Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Qupperneq 44
44 DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. * Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þafl var guflafl á glugga — fyrir utan voru langir hálsar með smáhöfði á endanum. Ekkert „Skritið þetta mannfóik. Þeim finnst ekkert að þvi að leggjast á netifl i dýragörðum og þeirra hreyfðist hið minnsta og augun störflu án afláts inn i herbergið. stara endalaust á okkur en þegar vifl litum aðeins inn í búrin þeirra ætlar allt um koll að keyral" Sextán starandi augu: Guðað á glugga í Færeyjum Hótel Borg í Þórshöfn í Færeyjum er eitt þessara húsa sem reynt hefur veriö að fella inn í landslagiö. Löng bygging með torfþaki. En þar sem ekki eru mjög háar línur í byggingar- stílnum og öll þök meö þessu safa- ríka græna grasi er ekki óalgengt aö gluggagægjar af ýmsu tagi geri sig heimakomna. I skammri dvöl þar á dögunum var næstum komiö í vana að horfast í augu viö vígalegan hrút, vel hyrnda kind eða lamb — en þó þótti einum gestanna sem hafði herbergi á ann- arri hæð í byggingunni með ólíkind- um fyrst í stað þegar hann í fyrsta skipti horfðist í augu við hrút milli gluggatjaldanna. En féð er fótvisst í Þórshöfn og lætur sig ekki muna um klifur ef grasið sýnist grænna aöeins ofar. Hins vegar var heldur óvænt þegar augum var upplokið að morgni og horfst í augu við sextán starandi augu í höfði á löngum hálsi. Enginn hreyfði sig hiö minnsta, hálsarnir átta kannski haldnir videofári sem fékk útrás í gluggagægjum. Við snögga hreyfingu húsbúans og skelfingarvein lögðu hálsarnir á flótta — allir sem einn — og þá kom í ljós að þeir voru áfastir fiðruðum búkum. Gæsirnar í Þórshöfn voru í morgungöngu og sárnaöi greinilega óblíðar móttökurnar. Þær hresstust að mun eftir að hafa verið boðið í morgunverð með lungamjúku franskbrauði og héldu skoðunarferð- inni ótrauðar áfram að næstu hótel- gluggum. Texti og myndir: Borghildur Anna NYRISAFNIÐ Leikkonan Britt Ekland hefur aldrei farið troðnar slóðir í einkalífi og þegar hún giftist Peter Sellers sem var nitján árum eldri þótti mörgum að henni hefði betur hæft einhver jafnaldranna. En Britt er greinilega blind fyrir aldri annarra og nú síðast hristi hún upp í þeim aldursglöggu með því að giftast Jim McDonnell úr Stray Cats. Hann er jafnaldri dóttur Britt og Peters Sellers, - réttskriðinnyfirtvítugsaldurinn. Flestir spá þessu hjónabandi leik- konunnar skjótum dauðdaga og svo hefur reyndar verið um samband þeirra hjónakorna frá upphafi. Eitt- hvað eru þau sjálf ekki á sama máli og draga ekki af sér við yfirlýsingar um einlægni og hamingju í sambandinu. Ekki má gleyma breyttu lífsmynstri, Jim heimtar að vera heima öll kvöld og borða það sem Britt mallar í eldhúsinu og hún segir það hlutverk sitt í lífinu að hreinsa húsið og halda Jim gangandi. Hæstánægð með rulluna. Núna er næst á dagskrá að eiga barn saman sem bæði telja sig vilja allra helst í lífinu — Britt á að vísu í ein- hverjum brösum með aldurinn og Jim fullyrðir að bameignir ættu ekki að geta eyöilagt ímynd hans meðal aðdáendanna. Hann er kominn meö nýja hljómsveit í hendurnar og farinn að semja tónverk af krafti. Britt þver- tekur fyrir að vera honum einhver inn- blástur en telur sér þó stíft til tekna að vera einstaklega góður hlustandi. Heimiliser jur eru ekki alveg liöin tíð, einkum eiga þau til að rífast harkalega i umbílastæðiíinnkeyrslunniaðhúsinu. \ Vandamálið er hrikalegt - Jim á tvo Sá fyrsti var leikarinn Peter Sellers. Þau giftust árifl 1964 og áttu saman dótturina Victoriu. Mústanga en Britt Rolls, Porsche og Mercedes. Liklega ættu þau hjónin aö skella sér til félagsráðgjafa hið fyrsta — ef þeim tekst ekki að komast að samkomulagi um hvern bilanna skal nota í ökutúrinn. Ekki er að efa að félagsráögjafar eiga einhver ráð við slíkum hversdagsflækjum. Splunkunýr í safnifl — „Slim" Jim McDonnell. Þriflji varð söngvarinn Rod Stew- art. Hann lét hafa eftir sér nú fyrir skömmu afl heffli hann sjálfur verifl aðeins þroskaðri á þeim árum myndu þau liklega hafa orðið fyrir- myndarhjón. Annar í röðinni var hljómplötuút- gefandinn Lou Adler. Þarna með syninum Nicolai sem þau áttu sam- an. Britt kom því aldrei i verk að giftast Lou. Björn Borg og Jannike Björling verfla foreldrar innan skamms. Jannike ætlar sjálf að passa Tennisstjarnan Bjöm Borg verður innan skamms faöir og honum til hjálpar í því máli er unglingurinn Jannike Björling. Þau taka lífinu með mestu ró núna heima í Svíþjóö og eru að því leyti ólík sænskum starfsmönnum fjölmiðla sem varla geta beðið eftir einhverjum atburð- um á þeim bænum. Til þess að stytta biöina eru tekin viðtöl við bókstaf- lega alla sem tengjast munu verð- andi erfingja þeirra — ömmur, mömmur og aðrir ættingjar hafa allir gefið frá sér misgáfulegar yfir- lýsingar um málið. Jannike sjálf segir harla fátt en fréttir hafa borist af því að hún hafi þyngst um 25 kíló á meðgöngutíman- um svo kannski er hún alla daga á vigtinni og gefur sér því síður tíma í fjölmiðlafólkið. Amma hennar, Ilse, segir hins vegar að Jannike ætli að passa barnið sjálf og ef hún þurfi að bregða sér frá muni annaöhvort langamma Ilse eða amman Marga- reta taka að sér ungann. „Þetta verður ekkert fordekrað lúxusbarn,” segir sú gamla ákveðin. „Um það ætlum við að sjá, f jölskyld- an. Hún og Bjöm eru þar sammála og við treystum okkur til að styðja þauíþvíefni.” Svo mörg voru þau orð. Ekki er hægt að sleppa því aö minnast á um- mæli Mariönu fyrrverandi eiginkonu Björns. Hún er ein þeirra sem ekki hafa sloppið við að gefa frá sér yfir- lýsingu um barnungann. „Eg óska Birni og barninu hans alls góðs í framtíðinni. Líklega veit enginn betur en ég hversu mjög hann vildi veröa faðir og sá atburöur hlýtur að færa honum mikla ham- ingju. Og ég veit hann óskar mér hinssama.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.