus- ir. I Bretlandi er sjöundi hver maður atvinnulaus. Sú tala nær einungis yfir þá sem eru að leita sér aö at- vinnu en finna ekki. I Handsworth — úthverfinu í Birmingham, þar sem óeirðimar uröu, er atvinnuleysið 55 til 60 prósent. Táningur sem útskrif- ast úr skóla hefur enga raunhæfa von um að fá vinnu. David Owen, formaöur sósíal- demókrata, talaði fyrir munn allra stjómarandstöðuleiðtoga þegar hann sagði: „Stjórnin vill ekki gera sér grein fyrir hinum hörmulegu af- leiðingum þessa langvarandi mikla atvinnuleysis.” Fyrrum lögreglustjóri Hands- worth-hverfis er sammála: „Ungum blökkumönnum finnst þeir vera algerlega einangraöir.Þeir eru at- vinnulausir. Þeim finnst þjóöfélagið hafa hafnaösér.” Stofnar samfélaginu í hættu Háttsettur dómari, Lord Scarman, rannsakaði óeirðirnar 1981. Hann sendi frá sér röð tillagna til að hindra „eitur” kynþáttamismunar sem stofnaði bresku samfélagi í hættu. Hann lagði fram ýmsar tillögur til að að bæta kost hinna tveggja milljóna Breta sem eru annaðhvort svartir á hörund eða brúnir. Þeir eru um fjögur prósent þjóðarinnar. En leiötogar blökkumanna segja að lítið hafi verið gert. Thatcher- stjórnin ákvað að fara með óeirðirn- ar 1981 sem glæpavandamál, en ekki þjóðfélagsvandamál. Þær væru alls ótengdar atvinnuleysi eöa kynþátta- vanda. Núna hefur hún sagt um þessar síöustu óeirðir að þær séu „óttaleg- ar” og hefur krafist þess að borgar- leiötogar fordæmi þá sem hlut áttu aö máli. Ekki kynþáttaóeirðir Allir hóparnir, sem aðild eiga að óeirðunum, taka skýrt fram að ekki hafi verið um kynþáttaóeirðir að ræða. Hvítir, svartir og Asíubúar tóku allir þátt í óeirðunum og börðust saman gegn lögreglu. tbúar í Handsworth, sem er í um hálftíma keyrslu frá borgarkjarna Birmingham, segja aö lögreglan angri stöðugt íbúa þarna. Fyrir tveimur mánuðum gerðu hundruö lögreglumanna árás á kaffihús og bar þar sem þá grunaði að eiturlyf ja- sala færi fram. „Það var lögreglan sem var á bak við óeirðirnar,” sagði ungur blökku- maður í Handsworth. „Það var lög- reglan. Það er alltaf lögreglan. Hún er alltaf aö áreita okkur. ” Annar blökkumaður sagði: „Lögreglan fer með okkur eins og dýr. Lögreglumennirnir eru kyn- þáttahatarar, hreint og klárt.” „Hátíð lögleysis" Lögregluforingi svæðisins sagði að óeirðarseggir hefðu „skemmt sér helvíti vel”. Hægrisinnaðir stuðn- ingsmenn Thatchers forsætisráð- herra lögöu aö henni að fara ekki með óeirðimar sem einhverja hjálparbeiðni. „Rósturnar hafa ekkert að gera með atvinnuleysi,” sagöi einn þeirra. „Þetta er hátíð lögleysis og stjómleysis.” Árið 1980 hóf lögreglan að reyna að koma til móts viö íbúa hverfisins. Lögreglumenn hættu að keyra um í bílum sínum, heldur gengu um götur hverfisins. Þeir hjálpuðu unglingum viö aö reka alls kyns klúbba og þeir hjálpuöu gömlum konum með inn- kaupatöskur yfir götumar. Eftir að Handsworth hafði komið lítillega viA sögu í óeiröunum árið 1981 jók lögregla þessar aðgerðir um allan helming. Hrörnunarsjúkleiki En Birmingham, þessi næst- stærsta borg Bretlands, varð fyrir þeim hrörnunarsjúkleika sem hefur sótt á borgir Bretlands, og Hands- worth hverfið líka. Með hrörnuninni kom ofbeldi — bæði á milli verka- manna og yfirvalda, og á milli at- vinnulausra unglinga og stjórnarinn- ar. Oeiröarlögreglan varð daglegt myndefni á sjónvarpsskjám lands- manna. Imynd hins vingjarnlega óvopnaöa lögreglumanns breyttist til frambúðar. I róstunum 1981 var barist í 2 bæj- um og borgum um allt Bretland. I kolaverkfallinu 1984 til 1985 laust lög- reglu og námamönnum saman í blóð- ugum bardögum. Afram útbreiddist ofbeldið eins og eldur í sinu með morðum og ólátum á knattspyrnuvöllum. Þegar breskir knattspyrnuáhangendur fóru til Brussel á leik í Evrópubikarkeppni skildu þeir eftir sig 39 manns í valn- um. Flestir voru sammála um að ólætin þar væru ekki knattspyrnu- vandamál heldur þjóðfélagsvanda- mál. Það sama segja menn um uppreisn unglinganna í fátækrahverfinu í Birmingham. Hnignun Ef grafa á dýpra má rekja ofbeldið til almennrar hnignunar Bretaveld- is. Bretland var það land í heiminum sem fyrst iðnvæddist. En Bretar misstu fljótt forystuna. Eftir síðari heimsstyrjöldina tóku Bandaríkin og Japan algerlega forystuna af Bret- um. Undanfarna áratugi hefur hnignun iðnríkisins Bretlands komið helst fram í því að verksmiðjur landsins hafa ekki veriö endurnýjaöar. Á meðan vélmenni og æ sjálfvirkari vélar eru sífellt notaðar meira í öðr- um iðnríkjum eru breskir verka- menn enn vinnandi á sínum gömlu tækjum. Það hefur veriö helsta verk- efni íhaldsstjómar Margaretar Thatcher að hefja þessa endurnýjun í iönaðinum. Fjárfesting Hugmyndafræði peningamagns- kenningar Thatchers gengur út á að lækka skatta fyrirtækja til að gera þeim kleift aö fjárfesta. Sú fjár- festing átti svo aö endurreisa breskan iönað. Þetta hefur gerst — en aðeins að hluta, og vandamál bresks sam- félags hafa heldur versnað en hitt. Atvinnuleysið verður bara meira og verra. Mannabreytingarnar í stjórn Thatchers í síðustu viku sýna að for- sætisráöherrann hefur gert sér grein fyrir þessu. Allt bendir til að meiri áhersla verði lögð í framtíöinni á að koma Bretum í vinnu. Sagan kennir að langvarandi at- vinnuleysi og kreppa skapi vaxandi innanlandsólgu og óróa. Þegar lítið er til skiptanna verður baráttan harðari um það sem til er. Atvinnu- leysingjamir í Birmingham hafa litlu að tapa með því að snúast með gr jóti og eldi gegn hataðri lögreglu. Flestir eru sammála um að á með- an fleiri en helmingur manna í viss- um hverfum lifir við stöðugan skort og atvinnuleysi þá verði enginn lang- varandi friður. Nema kannski stjórn- völd. sem segja, eins og innanríkis- ráðherrann hélt fram, að óeirðirnar séu ekki þjóðfélagsvandamál heldur bara ótínt glæpamál. Atvinnulausir unglingar gerðu uppreisn gegn ömurleika tilvistar sinnar i fátœkrahverfi Birminghamborgar, og lögreglan tók á móti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.