Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Page 42
42 DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. Hádegisverðarfundur FVH Auglýsingar fyrirtækja og samskipti við auglýsingastofur Félag viðskipta- og hagfræðinga heldur hádegisverðar- fund í Þingholti á Hótel Holti fimmtudaginn 26. septemb- erkl. 12.00-13.30. Þar mun Davíð Sch. Thorsteinsson framkvæmdastjóri ræða um auglýsingar og samskipti fyrirtækja og stofnana við auglýsingastofur. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjörsamkvæmt kjarasamningum: • Starfsmaður hjá útideild unglinga, tæplega 70% starf. Um er að ræða starf með unglingum í þeirra umhverfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérmenntun og/eða starfsreynslu sem tengist unglingum. Upplýsingar eru veittar í síma 621611 milli kl. 13.00 og 17.00 mánudaga til fimmtudaga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um- sóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 7. október 1985. Atvinnuhúsnæði íboði Nálægt Hlemmtorgi er til leigu 500 fermetra skrifstofu- og lagerhúsnæði á einni hæð. Einnig 300 fermetra viðbygging á tveim hæðum. Leigist frá 1. febrúar nk. í stærri eða smærri einingum. Áhugaaðilar vinsamlega leggi inn nöfn og heimilisföng fyrir 1. októbernk. Bækur og ritföng h/f Mjölnisholt 12 105 Reykjavik KJRARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða starfsmann til starfa á framkvæmdaáætlanadeild stofnunarinnar. Deildarstjóri Starfið er fólgið í stjórn framkvæmdaáætlanadeildar, m.a. gerð 2ja og 5 ára framkvæmdaáætlana, kerfisat- hugunum og hagkvæmnisathugunum. Hér er um fjöl- breytt og sjálfstætt starf að ræða sem krefst alhliða þekk- ingará raforkukerfum. Leitað er að aðila með próf í raforkuverkfræði/-tækni- fræöi eða aðila með sambærilega menntun. Upplýsingar um starfið veitir yfirverkfræðingur áætlana- deildartæknisviðs RARIK í síma 91-17400. Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber aö skila til starfsmannadeildar Rafmagnsveitna ríkisins fyrir 1. október 1985. Rafmagntvsitur riklslns, Laugavegl 118, 106 Reykjavfk. Noröurhjaratröllið og smábátaformaðurinn Arthur Bogason, á Saabinum, raeðir við Björn Hermannsson á Drottningarbrautinni. Arthur var á leið i lax þegar hann ók fram á Björn sem var að renna fyrir fisk í Pollin- um. DV-mynd JGH. Norðurhjaratröllið...: Túri Boga á leið í lax Norðurhjaratrölliö, Akureyringurinn og smábátaformaöurinn Arthur Bogason var á leiöinni í lax í Eyjafjaröará þegar viö rákumst á hann á Drottningarbraut- innifyrirskömmu. Arthur var í veiöispjalli viö Björn nokkurn Hermannsson, þekkta aflakló á Akureyri. En sá síðarnefndi var aö renna fyrir fisk í Pollinum þegar Arthur bar aö. Og Túri Boga, eins og B jöm kallar Arthur, mátti til aö stansa og heyra fiskisögur. Þeir eru eitilhressir menn, báöir tveir. Kunna lagiö á maðknum, þó eng- an væri fiskinn aö fá í þetta skiptið í Poliinum. Túri Boga var samt bjart- sýnn á Eyjaf jaröará, meö tvær stangir klárarílaxinn. Flestir þekkja Arthur sennilega best sem noröurhjaratrölliö. Hann sagðist hættur að lyfta, smábátar og veiöiskapur væru áhugamál hans númer eitt. Þess má geta að hann er líka nýkjörinn formaður félags smá- bátaeigenda. -JGH. Fræðslunefnd Fáks hefur hafið vetrarstarfið og er margt i bigerð, m.a. fræðslufundur um nýafstaðið Evr- ópumót, járninganámskeið og fræðslufundur um það hvernig á að kaupa sér hest. í lok hans er í ráði að fá tvo af frægustu hestakaupmönnum landsins, Dúdda á Skörðugili i Skagafirði og Guðna á Skarði á Landi, til þess að selja þeim Bessa Bjarnasyni og Gunnari Eyjólfssyni úrvalsfola af frábæru kyni, besta hest á ís- landi, óséðan. Ættu þá fundarmenn að læra þetta frá fyrstu hendi. Myndin er af fræðslunefndinni i vett- vangskönnun uppi i Viðidal, talið frá vinstri: Hákon Jóhannsson formaður, Katrin Briem og Kristbjörg Ey- vindsdóttir. Myndina tók fjórði nefndarmaðurinn, G.T.K. Glöggt auga getur kannski greint litinn, loðinn depill á miðri myndinni. Hvaö er á ferðinni? Er rykkorn á linsunni? Nei, depillinn er kind sem hefur verið i sjálfheldu í klettum fjalisins Mýrarhyrau á Snæfellsnesi í rúmt ár. Að sögn Bærings Cecilssonar, fréttarit- ara DV í Grundarfirði, komst hann ekki nær til að mynda kindina án þess að klífa upp Mýrarhymu. Bæring tjáði okkur að hann sæi þrjár kindur tQ viöbótar vestar í klettum fjaUsins en ekkert væri gert tQ að bjarga þeim. DV-mynd Bæring.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.