Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Síða 8
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd Viljavélarhluta uppafhafsbotni Tilraunir til að bjarga hlutum indversku flugvélarinnar, sem fórst undan Irlandi, munu hefjast í næstu viku. Indversk fréttastofa sagöi að þær myndu byrja áttunda október. Koma á mikilvægum hlut- um vélarinnar á þurrt til að rann- saka frekar hvers vegna vélin hrapaði. Verið er að kanna hvort hrap vélarinnar sé tengt sprengingu, sem varð um borð í kanadískri flugvél í Tokýo, á sama degi í júní og sú indverska hrapaði. Alls fórust 329 manns, allir sem voru um borö í indversku vélinni. BróðirTelly Savalasdáinn George Savalas, sem lék lög- reglumanninn Stavros í Kojak- sjónvarpsþáttunum, þar sem bróö- ir hans, Telly, fór með titilhlutverk- ið, andaðist í gærkvöldi af hvítblæði aðeins 58 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sex börn. Herkvaðning íKampútseu Skæruliðar rauðu kmeranna í Kampútseu segja að leppstjórn Víetnama í Phnom Penh hafi fyrir- skipaö herkvaðningu allra karl- manna á aldrinum 18 til 30 ára. Herþjónustan á að vara í fimm ár, segja rauðu kmerarnir. Ekki hefur verið hægt að staö- festa fréttina en vestrænir sendi- menn í Bangkok segja að í fjölmiðl- um í Phnom Penh hafi verið lögð mikil áhersla á aö fá menn í herinn. Hernaðarráðgjafi sendiráðs í Bangkok sagði að Kampútseuher yrði að bæta við sig til að vega á móti heimkvaðningu víetnamskra hermanna. Tveirmilljarðar íerfðaskatt Janni Spies, ríkasta ekkja Dan- merkur, þarf aö borga dönskum yfirvöldum tvo milljarða íslenskra króna í erfðaskatt. En ekkjan, erf- ingi Spies-auðæfanna, þarf ekki aö sjá mikið eftir þeim krónum. Mað- ur hennar, Simon Spies, eftirlét henni um fimm milljarða í bein- hörðum peningum, auk ferðaskrif- stofunnar. Fyrir utan það þá sýna reikning- ar ferðaskrifstofunnar aö síðasta reikningsár var eitthvert það besta hingað tU. Janni hefur þótt reka ferðaskrif- stofuna af röggsemi. Enginn Gorbatsjov-stíll Mikhaíl Gorbatsjov, aöalritari kommúnistaflokksins í Sovétríkj- unum, sagði í samtali vð franska sjónvarpið aö það væri ekki til neinn Gorbatsjov-stUl. „Sá stíll sem við ræktum í flokki okkar köll- um við lenínískan stíl. Hann skil- greinist af víðtækri samhæfingu við vinnandi fólk, vinsældum í starfi og nákvæmri skilgreiningu á raunverulegri framvindu mála,” sagði Gorbatsjov. Þegar fréttamaðurinn spurði hvort satt væri að fjórar miUjónir pólitískra fanga væru í Sovétríkj- unum svaraði Gorbatsjov: „Þetta er alger vitleysa og minnir mann á áróður Göbbels.” Menn kinoka sér við að láta jarðýturnar fara strax á rústirnar og jafna þær við jörðu af kvíða fyrir því að enn kunni að leynast undir brakinu lifandi fólk. En hættan eykst með hverjum deginum á þvi að farsóttir brjótist út frá rotnandi líkunum. Fundu 9 ára dreng eftir 2 vikur undir rústunum „Ertu aleinn?” — Eitt högg heyrist barið í járn undir rústunum. „Ertu barn?” — Eitt högg. „Ertu illa meiddur?” — Tvö högg að þessu sinni. „Er þér kalt? ” — Eitt högg. Þetta einfalda fjarskiptakerfi — eitt högg fyrir já og tvö högg fyrir nei — eru eina sambandið sem björgunarliöar í rústunum í Mexíkó- borg hafa viö níu ára gamlan dreng sem hefur verið lifandi grafinn í tvær vikur undir einni byggingunni. Ein- hverjar vonir þykja til þess að full- orðinn frændi hans sé á lífi undir sömu rústunum. En höggin eru dauf og stundum þurfa björgunarsveitirnar að heimta þögn af samstarfsfólkinu til þess að heyra merkjasendingar drengsins, undan mörgum smálestum af braki. Þaö er búið að bjarga um eitt þúsund manns lifandi undan rústun- um en nokkurra þúsunda er saknaö ennþá þótt með hverjum deginum dvíni vonir til þess að unnt verði að finna fleiri lifandi: — Alls er vitað um 7 þúsund sem fórust í jarðskjálft- anum mikla. Komið hefur til tals að jarðýtur jafni úr rústunum og að kalk-upp- lausnum verði hellt yfir þær til þess aö afstýra því aö farsóttir brjótist út frá rotnandi líkum undir rústunum. En hinir bjartsýnni vilja fresta því enn um sinn og höfðu sitt fram, eftir aö drengurinn fannst í fyrradag. Rock Hudson með Doris Day, en hún var einn traustasti vinur hans um margra ára skeið og hjálpaði honum i veikindum hans. Tvö hundruð féllu f bardögum á Siachen Um 200 indverskir og pakistanskir hermenn hafa farist í bardögum á Siachen jökli á landamærum ríkjanna lengst norður í Kashmir, aö sögn ind- verska dagblaðsins Statesman. Blaöið sagði að herir ríkjanna tveggja ættu í stanslausu vopnaglamri. Bardagarnir fara fram í 5.400 metra hæð. Talsmaður indverska varnarmála- ráðuneytisins sagðist ekki hafa ná- kvæmar tölur um mannfall en sagöi tölur blaðsins ýkjukenndar. Statesman sagöi aö bardagar heföu brotist út á mánudag þegar pakist- anskar hersveitir hefðu skotið á ind- verska eftirlitsstöð. Einn Indverji hefði fallið í þeim átökum og sex Pakistanar. Blaöið sagði líka að hundrað manns hefðu fallið í liði hvors um sig þegar Pakistanar réðust á heri Indverja í Bilafonda og Lafonda á jöklinum. Löndin tvö hafa háð tvö stríð yfir Kashmir-svæðinu. Indland stjórnar tveim þriðju Kashmir en Pakistanar einum þriöja. Hudson brenndur Lík Rock Hudson var brennt aðeins nokkrum klukkustundum eftir dauöa hans í gær. Hinn frægi leikari dó úr sjúkdómi sem tengdist ónæmistær- ingu, sem hafði þjáö hann lengi. Hudson dó í svefni á heimili sínu í Beverly Hills, nálægt Hollywood. Hann var 59 ára að aldri. Talsmaður Hudson sagði í gær að ekki væri enn búið að upplýsa ná- kvæmlega úr hverju Hudson hefði dá- ið, en dánarorsökin tengdist ónæmis- tæringu. Hudson olli uppnámi í Holly- wood þegar hann lýsti opinberlega yfir því í júlí að hann þjáöist af ónæmistær- ingu. Það var samkvæmt óskum hins látna að hann var brenndur án nokk- urrar viðhafnar. Vinir Hudson, Elisabeth Taylor, Aaron Spelling og aörir sögðu að Huds- on yröi minnst fyrir þátt sinn í barátt- unni gegn ónæmistæringu, sjúkdómn- um sem hefur kostað fleiri en 6.000 Bandaríkjamenn lífið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.