Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 1
SALA A FERSKUM FISKIT1L ENGLANDS: 11 BEST AÐ LOSA SIG STRAX VID HRAEFNIÐ — heldur en að fá lélega nýtingu úr því í landi,” segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Frystiskip Eimskipafélagsins, Ljósafoss, er nú á leiö til Englands með 250 tonn af þorski sem BtJR-tog- arinn Ottó N. Þorláksson veiddi. Þetta er í fyrsta skipti sem frystiskip siglir út með fiskkassa. Menn óttast nú að meira verði um þetta þannig að fiskurinn verði ekki unninn hér á landi í frystihúsum. Þetta kemur í kjölfarið á frystitogurum og útflutn- ingi á fiski í gámum. — Það var mikið rætt um þetta á fundinum á Isafirði og menn spurðu hvort þetta væri ekki orðið hættuleg þróun, sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í viðtali við DV, en Steingrímur var með fundi á Isafiröi og Patreksfirði um helgina. — Otgerðarmenn sögðu að þeim bæri skylda að bjarga fjárhag út- geröarinnar með því að gera þetta. Jafnframt viðurkenndu þeir að þetta yrði til þess að atvinna yrði minni í landi, sagði Steingrímur og hann bætti við. — Það vakti athygli mína að heyra að frysting um borð í togurum hefði að mörgu leyti komið betur út fyrir fiskvinnsluna líka. Ef fólk hefur ekki getað afkastað hrá- efninu tímanlega hefur það sýnt sig að best hefur verið að losa sig strax við hráefnið í burtu. Fiskvinnslan fær lélega nýtingu út úr hráefninu ef það liggur lengi i landi. — Menn verða einnig að hafa það í huga að nú er ekki hengt upp í skreið. Bein sala, eins og nú á sér stað með ferð Ljósafoss til Englands, kemur í staðinn fyrir skreiðarverkun sem fór einnig fram hjá frystihúsunum, að sjálfsögðu, sagði Steingrímur. -SOS. — sjá nánará bls. 3 DAGBLAÐIЗVlSIR 216. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986. Ottast að 20.000manns hafi fari —sjábls.8-9 Grímudansleikur — leikdómurbls. 29 Ásgeirskoraði — íþróttir bls- 21-28 • Bryndísspilar meöJón — sjá bls. 3 DVferíréttir — sjábls.5 Hrærigrautur íHafnarfirdi — sjábls. 19 lágfóta ■B í kuriri | iálsakoi i • hónda Það er alkunna að refamæður eiga það til, ef þær hræðast, að limlesta eöa éta unga sína nýfædda. Það er einmitt reynsla lágfótu litlu sem fæddist á Húsatóftum á Skeiðum í vor. Aöal- steinn Guðmundsson refabóndi með fleiru er með blárefi ættaða frá Noregi. Hann fann lágfótu litlu, en svo nefna heimamenn ungann, limlesta af móöur sinni og tók hana í heimahús. Þar var lágfóta í hálfan mánuö og undi vel vist- inni. Hún var svo höfð sér á refabúinu án samneytis við aðra refi í þrjá mánuði. Nú er lágfóta oröin hænd aö heimamönnum, mjög gæf og góð. „Hún er mjög góð og gæf. Laus við alla grimmd. Þú sérð það að nú er hún mjög hrædd við allt þetta fólk sem hér er og vill bara vera hjá mér,” segir Aðalsteinn refabóndi. Og það eru orð aö sönnu. Lágfóta er mjög „lítil” í sér og kúrir í hálsakoti Aöalsteins og rétt gýtur augunum á viöstadda. Eftir nokkra stund áræðir hún þó aö bregða á leik og tætir í púðum húsfreyju Ástrúnar Davíðson. Þau hjónin Aðalsteinn og Ástrún hófu refarækt fyrir fáum árum og eru með bláref frá Noregi. Gotið gekk ekki vel í vor og auk þess drápu refamæður allmarga unga þegar varnarliðsflug- vélar flugu yfir búið. Þó voru mest rúmlega 500 dýr á búinu í sumar. EJ mm Aðalsteinn Guðmundsson, refabóndi á Húsatóftum, með lágfótu litlu sem er einungis með þrjá fætur heila. DV-mynd EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.