Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 14
14
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985.
Menning Menning Menning Menning
Þvflíkt ástand
Helga Jónsdóttir og Arnar Jónsson velta á milli sín byrði hjónabandsins
i afmœlisleikriti Alþýðuleikhússins á Hótel Borg.
DV-myndir PK.
húmornum hjá höfundi leikritsins þá
er undirtónn þess háalvarlegur.
„Þetta leikrit er ekki í stíl við gamal-
dags breska misskilningsfarsa,”
upplýsir leikstjórinn, Kristbjörg
Kjeld. „Þetta er nútímaleg úttekt á
samskiptum kynjanna. Höfundurinn
er að fjalla um lygina, falsið og
ábyrgðina í samskiptum kynjanna.
Hann spyr hvort ábyrgðarleysið sé
eintómt gaman. En hann bregst
okkur ekki í þvi að gera heilmikið
grín að þessum eilífðarmálum.”
Það leynir sér heldur ekki að
kvenna- og karlafarið er með lífleg-
asta móti á dansgólfinu. Sumum per-
sónunum þykir raunar nóg um og
stynja upp, seinustum orða: „Af
-<-----------m.
Arnar Jónsson og Margrét Áka-
dóttir á örlagaríku augnabliki.
hverju þurfum við að vera að þessu
skaki alla tíð?” „En gleymdu því
ekki,” bendir Arnar tíðindamanni
DV á, „að þetta verk er þrátt fyrir
allt skrifað í ansi mikilli alvöru.”
Auk Arnars leika þau Helga Jóns-
dóttir, Margrét Ákadóttir, Sigurður
Skúlason og Bjarni Steingrímsson
með Alþýðuleikhúsinu aö þessu
sinni. Sum þeirra eru þar heimavön
en önnur þjóna nú Alþýðuleikhúsinu í
fyrsta sinn. Leikstjóri er Kristbjörg
Kjeld. Guðný Richards annast
leikmynd og búninga. Árni Baldvins-
son ber ábyrgö á lýsingunni. Yfir öllu
vakir síðan Albert Aðalsteinsson,
sem í sumar tók við framkvæmda-
stjórn hjá leikhúsinu.
Þvílíkt ástand veröur frumsýnt á
Hótel Borg annað kvöld kl. 21.00 og
sýnt þar næstu vikurnar.
GK.
á dansgólf i
Borgarinnar
Frumsýning hjá Alþýðuleikhúsinu á Hótel Borg annað kvöld
„Þetta leikrit? Ja, það er eins
konar tilbrigði við hjónabandsstef-
ið.” Það er Amar Jónsson sem er svo
snöggur upp á lagið. Hann hefði þó
vel getað sagt að þetta væri flókiö
mál. Amar er einn fimm leikara í 10
ára afmælissýningu Alþýðuleikhúss-
ins. Amar er jú að eigin sögn og ann-
arra afi leikhússins.
Til sýningar á afmælinu varð fyrir
valinu splunkunýtt verk eftir Bret-
ann Graham Swannell. Swannell
þessi er raunar ekki með öllu óþekkt
nafn í íslensku leikhúslifi því fyrir
fáum ámm lék hann á nokkmm
sýningum í Iðnó. Það var í Skjald-
hömrum Jónasar Árnasonar. Þá
vissi enginn að verk eftir hann ætti
eftir að fara sigurför á leiksviði í
London. Sú hefur þó orðiö raunin á
þessu ári.
Á morgun verður þetta nafntogaða
verk Swannells, sem í íslenskri þýð-
ingu Sverris Hólmarssonar hefur
fengið nafniö Þvílíkt ástand, frum-
sýnt á dansgólfi Borgarinnar. San
kunnugt er á álitlegur hópur ís-
lenskra leikhópa það sammerkt að
vera á götunni milli sýninga sem
gjarnan er efnt til á ólíklegustu stöð-
um. Það verður þó að teljast kald-
hæðni örlaganna að dansgólfið á
Borginni skuli þjóna sem leiksvið
undir verk um hjónabandsvandræði.
Þótt engum dyljist að grunnt sé á
Partar af
púsluspili
—átta listamenn íNýlistasafninu
Ekki er heiglum hent að sækja
heim Nýlistasafnið þessa dagana,
þar sem skurðgrafa og díki mikil eru
í veginum. En þeir sem komast yfir
þær hindranir verða tæplega fyrir
vonbrigðum, því í safninu er nú að
finna óvenju ásjálega og vel skipu-
lagða sýningu á litlum verkum eftir
nokkra erlenda listamenn. Henni
fylgir sömuleiðis eiguleg skrá, en
þeirri hlið sýningarhalds hefur verið
ábótavant í Nýlistasafninu, senni-
lega sökum f járskorts.
Á efri hæð safnsins stendur einnig
yfir sýning á nokkrum verkum í eigu
þess, einnig eftir útlendinga og
Dieter Rot. I neðri salnum eru verk
eftir Gerwald Rockenschaub, Jan
Knap, Jan Mladowsky, John van’t
Slot, JuliaoSaramento, Peter Anger-
mann, Stefan Szczesny og Thomas
Stimm.
Ungir og villtir
Þeir sem rekist hafa inn á
„Ganginn” hjá Helga Þorgils
Friðjónssyni kannast sennilega við
nokkra þeirra, en allir hafa þeir sýnt
á Biennölum, Dókumentum og
öðrum stórum samsýningum í
Evrópu á undanförnum árum.
Eiga þessir listamenn sammerkt,
að flestir hafa þeir verið flokkaöir
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
meðal „ungra og villtra” málara, en
þó er myndlist þeirra f jölbreyttari en
svo að sú flokkun hafi nokkuð endan-
legt gildi. Enda er það jafnan svo, að
þegar heimfæra á ákveðnar stefnur
upp á einstaka fulltrúa þeirra, er
eins og skilgreiningarnar detti um
sjálfar sig. Þó geta verk þeirra tekið
sig vel út sem partar af risastóru
púsluspili, sem hægt er að lýsa og
skilgreina.
Ég hef séð talsvert stór verk eftir
þessa listamenn á sýningum úti i
Evrópu, en hingað hafa þeir sent
smærri myndir, gerðar með vatnslit-
um, gvassi, tússi og akrýllitum á
pappír.
Prívatfantasíur
Viðfangsefni þeirra eru aöallega
tvenns konar. Annars vegar eru
prívatfantasíur tengdar hvunndags-
lífinu, ekki ósvipaðar stemmum
Pieters Holstein, hins vegar eru
fjarstæðukenndari verk, einka-
legar mýtur, blendingur raunsæis og
hugaróra. Sjálfum fannst mér mest
varið í myndir þeirra Jans
Mladowsky og Juliaos Saramento,
þar sem frumstæðar kenndir og gildi
eru vakin upp og mögnuð í línum og
litum. Flestir hafa þátttakendur
nokkuð til síns ágætis og mættu
aöstandendur Nýlistasafns halda
áfram að hóa saman útlendum lista-
mönnum, hverra verk eru ofarlega á
baugi þessa stundina, svo okkur gef-
ist tækifæri til að vega þau og meta, í
stað þess að þurfa aö reiða okkur á
alþjóðleg listatímarit.
Juliao Saramonto
_ ónefnt verk, akrýl á pappir, 1985.