Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Síða 10
10
DV. MANUDAGUR 4. NOVEMBER1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Kristín Þorsteinsdóttir,
blaðamaður DV,
skrifarfrá London:
utan. í skoðanakönnunum, sem
síðan hafa verið gerðar, hefur
Kinnock alltaf verið að vinna á.
Hann er orðinn mjög traustur í
sessi innan flokksins og vinsæll.
Sigur hans yfir Scargill á flokks-
þinginu þykir benda til þess að
enginn flokksbræðranna gæti velt
Kinnock úr sessi jafnvel þótt áhugi
væri fyrir hendi.
Kinnock þótti fara á kostum í
ræðu sinni er hann hélt á flokks-
þinginu í Bournemouth. Þar þrum-
aði hann yfir flokksbræðrum sínum
og talaði um samstöðu og einingu,
menntunarmál, atvinnumál og eig-
inlega allt milli himins og jarðar -
nema hann minntist ekki einu orði
á námamenn, enda sögðu bresku
dagblöðin daginn eftir að Kinnock
„hefði hækkað um nokkra sentí-
metra“ eftir ræðuna. Meira að
segja þeir innan Scargills-armsins
gátu ekki annað en kinkað kolli
viðurkennandi eftir ræðu hans.
En nú velta menn fyrir sér þessari
spurningu: Tekst Kinnock að
fylgja eftir þeim meðbyr sem verka-
mannaflokkurinn hafði dagana
sem flokksþingið stóð eða tekst
verkarýðsarminum að fá yfirhönd-
ina og draga hann með sér niður?
- í ræðu sinni á flokksþinginu kom
Kinnock inn á það að ef áfram
héldi sem horfði tækist flokknum
aldrei að vinna almennar kosning-
ar. Ákvörðun hans um að berjast
svo harkalega gegn tillögu Scar-
gills var síðasta vonarglæta hans
að sýna hver færi með völdin innan
flokksins. Honum tókst það þótt
síðan þætti sú tilraun örvæntingar-
full
Verður Kinnock
næsti húsráðandi
að Downingstræti 10?
Kinnock er dæmigerður Breti; að
minnsta kosti segir hann það sjálf-
ur. Hann segir að hinn almenni
Breti sé miklu líkari sér en Marg-
aret Thatcher. Nú sé það samstaða
og eining sem Bretar vilji, ekki
einstaklingshyggjan sem Thatcher
boðar.
Hann er ákveðinn í að berjast til
þrautar í næstu kosningum sem
verða ekki síðar en 1987. Hann
hefur tekið áskorun hægri arms
flokksins um að reyna að sætta
hinar tvær stríðandi fylkingar.
Ýmsum kjósendum úr þeim armi,
sem hafa síðustu mánuði verið í
flokknum meira af göinlum vana
en fylgni við hann og jafnvel hug-
leitt að ganga úr honum, finnst nú
sem Kinnock hafi komið flokknum
á þá braut sem þeir geti sætt sig
við og almenningur. Kinnock verð-
ur því að halda áfram þeirri stefnu
ef hann ætlar að ná brautargengi
í næstu kosningum þar sem aðal-
vandamálið er Scargill og félagar.
Það var ekki auðvelt fyrir
Kinnock að halda ræðuna sem
hann flutti á flokksþinginu, það er
að segja að minnast ekki einu orði
á þann stóra hóp biturra náma-
verkamanna sem eru í flokknum
og í flestra augum tákn ringulreið-
arinnar. En hann stóðst prófið með
prýði þótt vandamálin, sem hann
stendur frammi fyrir nú, séu jafnvel
enn erfiðari en nokkru sinni fyrr.
Erfiðir tímar fara nú í hönd í
Bretlandi og óvissir. Sumir segja
að borgarastyrjöld í Lundúnum sé
jafnvel yfirvofandi eftir allar óeirð-
irnar að undanförnu. Atvinnuleysi
hefur aldrei verið meira og örvænt-
ing aldrei meiri meðal ungs fólks
um framtíðina. Svörtum og lituðum
finnst þeir sniðgengnir á allan hátt
og í kjölfar þess aukast glæpir og
ringulreið.
Kannski tekst Neil Kinnock að
lægja öldumar og kannski verður
hann húsráðandi að Downing-
stræti tíu eftir næstu kosningar.
Hver veit? Að minnsta kosti segja
ýmsir - og þeim hefur farið fjölg-
andi undanfamar vikur - að eftir
næstu kosningar verði verka-
mannaflokkurinn orðinn stærsti
flokkurinn á þinginu.
KINNOCK HEFUR
TREYST SIG í
FORYSTUSESSI
Alþýðlegur Neil Kinnock spjallar við vegfarendur. Hann segist sjálfurveramiklulíkarihinumalmennaBretaenMargaretThatch-
er sé.
Það var frísklegur maður sem
kom eftir ganginum, frekar lágur
vexti, rauðbirkinn og freknóttur.
Hann var í jakkafötum sem ekki
vom alltof vel pressuð og það var
sláttur á honum. Hann talaði mikið
og lagði áherslu á orð sín með
handapati. Glaðlegur var hann og
brosviprur vom í kringum augu
hans þegar hann reytti af sér
brandarana. Hann heilsaði fólki
innilega og jafnvel faðmaði það að
sér. Fas hans allt var mjög yfirlæt-
islaust og hann virtist alveg laus
við streitu.
Þessi maður minnti mig frekar á
skólastrák heldur en Neil Kinnock,
leiðtoga breska verkamanna-
flokksins og stjórnarandstöðunn-
ar. I tvö ár hefur hann gegnt þessu
starfi og á þessum tveim ámm
hefur honum tekist að leiða flokk-
inn úr glundroða, sem breska
námamannaverkfallið í fyrra olli,
í næstum eina heild. Telja sérfræð-
ingar að staða flokksins hafi ekki
verið eins sterk í áraraðir og nú.
Verkamannssonurinrt og
sagnfræðingurinn
Neil Gordon Kinnock er 43 ára,
frá Wales, sonur Gordons
Kinnocks verkamanns og konu
hans, Mary, sem er hjúkmnar-
kona. Eftir skyldunám fór hann í
framhaldsnám í University College
í Cardiff og lauk þaðan BA-prófi í
vinnuhagfræði og sögu. Strax í
skóla hóf hann afskipti af stjórn-
málum og var formaður stúdenta-
ráðs í háskólanum í Cardiff. Að
námi loknu var hann kennari við
háskólann í fjögur ár í iðnaðar- og
verkalýðsfræðum. Um það leyti tók
hann sæti í ýmsum nefndum fyrir
verkamannaflokkinn er hann hafði
gengið í nokkm fyrr og 1978 var
hann fyrst kosinn á þing. Vegur
hans innan flokksins fór ört vax-
andi og strax árið eftir var hann
orðinn aðaltalsmaður stjómarand-
stöðunnar um menntunarmál. Árið
1983 bauð hann sig svo fram sem
leiðtogi verkamannaflokksins og
sigraði með yfirburðum.
Hann kvæntist árið 1968 Glenys
Elizabeth Parry sem tekur virkan
þátt í stjórnmálavafstri eigin-
mannsins og mætir oft fyrir hans
hönd á ýmsum mannamótum. Til
dæmis stjómaði hún mótmæla-
göngu gegn kjamorkuvá í heimin-
um á dögunum þar sem Neil átti
ekki heimangengt. Þau eiga tvö
böm, son og dóttur.
Síðasta vonarglætan
Fyrir flokksþingið í Bourne-
mouth fyrir þrem vikum var útlitið
hreint ekki bjart hjá Neil Kinnock.
Um tíma leit út fyrir að verkalýðs-
armurinn, með Arthur Scargill,
formann breska námamannasam-
bandsins, í broddi fylkingar, mundi
taka völdin.
Scargill fór fram á að verka-
mannaflokkurinn gerði samþykkt
um það að ef og þegar flokkurinn
kæmist til valda í Bretlandi endur-
greiddi hann námamónnum allar
þær sektir sem þeir vom dæmdir í
verkfallsárið. Tillaga þessi mætti
mikilli andstöðu hjá Kinnocks-
arminum og breskum almenningi.
Var ákveðið að ganga til atkvæða
um málið. Kinnock tapaði at-
kvæðagreiðslunni en meirihluti
Neil Kinnock mátti vera ánægður með stuðninginn við sig á þingi
verkamannaflokksins sem haldið var fyrir skömmu.
Scargillsmanna var ekki nægur til Kinnock.
þess að samþykktin yrði bindandi. Þetta styrkti mjög stöðu
Var það túlkað sem sigur fyrir Kirinocks, bæði innan flokksins og