Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Qupperneq 13
DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985.
13
HNEYKSU í BORGAR-
STJÓRN REYKJAVÍKUR
Á fögrum júnídegi í sumar var
samþykktur í borgarstjórn Reykja-
víkur mjög sérkennilegur kaup-
samningur - svo ekki sé meira sagt
- á jörðinni Ölfusvatni í Grafningi
fyrir of fjár eða 60 milljónir króna.
Hljótt var um þessi kaup á síðum
Morgunblaðsins, en aðeins kom ein
stutt frétt um málið í þessu víðlesn-
asta dagblaði landsins. Það var 8.
maí þegar drög að kaupsamningi
voru lögð fram í borgarráði og var
þá rætt við borgarverkfræðing.
Hins vegar greindi Morgunblaðið
ekki frá afgreiðslu málsins í borg-
arstjórn ef blaðaúrklippur fyrir-
tækisins Miðlunar eru áreiðanleg-
ar. Af þessu má draga þá ályktun
að borgarstjóri og Morgunblaðið
hafi talið hyggilegt að láta málið
ganga hljóðlega fyrir sig.
Kaupsamningurinn
Áður en lengra er haldið er rétt
að gera grein fyrir samningnum.
Hér er um að ræða 1635 hektara
lands. Söluverð er 60 milljónir
króna, eins og fram hefur komið,
og greiðir kaupandi, Hitaveita
Reykjavíkur, 10% af kaupverði við
undirskrift, en eftirstöðvar á sex
árum með skuldabréfi, í fyrsta sinn
2. janúar 1986. Skuldabréfið er
verðtryggt og ber 5% vexti. Selj-
endur landsins eru erfingjar Sveins
heitins Benediktssonar.
En eitt það undarlega við samn-
inginn er að borgin má ekki nýta
þessa eign sína næstu hálfa öld,
eins og segir í samningnum:
„Kaupandi leigir seljendum ofan-
greint svæði til 50 ára án sérstaks
gjalds. Á þessu svæði hafa seljend-
ur einnig heimild til að reisa 3
sumarbústaði í viðbót með báta-
skýlurn." Og síðar: „Seljendur hafa
rétt til umferðar að og frá ofan-
greindri landspildu, þar á meðal
rétt til að leggja veg að landspild-
unni og tengja hann Grafnings-
vegi. Þeir hafa rétt til neta- og
stangaveiði í Þingvallavatni, sem.
fylgt hefur jörðinni, til eigin þarfa.“
Þetta þýðir að erfingjar Sveins
Benediktssonar fá peninga en láta
ekkert af hendi. Finnst ykkur,
GERÐUR
STEINÞÓRSDÓTTIR
BORGARFULLTRÚI FYRIR
FRAMSÓKNARFLOKKINN
skattborgurum Reykjavíkur, þetta
ekki einkennileg „kaup“?
Og hvaða rétt hafa erfingjarnir
eftirhálfda öld? Um það atriði segir
í samningnum: „Að loknu leigu-
tímabilinu skulu seljendur hafa
forleigurétt að ofangreindu svæði."
Ennfremur fylgir sú kvöð að borgin
má ekki svo mikið sem reisa einn
sumarbústað á svæðinu næstu 25
árin.
Jarðhiti
Reykjavík á jörðina Nesjavelli í
nágrenni Ölfusvatnslands, um 50
km frá Reykjavík. Þar hafa farið
fram umfangsmiklar rannsóknir á
nýtingu jarðvarma til upphitunar
Reykjavíkur en niðurstöður liggja
ekki fyrir (þetta er þó eina svæðið
sem rannsakað hefur verið með
nýtingu í huga). I landi Ölfusvatns
er jarðhiti, háhiti, og sýna mæling-
ar að hann er að finna syðst i
landinu á um 500 hektara land-
svæði, eða í þriðjungi jarðarinnar.
Og því má spyrja: Er hugsanleg
nýting jarðvarmans í landi Ölfus-
vatns svo mikils virði að hún rétt-
læti þessi kaup núna? Því miður
bendir ekkert til þess - nema síður
sé. í fyrsta lagi getur enginn ein-
staklingur eða aðili nýtt sér þessi
hitaréttindi nema hið opinbera. Á
Alþingi hefur verið lagt fram frum-
varp til laga um háhitasvæði þar
sem litið er á þessi svæði sem þjóð-
areign. Þar með væri fallið úr gildi
að einstaklingar, sem ættu þetta
land, gætu verðlagt það. Ennfrem-
ur er mikilvægt að á milli Nesja-
valla og Ölfusvatnslands liggur
jörðin Hagavík sem er enn stærri
en ölfusvatnsland. Rannsókn og
nýting á Ölfusvatnslandi er óhugs-
andi án þess að borgin eignist
Hagavík því hér er um sama svæði
að ræða. Eigendur Hagavíkur eru
erfingjar Helga heitins Tómasson-
ar.
Af þessu má ljóst vera að meiri-
hlutinn í borgarstjóm Reykjavíkur
gefur þekktri íhaldsfjölskyldu 60
milljónir af fé skattborgaranna og
fær ekkert í staðinn. Það er tor-
tryggilegt í þessu máli að hita-
veitustjóri, sem vann við samn-
ingsgerðina, er nátengdur seljend-
unum. Finni Reykvíkingar ekki
fnykinn leggja af þessu máli, láta
þeir bjóða sér flest.
Umræðan í
borgarstjórn
Athygli vakti að borgarstjóri sá
ekki ástæðu til að kynna þennan
kaupsamning sérstaklega i borgar-
gfc „Af þessu má lj óst vera að meirihlutinn
^ í borgarstjórn Reykjavíkur gefur
þekktri íhaldsfjölskyldu 60 milljónir af fé
skattborgaranna og fær ekkert í staðinn.
.Borgarstjóri gerist æ bíræfnari í ákvarðanatöku.
stjórn. Samningsdrögin höfðu ver-
ið lögð fram í tvígang í borgarráði
og var að finna í 69. lið í fundargerð
ráðsins frá 14. maí. Það var Sigur-
jón Pétursson, borgarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins, sem hóf umræð-
una 6. júní sem stóð alllengi. Fast-
eignamat jarðarinnar mun vera um
400 þús. kr. Samkvæmt upplýsing-
um hjá Stéttarsambandi bænda,
hjá Landnámi ríkisins og Búnaðar-
félagi Islands um söluverð á jörðum
er miðað við fasteignamat og það
síðan margfaldað eftir gæðum jarð-
arinnar. Sérstakar vildarjarðir eru
metnar fjórfalt og samkvæmt því
er jörðin Ölfusvatn að verðmæti
innan við tvær milljónir króna.
Engin skýrsla eða greinargerð
var lögð fram um málið. Hafa þó
verið gerðar greinargerðir af
minna tilefni. Þetta eru „billeg“
vinnubrögð. í máli borgarstjóra
kom fram að samningurinn hafði
þegar verið undirritaður með fyrir-
vara.
Kaupin á Ölfusvatnslandi eru
vissulega umhugsunarverð. Borg-
arstjóri gerist æ bíræfnari í
ákvarðanatöku. Með þessum kaup-
um réttir hann áhrifamikilli fjöl-
skyldu í flokki borgarstjómar-
meirihlutans 60 milljónir á silfur-
fati. Þögn Morgunblaðsins um
þetta mál segir sína sögu.
Gerður Steinþórsdóttir
Verðlagning í byggingariðnaðinum
• „Það er svo sannarlega von okkar að
orð þau sem leiðarahöfundur lætur frá
sér um frjálsræði í verðlagningu og óhefta
samkeppni á þessu sviði sem öðrum verði
sem fyrst að veruleika.“
Vegna fréttar í DV laugardaginn
26. þessa mánaðar og forystugrein-
ar síðastliðinn miðvikudag viljum
við koma eftirfarandi á framfæri:
Þegar samtök okkar lögðu fram
endurnýjaða beiðni okkar um
breytingar á álagningu vegna út-
seldrar vinnu í byggingariðnaði í
byrjun júnímánaðar sl. voru af
okkar hálfu lagðir fram útreikn-
ingar á því hver væri raunveruleg
þörf fyrirtækja fyrir álagningu.
Auk þess hafa á þeim tæpum 5
mánuðum, sem það tók verðlagsráð
að afgreiða málið frá sér, verið lögð
fram öll þau gögn sem óskað hefur
verið eftir varðandi málið.
Seinagangur hjá verð-
lagsyfirvöldum
Á undanförnum 3-4 árum hefur
af okkar hálfu verið óskað mjög
eindregið eftir því að ákvörðun um
útselda vinnu verði gefin frjáls
þannig að fyrirtæki innan okkar
raða stæðu frammi fyrir óheftri
samkeppni. Ef slík ákvörðun verð-
ur tekin af verðlagsyfirvöldum
munu okkar samtök verða manna
fyrst til að fagna slíku.
Sú túlkun leiðarahöfundar að
hækkun álagningar hefði verið á
einhvern hátt tengd iðnþingi er
alröng. Það hittist einfaldlega
þannig á að það tók verðlagsráð
tæpa 5 mánuði að afgreiða málið
og þar af leiðandi bar það upp á
sama tíma og iðnþing. Eg vil hins
vegar taka undir ýmislegt af því
sem kemur fram í leiðaranum. T.d.
hafa byggingarfyrirtæki liðið fyrir
þá miklu spennu sem verið hefur í
þessum atvinnugreinum enda hef-
ur þessi spenna haft í för með sér
alls konar óæskilega starfsemi sem
erfitt er að ráða við.
Okkar samtök yrðu t.d. mjög
fegin því ef hægt væri að koma í
veg fyrir svarta atvinnustarfsemi
innan þessara greina, enda gerir
slík starfsemi ekkert annað en
minnka möguleika raunhæfra fyr-
irtækja á eðlilegum rekstrargrund-
velli. I þessu efni má benda á að
við höfum verið talsmenn þeirrar
tillögu sem sett hefur verið fram
af Landssambandi iðnaðarmanna
að viðhald húsnæðis verði gert
frádráttarbært frá skatti en með
því móti teljum við að koma mætti
í veg fyrir verulegan undandrátt á
framtöldum greiðslum launa í
þeirri starfsemi.
Eins og við sjáum atvinnumálin
framundan fögnum við því að sú
spenna, sem verið hefur, fer óðum
minnkandi og á næstu mánuðum
mun skapast eðlileg samkfeppni
milli byggingarfyrirtækja.
Kjallarinn
GUNNARS.
BJÖRNSSON
FORMAÐUR MEISTARA-
SAMBANDS BYGGINGA-
MANNA
Ég vil einnig taka undir þá skoð-
un leiðarahöfundar að sú skatt-
rannsókn, sem fór fram nýverið,
hafi alls ekki verið nógu markviss,
í því efni má gera miklu betur.
Höfum gert hreint
fyrir okkar dyrum
Að lokum vil ég fyrir hönd minna
samtaka undirstrika að ég tel
okkur hafa lagt fram nú og áður
full rök fyrir þörf hækkunar á
álagningu auk þess sem við höfum
ætíð verið reiðubúnir til alls þess
samstarfs og upplýsingaöflunar
sem af okkur hefur verið krafist í
þessum efnum. Hins vegar getur
svo farið að þegar mönnum fer að
leiðast alltof mikið bið eftir
ákvarðanatöku í málum þá sé í
einhverjum tilfellum beitt óæski-
legum þrýstingi. En þá verður oft
að hafa í huga að forsaga máls
getur verið með þeim hætti að
menn freistist til þess að nota ein-
hvers konar eftirýtingu til að fá
fram ákvörðunartöku í málinu.
Það er svo sannarlega von okkar
að orð þau sem leiðarahöfundur
lætur frá sér um frjálsræði í verð-
lagningu og óhefta samkeppni á
þessu sviði sem öðrum verði sem
fyrst að veruleika.
Að endingu er vert að geta þess
að sú 28,2% hækkun sem leyfð var
gefur fyrirtækjum 4,73 kr. á klst.
eða miðað við 8 klst. dagvinnu
37,84 kr. í dag, eftir hækkun álagn-
ingar, hefur fyrirtæki með 10
starfsmenn, sem aðeins vinna dag-
vinnu, 1729 kr. á dag til að standa
undir launum stjórnanda og öðrum
rekstrarkostnaði fyrirtækis.
Gunnar S. Björnsson.