Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Page 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. Rjúkandi góðir og hafa engu gleymt. Gestir Sjallans voru lika vel með á nótunum; sungu, klöppuðu og hrópuðu af hrifningu. Rjúkandi gott Ríó tríó í Sjallanum —í ábót komu svo Mannakom í Ijúfum leik Rió, Rió, Ríó . . . Við þetta borð var allt að tryllast, sannir og dyggir aðdá- endur. Enska dansparið Brian Webster og Judith Markquick dönsuðu suður- ameriska dansa á eftir Ríó tríóinu. Ríó tríóið tók Sjallann á Akureyri með glæsilegu trompi helgi eina fyrir skömmu. Húsfyllir var bæði kvöldin og ætlaöi fagnaöarlátunum aldrei að linna, þremenningarnir marg- klappaðir upp. Því er heldur ekki að neita að Ríóið fór bókstaflega á kostum. Lék á als oddi og tók öll gömlu góðu Ríólögin með aðstoð sjálfs dægurlagakóngsins, Gunnars Þórðarsonar og hljómsveitar hans. Áhorfendur voru á öllum aldri. Fólk á aldrinum þrjátíu til fertugs var samt mest áberandi. Sem sagt gömlu dyggu aðdáendurnir mættir til leiks til að sjá goðin sín syngja. Á föstudagskvöldinu voru það engin smástirni sem spiluöu á eftir Ríóinu. Það voru engir aðrir en Mannakorn með höfuðpaurana Magnús Eiríksson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi. Stórkostlegt kvöld í Sjallanum og örugglega langt síðan einn skemmtistaður hefur boðið upp á Ríó tríóið, Pálma Gunnarsson og kóngana tvo, Gunnar Þórðarson og Magnús Eiríksson, sama kvöldið. -JGH. Ritstjórinn í hörkugóðu formi. DV-myndir JGH. Búið að gefa græn Ijós og Manna- korn komnir á þéttingsskrið i Ijúf- um leik og á rauðu Ijósi, með Magga Eiríks og Pálma i farar- broddi. Hér er það gusugangur i sundlauginni. Sólargeisli i hverjum dropa. GLEÐSKAPURIGODVIÐRI „Sumarið er loksins komið,” hafa sumir haft á orði í blíöviðrinu hér norðanlands undanfarna daga. Hefur góða veðriö verið vel þegið eftir öll þau ósköp sem dunið hafa yfir frá veður- guðunum í sumar. Eins og fyrri daginn er það ungviðið sem kann því hvað best að vera sólar- megin í tilverunni. Þar sem krakkar með sólskinsbros eru tilvaliö mynd- efni, stilltum við ljósopið nú í vikunni fræðingar og veöurguðir hafi allt sitt á og smelltum nokkrum myndum af. þurru á næstunni — þeir mega til Er svo ekki bara að vona að veöur- blessaðir. -JGH. Bliðviðri hittir alltaf beint í mark hjá boltamönnum. Þessir framtíðar- sparkmenn Akureyringa reimuðu strigaskóna vel fasta og sögðust búnir að leggja stigvélin á hilluna. ' % ■■■ :■;. Þær systur Sigurlaug Ýr og Eva Dögg Isú yngri) gáfu sér tima fyrir bra-bra á andapollinum fyrir neðan sundlaugina. Og ekki verra þó pabbi, Einar Har- aldsson, rétti manni hjálparhönd. DV-myndir JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.