Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. KOKKVRINN Matreiðslunámskeið hefjast 9. september. Tökum að okkur matarveislur fyrir alls konar mannfagnaði, t.d. brúðkaup, ráð- stefnur, fundi, fermingar. Upplýsingar og pantanir í síma 45430 kl. 13—18 alla virka daga. KOKKVRINN SmlAsbúO 4 -2io (iurAalKr Síml 45430 ■ NÝTT FRÁ BRAUN Madeín Qermany Nýkomnar berja- og safapressur á BRAUN MULTIQUICK hræri- vélarnar. Við höfum prófað pressuna á krækiberjum með ágætum árangri. Verð aðeins kr. 980,00. VERSLUNIN BORGARTÚNI 20. Nauðungaruppboð annaö og slöasta á Efstasundi 38, tal. eign Sölva Magnússonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Guömundar Péturssonar hdl. og Tryggingastofnunar rlkisins á eigninni sjálfri mánudaginn 16. september 1985 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á hluta í Möðrufelli 7, þingl. eign Svanlaugar Bjarna- dóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 16. september 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavlk. Nauðungaruppboð annað og siöasta á hluta í Kleppsvegi 150, þingl. eign Grétars Haralds- sonar, fer fram eftir kröfu bæjarfógetans I Hafnarfiröi og Gjaldheimt- unnar i Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 16. september 1985 kl. 11.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og síöasta á hluta I Rauðalæk /3, þingl. eign Hildar Eiriksdóttur, Odds Eiríkssonar, Halldórs Eiríkssonar og Asgeirs Eiríkssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík, Asgeirs Thoroddsen hdl., Bald- urs Guölaugssonar hrl. og Ölafs Axelssonar hrl. á eigninni sjálfri mánu- daginn 16. september 1985 kl. 11 -30. Borgarfógetaembættiö f Reykjav1k. Niðurstöður rannsóknar á f ugladauðanum á Seyðisf irði: Lentu í grút, vesl- uðust upp og drápust „Það leikur enginn vafi á því að fugladauðinn á Seyðisfirði stafar af því að flestallir fuglarnir hafa lent í grút, veslast upp og drepist,” sagði Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, er DV ræddi við hann. Eins og komið hefur fram í frétt- um blaðsins hefur verið mikið um aö æðarfugl dræpist á Seyöisfirði undanfarnar vikur. Hefur fuglinn skriðið upp í fjörur og drepist þar. I síöustu viku voru nokkur hræ send Náttúrufræðistofnun til rannsóknar. Þá fóru tveir líffræðíngar til Seyðis- fjarðar til að rannsaka málið. Þeir gengu fjöruna frá Hánefsstööum, inn í bæ og út að Dvergasteini. Fundu þeir á leið sinni á annað hundraö dauðar æðarkollur. Einnig urðu þeir að aflifa allmargar sem voru dauð- vona. Ævar sagði að á þessum tima væri æðarfuglinn í fjaörafelli og væri því ófleygur. „Hann getur því ekki flogið út úr grútarflekkjunum ef hann lendir í þeim,” sagöi Ævar. „Fuglinn nær í alla sina fæðu meö köfun. Hon- um eru þvi allar bjargir bannaöar ef hann lendir í grút. Þá fer hann reglu- lega upp í f jörur og situr þar. En til þess aö komast þangað þarf hann að synda í gegnum grútarflekki sem hefur þær afleiöingar að hann drepst.” Ævar sagði að líffræðingarnir tveir, sem fóru til Seyðisfjarðar, hefðu reynt að telja þann æðarfugl sem á vegi þeirra hefði orðið í fjör- unni þar. Hefðu þeir talið um 400 lif- andi fugla, þannig að ætla mætti aö um 20% hefðu drepist. Væri hætta á að fleiri dræpust ef ekki yrði að gert í maigunarmálum. Ævar kvaðst vera að ganga frá skýrslu um málið. Hún yröi síðan send þeim aðilum sem hefðu afskipti af þvi. -JSS Talsvert hefur boriö á grútarmengun í Seyöisfirði aö undanförnu, eins og sjá má á þessari mynd frá smá- bátahöfninni. Æöarfuglinn er nú i fjaðrafelli og þvi ófleygur. Ef hann lendir í grútarflekkjunum getur hann ekki flogið upp úr þeim en veslast upp og drepst. DV-mynd JG/Seyðisfiröi. Fundir um mengunar- málin fyrirhugaöir — bæjarstjóri ræðir við f orráðamenn bræðslustöðvanna „Mengunin frá bræðslustöðvun- um hér er visst vandamál og meiri en æskilegt er. Við ætlum aö ræða þessi mál og sjá hvort ekki tekst að koma þeim í betra horf,” sagði Þor- valdur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, í viðtali við DV. Taisvert hefur borið á grútar- mengun í firðinum að undanfömu. Til dæmis er þykk brák í smábáta- höfninni þar. Eins og fram kemur annars staðar er talið að mikill fugladauöi i firðinum eigi rætur að rekja til mengunarinnar. Aöeins önnur bræöslustöðin á Seyðisfirði hefur verið í gangi að undanfömu. Það er loðnubræösla Síldarverksmiðju ríkisins. Bræöslu- stöö Isbjarnarsins er að fara i gang um þessar mundir. Bæjarstjóri kvaðst nýlega hafa átt fund með forráðamönnum SR þar sem mengunarmálin hefðu verið rædd. „Eg held aö menn hafi fullan skilning á að svona gangi þetta ekki mikið lengur,” sagöi Þorvaldur. „Það eru uppi áform um að auka mengunarvarnir héma, en það hefur gengiðmjögseint. Við verðum vitaskuld að tryggja að það sé sæmilega lífvænlegt hér í firðinum. Ég mun væntanlega eiga fleiri fundi með forráðamönnum bræðslustöðvanna þar sem þessi mál verða rædd,” sagði Þorvaldur. -JSS Hatton-Rockall: Fjögurra ríkja viöræöuríaösigi? „Ég var ánægðari með viðræðurn- ar en ég átti von á,” sagöi Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis. Hann sat fund með Dönum og Færeyingum í Kaup- mannahöfn á þriðjudag ásamt Hans G. Andersen sendiherra, dr. Tal- wani, sérlegum ráðgjafa ríkisstjóm- arinnar í Hatton-Rackall málinu, og Einari Ágústssyni sendiherra. I gærmorgun var fundur í utanrik- ismálanefnd Alþingis og þar skýrði formaður frá gangi viðræðnanna við Dani og Færeyinga um sameiginlega hagsmunagæslu ríkjanna um Rock- allsvæðið. I þeim viðræðum var m.a. rætt um að bjóða Irum og Bretum til fjögurra ríkja viðræðna um máliö. Sem kunnugt er hafa Irar og Bretar gert tilkall til svæðisins ásamt Fær- eyingum, Dönum og Islendingum. „Við verðum í stöðugu sambandi við Danina,” sagði Eyjólfur Konráð í gær, „og hugsanlegt að annar við- ræðufundur verði í nóvember eöa desember.” Danir komu með tillögu um vís- indaáætlun sem dr. Talwani, ráð- gjafa Islendinga, var falið að gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um, það er hafsbotnsrannsóknir á Hatton-Rockallsvæðinu sem vísinda- menn beggja aðila ynnu að sameig- inlega. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.