Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Síða 12
12
DV. MÁNUDAGUR4. NOVEMBER1985.
Ú gáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórriarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdestjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNUSSON
Auglýsingtstjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: SiÐUMULA 12-14, SlMI 686611
Auglýsingar: SlÐUMULA33, SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022
Sími ritstjórnar: 686611
Setning,umbrot,mynda- oa plötugerð: HILMIR HF., SlÐUMÚLA 12
Prentun:ÁRVAKUR HF. -Askriftarverðá mánuði 400kr.
Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr.
Hik i húsnæðismálum
Fulltrúi Bandalags jafnaöarmanna sagði sig í síðustu
viku úr milliþinganefndinni um húsnæðismál. Þessi milli-
þinganefnd st jórnarliða og stjórnarandstæöinga var skip-
uð í júní. Hlutverk nefndarinnar hafði veriö að finna úr-
bætur fyrir þá, sem djúpt voru sokknir í skuldafenið.
Margir fundir hafa verið haldnir, en „árangur” nefndar-
innar til þessa eru 3000 vélritaöar blaðsíður af „gögnum”
og ekki annað. Fulltrúi Bandalags jafnaðarmanna komst
að þeirri niðurstöðu, aö heilbrigð skynsemi og íslenzk
stjórnmál ættu fátt sameiginlegt.
Raunar er samt engin lausn að ganga út úr nefnd sem
þessari. Ætlast veröur til þess, aö menn, sem skipaöir eru
í slíkar nefndir, berjist til þrautar fyrir sínu máli, leggi
síðan spilin á boröið og láti kjósendur um, hvað þeim
finnst.
Frestur til að skila umsóknum um húsnæöislán rann út
fyrsta nóvember. Fyrir hugsanlegum umsækjendum lá
þá, aö ríkisstjórnin eða milliþinganefndin höfðu alls ekk-
ert fram að færa um, hvers væri að vænta.
Vandi húsbyggjenda var meginmál allrar umræðu síð-
astliðið vor. Nú blossar þessi umræða enn upp. Alþýðu-
flokksmenn leggja til, að auglýstum nauðungaruppboð-
um vegna húsnæðisskulda verði frestað í þrjá mánuði,
meðan stjórnvöld finni leiðir til að „redda” þeim, sem
dýpst eru sokknir í skuldir vegna húsbygginga og íbúðar-
kaupa. Þetta er hugsanlegt, en er í raun ekki til gagns
nema fyrir liggi, að eitthvaö raunhæft verði gert þessu
fólki til bjargar.
Samtímis er tilkynnt, að „ráðgjafarþjónusta” Húsnæð-
isstofnunar verði varanleg. Vissulega þarfnast margir
húsbyggjendur ráögjafar, sem vit er í. En einnig er þetta
markleysa nema meira sé í boði.
Húsbyggjendur fóru illa út úr óðaveröbólgunni, sem
geisaði áður en núverandi stjórn tók við og allmarga
mánuði þar á eftir. Lánskjaravísitala hækkaði langt um-
fram kaupið. Skuldabyrðin jókst jafnt og þétt. Þetta var
ekki vegna óráðsíu húsbyggjenda, heldur afleiðing af
stjórnarstefnu, sem varö allt ööruvísi en húsbyggjendur
gátu reiknað með. Því má segja, aö hið opinbera skuldi
húsbyggjendum nokkuð. Húsbyggjendum var gerð skrá-
veifa, sem kom flatt upp á þá alla og hefur sett margan
manninn á höfuðið. Horfur eru á, að nauðungaruppboðum
haldi áfram að fjölga og hér á landi verði varanleg til-
færsla eigna milli hinna ríku og þeirra, sem hafa reist sér
huröarás um öxl.
Æðstu landsfeður viðurkenndu þetta síðastliðið vor.
Ætla hefði mátt, að eitthvað mikilvægt yrði gert. Fariö
var út í fjáröflun fyrir húsbyggjendur, sem skilar 665
milljónum og fólst í hækkun söluskatts og eignarskatts og
verðhækkun á áfengi. Milliþinganefndin getur enn ekki
sagt okkur, hvað verði gert við þessa peninga. Einhverjar
bollaleggingar eru um, að þeir fari bara í gamla húsnæð-
iskerfið og fylli þar upp í göt. Þetta væri súrt í broti. Hús-
byggjendur hafa vafalaust vænzt þess, að þessi aukaf jár-
öflun yröi notuö til að greiða götu þeirra, sem óðaverð-
bólgan lék svo grátt, bæta fyrir syndir ríkisvaldsins gagn-
vart þessu fólki.
Ríkisstjórnin hefur gert sáralítið, síðan umræðan um
húsnæðismálin stóö síðasta vetur. „Greiðslujöfnun” náði
nær eingöngu til lána Húsnæðisstofnunar, var óskiljanleg
venjulegu fólki og lítils virði. Auk „ráðgjafarþjónustu”
var „slett” í þá, sem verst stóðu, smávegis viðbótarláni.
Haukur Helgason.
„Aðalatriðið hlýtur að vera, að sams konar grunnreglur gildi um veiðisvæði og að þessar reglur
séu sanngjarnar og almennar, settar fyrir fram og öllum kunnar, en ekki hentistefnuákvarðanir
ráðherra hverju sinni.
KVÓTASTCFNA
ÍTÍUÁR
£& „Sjálfstæðismenn urðu fyrir þeirri
^ ógæfu að hafa frumkvæði að opinberri
stýringu á skelveiðum við ísland og kipptu
þar með fótunum undan eðlilegri þróun á
framtaki einstaklinga í skelveiðum og
vinnslu.“
í fyrri hluta, sem birtist í DV sl.
föstudag, var fjallað um fram-
kvæmd sjávarútvegsráðuneytisins
á skelveiðistefnu síðustu tíu árin í
Breiðafirði og Húnaflóa samkvæmt
lögum frá 1975.
Slys í lagasetningu
Lögin frá 1975 um samræmda
vinnslu og veiðar á rækju og skel-
fiski voru eins konar slys í laga-
setningu, að minnsta kosti frá sjón-
armiði þeirra, sem telja stjóm at-
vinnumála einna síst komna í
höndum stjórnmálamanna og emb-
ættismanna. Ætla mætti, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi beitt sér
fyrir lagasetningunni frá 1975, en
svo var ekki. Sjálfstæðismenn urðu
fyrir þeirri ógæfu að hafa frum-
kvæði að opinberri stýringu á skel-
veiðum við ísland og kipptu þar
með fótunum undan eðlilegri þró-
un á framtaki einstaklinga í skel-
veiðum og vinnslu. Lagasetningin
1975 var svona álíka slys og jarða-
lögin 1976, einnig samþykkt af
flestum þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins. Andi þessara laga beggja
er í andstöðu við ákvæði stjórnar-
skrár og gildi þeirra þvi vafasamt
en fáir hafa efni eða aðstöðu til að
láta á það reyna og enn færri vilja
eiga á hættu ónáð kerfiskarla og
pólitíkusa skömmtunarvaldsins í
gegnum margra ára málaferli.
Framsókn með
Að vonum studdu flestir þing-
menn Alþýðubandalagsins skel-
veiðistefnulög sjálfstæðismanna
frá 1975, reyndar allir nema Lúðvík
Jósepsson, sem greiddi atkvæði
gegn þeim á þeirri forsendu, að þau
múlbyndu sjómenn og útgerðar-
menn. Allir þingmenn Framsóknar
greiddu atkvæði með lögunum og
komið hefur vel í Ijós á undan-
förnum árum, hvað þeim gekk til
með afstöðu sinni, því þeir hafa
farið með stjórn sjávarútvegsmála
lengst af síðan. Þingmenn Alþýðu-
flokks voru þeim allir andvígir og
eftirtaldir sjálfstæðismenn greiddu
einnig atkvæði gegn lögunum:
Ellert B. Schram, Guðmundur H.
Garðarsson, Pálmi Jónsson og
Ragnhildur Helgadóttir. Aðrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
studdu dyggilega opinbera stýr-
ingu og skelveiðistefnu til lang-
frama. (Þeim hugsaðist víst ekki,
Kjallarinn
r
OttarYngvason
— Síðarigrein —
að sjálfstæðisráðherra yrði ekki
alltaf við stjórnvöl sjávarútvegs-
ráðuneytisins.)
Grunnreglur skelveiðistefnu
Skv. 1. gr. skelveiðistefnulag-
anna frá 1975 er sjávarútvegsráðu-
neytinu heimilað að setja almenn-
ar reglur meðal annars með skipt-
ingu afla á milli vinnslustöðva
og/eða báta, og til að fylla þetta
ákvæði nánar segir í greinargerð
laganna: „Þykir eðlilegt, að ráðu-
neytið beiti heimild þessari af var-
færni, þannig að ekki verði um
óeðlilega mismunun að ræða.“
Þá segir í 2. gr. að leyfí ráðuneytis-
ins þurfi til að stofna nýjar vinnslu-
stöðvar og gert ráð fyrir synjun
ráðuneytisins, ef ekki er fyrirsjáan-
leg varanleg aflaaukning á við-
komandi svæði eða ef fyrirsjáan-
legur er samdráttur í starfsemi
annarra vinnslustöðva á svæðinu.
Ýmis matsatriði koma auðvitað
hér til álita, þegar að framkvæmd-
inni kemur hjá ráðuneytinu. En
grunnreglan skv. lögunum skal
vera: almennar reglur ráðuneytis-
ins og að koma í veg fyrir óeðlilega
mismunun.
Eitt þeirra álitamála, sem miklu
skiptir, er t.d., hvort jafna eigi
kvóta á milli allra vinnslustöðva
hvers svæðis eða hvort viðhalda
eigi misjöfnum kvóta um eitthvert
tímabil eða til frambúðar. Enn-
fremur hvort stöðvar, sem búnar
eru að vera lengi í rekstri, skuli
halda hlutfalli sínu eða einungis
tonnatölu, þegar nýjar stöðvar
bætast við á svæðinu eða ef kvóti
er aukinn. Aðalatriðið hlýtur að
vera, að sams konar grunnreglur
gildi um öll veiðisvæði og að þessar
reglur séu sanngjarnar og almenn-
ar, settar fyrir fram og öllum kunn-
ar, en ekki hentistefnuákvarðanir
ráðherra hverju sinni.
Án óeölilegrar
mismununar!
Geðþóttaákvarðanir, valdniðsla
og mismunun eru orðin, sem lýsa
skelveiðistefnu síðustu ára best.
Hvar er jafnrétti á milli fyrirtækja
og byggðarlaga? Hvar eru „al-
mennu reglurnar“, sem lögin frá
1975 tala um? Hvar er samræmið í
kvótastefnu annars vegar í Breiða-
firði og hins vegar í Húnaflóa? Og
efast nokkur um, hvaða hagsmunir
hafa haft veruleg og afgerandi áhrif
á skelveiðistefnu síðustu ára?
Hún er prýðilegt dæmi um það,
hvernig fiskveiðistefna á ekki að
vera, - en hlýtur þó að verða, þegar
pólitísku skömmtunarvaldi er falið
að úthluta lífsins gæðum í stað
þess að láta skiptingu þeirra fara
eftir framtaki og dugnaði borgar-
anna. ÓttarYngvason.