Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Qupperneq 4
4
DV. KIMMTUDAGUR 3. OKTÖBER1985.
Niðurstöður skoðanakönnunar DV:
Meirihlutinn
vill bjórinn
Meirihluti landsmanna er því fylgj-
andi, aö sala áfengs öls veröi leyfö hér
á landi, samkvæmt niðurstööum skoð-
anakönnunar, sem DV geröi um síö-
ustu helgi.
Staðan hefur nær ekkert breyst
síðan DV geröi sams konar skoöana-
könnun um mánaðamótin maí/júní,
þótt ýmislegt hafi gengið á. Alþingi af-
greiddi bjórfrumvarp ekki í júní. Jón
Helgason dómsmálaráöherra tók sína
frægu afstööu til bjórlíkis.
En samkvæmt skoðanakönnuninni
nú styðja 51,2% af öllu úrtakinu bjór-
inn. 38,2% eru bjórnum andvíg, aöeins
7% eru óákveðin og 3,7% vildu ekki
svara spumingunni.
Þetta eru nær sömu úrslit og urðu í
könnun DV í sumarbyrjun (sjá meö-
fylgjandi töflu).
Nú styðja bjórinn 57,3% þeirra, sem
taka afstöðu, en 42,7% eru honum and-
víg. I könnuninni í maí/júní voru 57,5%
fylgjandi og 42,5% andvíg. Þaö er fólk
á Reykjavíkursvæðinu, sem ræöur úr-
slitum í þessari könnun.
Mikill meirihluti karla á höfuö-
borgarsvæðinu er fylgjandi bjórnum
og töluverður meirihluti kvenna á
höfuöborgarsvæöinu.
Naumur meirihluti karla úti á landi
er fylgjandi bjórnum en nokkur meiri-
hluti landsbyggöarkvenna er andvígur
bjórnum.
-HH
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar
urðu þessar: (Til samanburðar eru
niðurstöður DV-könnunar um mánaða-
mótin maí/júni.) Nú maí/júní
Fylgjandi bjómum 307 eða 51,2% 50,7%
Andvígir 229 eða 38,2% 37,5%
Óákveðnir 42 eða 7,0% 4,8%
Svara ekki 22eða 3,7% 7,0%
Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku af-
stöðu, verða niðurstöðurnar þessar:
Nú maí/júní
Fylgjandi bjórnum 57,3% 57,5%
Andvígir 42,7% 42,5%
Meirihluti landsmanna vilí hjór samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV. Afstaða manna, hvað þetta varðar,
hefur ekki breyst frá því aö DV gerði síðast könnun.
Ummæli fólks í könnuninni:
„Annað er út í hött”
Mjög fylgjandi því, aö hér veröi
seldur bjór,” sagöi karl úti á landi þeg-
ar hann svaraði spurningunni í skoð-
anakönnun DV. „Betra að unglingarn-
ir fái bjórinn en það sterkara,” sagöi
annar. „Fylgjandi. Annaö er út í hött,”
sagöi karl á Reykjavíkursvæðinu. „Viö
höfum ekkert aö gera viö öl,” sagöi
kona á Reykjavíkursvæðinu. „Þaö er
sjálfsagt aö selja öliö innan viss
ramma, til dæmis ekki í matvöruversl-
unum,” sagöi kona á Reykjavíkur-
svæðinu. „Bjórinn er ekki æskilegur,”
sagöi önnur. „Þaö á aö selja bjór, en
aðeins i Ríkinu,” sagði kona á Reykja-
víkursvæðinu.
„Er til bóta, ef hann er seldur í Rík-
inu,” sagöi karl á Reykjavíkursvæö-
inu. „Innan vissra marka," sagöi kona
á Reykjavikursvæöina ,A>dvíg. Menn
geta lifað góöu lífi án áfengs öls,”
sagði kona í sveit. „Fráleitt aö selja
hér bjór. Viö eigum ekki aö gera sömu
vitleysuna og aörir,” sagöi karl á
Reykjavíkursvæðinu. „Eg treysti ekki
vissum þjóöfélagshópum fyrir bjór. Ég
er hræddur um krakkana,” sagöi karl
á Reykjavíkursvæðinu. „Auðvitað á aö
leyfa bjór. Ég er á. móti bönnum,”
sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu.
„Ekki er á þetta bætandi,” sagöi kona á
Austurlandi. „Fylgjandi bjórnum, ef
hann veröur seldur í áfengisverslun-
um, ” sagöi karl á Suðurlandi.
-HH
RAGNHILDUR HELGADÓTTIR Á
AFMÆUSHÁTIÐ VESTANHAFS
Ragnhildur Helgadóttir mennta-
málaráðherra kom í morgun til
Islands frá Bandaríkjunum eftir aö
hafa tekið þátt í 75 ára afmælishátíð
American Scandinavian Foundation í
New York. Ragnhildur var meðal
þriggja menningarmálaráöherra frá
Noröurlöndum sem voru gestir á hátíö-
inni.
„Þetta er mjög glæsileg hátíö,”
sagöi Ragnhildur er DV ræddi við
hana í gær. Listviðburðum í tengslum
viö afmæliö er dreift fram á næsta ár.
„Þaö var meöal annars sýnd hér
kvikmynd sem sett var saman úr
ýmsum sögulegum atriðum úr
norrænum kvikmyndum. Kvikmyndin
var sýnd í tvö þúsund manna sal í
Lincoln Center. I henni voru allmörg
atriöi úr íslenskum kvikmyndum. Sýnt
var úr gamalli Reykjavíkurmynd, úr
Fjalla-Eyvindi, sem Svíinn Sjöstrom
geröi, úr Landi og sonum, Atómstöð-
inni og Hrafninn flýgur.
Fyrir þessa sýningu flutti Hrafn
Gunnlaugsson ávarp og Helgi Tómas-
son fjallaöi um myndina,” sagöi Ragn-
hildur. Sagöi hún að hlutur Islands
heföi komið vel fram í þessari kvik-
mynd.
Ragnhildur Helgadóttir sagöi aö
American Scandinavian Foundation
væri mikilvæg stofnun fyrir Islend-
inga. Hún heföi kynnt íslenskt menn-
ingarlíf og Islendingar fengiö náms-
styrki í gegnum hana. -KMU.
j dag mælir Dagfari_____________i dag mælir Dagfari____________I dag mælir Pagfari
Sveitalína til Ameríku
Gömlu og góðu sveitasúnamir eru
nú sem óöast að hverfa og sjálfvirkir
símar taka viö. Þetta hefur að sjálf-
sögðu mikið hagræði í för með sér
fyrir sveitafólkið sem nú getur
hringt hvert á land sem er hvenær
sem er en þarf ekki að hlíta
skömmtunartímum Landssimans.
En böggull fylgir skammrifi. I
sveitasímanum var hægt aö hlera
símtöl nágranna og víða lágu bændur
og búalið í símanum fram eftir nóttu
og hleruöu hvert símtal sem átti sér
staö innan sveitarinnar. Þótti þetta
góð skemmtun og ódýr auk þess sem
hægt var að afla ýmissa frétta með
þessu móti. En nú er tæknin að ryðja
þessari dægrastyttingu burt og hætt
við að margir sakni hlerunarkvöld-
anna.
tslendingar í Bandarikjunum hafa
hins vegar uppgötvað nýja hlerunar-
möguleika. Þá þeir hringja heim til
íslands bregður svo að þeir heyra
jafnan í þriðja aðilanum auk viðmæl-
andans. Þessi aukamaður á linunni
er greinilega aö tala við einhvern í
Bandaríkjunum en ekki er unnt að
heyra í þeim sem er vestan hafs.
Þetta er óncitanlega nokkur galli,
enda hefur verið bent á í þessu sam-
bandi aö það kosti 80 krónur á mín-
útuna að hringja frá Ameríku til ís-
lands og fyrir þann pening er ekki
nema sjálfsagt að geta heyrt samtöl
annarra til fulls. En ef það reynist rétt
að símalínur milli Ameríku og ís-
lands séu svona hriplekar þá er hætt
við að málið vandist fyrir marga. Til
dæmis er varla þorandi fyrir Geir að
halda áfram að liggja í simanum og
ræða flutningamál viö Shúls. Fyrir
nú utan það að Rússarnir ná hverju
orði má alveg eins búast viö að hálft
svona samtai birtist á forsíðu DV
næsta dag. En meðan lekinn er svona
ófullkominn yrði aðeins hægt að
birta það sem Geir segir og ef til vill
nægði það ekki í forsiðufrétt.
Eflaust eru Kanadamenn nú búnir
að frétta af þessum leka. Má því
reikna með að þeir hafi nú þegar ráð-
ið íslending til þeirra starfa að
hringja stöðugt heim til islands í
þeirri von að hann komi inn á samtöl
forstjóra íslensku fisksölufyrirtækj-
anna í Bandarikjunum við ráðamenn
hér heima um verðlag á fiski og
birgðastöðu.
Ekki hefur frést af neinum viö-
brögðum ráðamanna Pósts og sima
við upplýsingum DV um simalekann.
Enda er óvíst með öllu að nokkur
þeirra sé á landinu um þessar mund-
ir. Eins og allir vita fara yfirmenn
símans alltaf til útlanda ef þeir þurfa
að ná tali af erlendum manni í stað
þess að nota simann og hringja bara
í viðkomandi. Kannski ein af ástæð-
um þess sé sú að þeir treysti ekki
simakerfinu og kæri sig ekki um að
orðum þeirra sé nánast útvarpað um
allar jarðir.
Á meðan við bíðum eftir viðbrögð-
um símamanna og lokun á lekanum
eiga þeir sem þurfa að eiga orðastað
við fólk í Ameríku um tvennt að
velja. Annar kosturinn er að stíga
upp i næstu vél Flugleiða og fljúga
vestur til að ræða persónulega þau
málefni sem þeim liggja á hjarta,
hinn er sá að koma upp dulmáli, til
dæmis kinversku eða austfirsku, og
nota slík óskiljanleg tungumál í sam-
tölum vestur um haf. En hverjum
skyldi hafa dottið það í huga að síma-
línur til Ameríku tækju við hlutverki
gamla sveitasimans hvaö þetta
varðar. Það er bara verst að það
þurfi að kosta svona mikið að hlera
nú til dags og heyra aðeins í öðrum
aöilanum. Dagfari.