Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Side 16
16
DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985.
Spurningin
Fylgist þú með Dallas-þáttun-
um í sjónvarpinu?
Jón V. Gíslason: Nei, ég fylgist lítið
með þeim, sé þó einn og einn þátt.
Þetta er ekki áhugavekjandi efni.
Kristin Eiriksdóttir: Einstaka sinnum
geri ég það. Það er í lagi að horfa á
einn og einn þátt.
Katrin Árnadóttir: Nei, það geri ég
ekki, ég hef nóg annaö við tímann aö
gera.
Guðrún S. Sigurðardóttir: Nei, ég er
fyrir löngu búin aö fá leiö á þeim.
Ingvi Ragnarsson: Stundum og stund-
um ekki, það er frekar lítið varið í
þættina. Þó eru þeir mjög misjafnir.
Soffía Ákadóttir: Já, ég hef alltaf
•fylgst með þeim. Þetta er ágætis af-
þreying en ekkert meira.
Lesendur Lesendur
Lesendur Lesendur
a Litla-Hraun:
„Oryggisfanginn”
Fangar á Litla-Hrauni eru ekki ánægðir með skilningsleysi yfirvalda gagnvart sérþörfum fanga.
Fangar á Litla-Hrauni skrifa:
Þegar eitthvað hendir náungann,
þannig að hann verður að sæta
refsingu fyrir það, þá er oft fjallað
um það æði misjafnlega í fjölmiðl-
um.
Þetta er bréf frá okkur til ykkar
sem teljið ykkur hafa ábyrgð og
við sendum ykkur hér með sanna
sögu um einn okkar sem síðar varð
fyrir þeirri ógæfu að verða ekki
eins og fólk er flest. Að vísu hefur
alloft verið rætt um hann í fjölmiðl-
um og opinberum stofnunum en
ekkert hefur skeð. Hvað veldur
því? Er það þekkingarleysi,
ábyrgðarleysi, skilningsleysi eða
hreinlega hugleysi þeirra sem fara
með völdin? Spurningin er hvað
varð af allri þeirri orku sem þeir
eyddu í mannlega hlýju sem við
mennirnir erum svo ríkulega gædd-
ir. Það eru haldnar kosningar og
alls konar loforð og góð fyrirheit
gefin en samt vill enginn veita
manni, svo sjúkum í sínum eigin
hugarheimi, mannsæmandi að-
búnað og hjúkrun. Er það svo erfitt
eins og bruðlað er með almannafé?
Við vitum að svona skrif eiga
ekki upp á pallborðið en við hér
erum fyrir að segja sannleikann ef
það skyldi verða til þess að einhver
gerðist forvitinn og krefðist nánari
skýringa á þessu máli. Við skiljum
ekki af hverju kerfið er hrætt við
að fjalla Um þessi mál. Hvað er það
sem þið eruð hræddir við? Hvað
braut þessi drengur af sér svo
grimmilega að honum er gert það
ljóst að hann verði grafinn lifandi
hér um ókomna framtíð? Einnig
viljum við benda á að eins og
ástand hans er núna gæti verið
spurning hvort hann er ekki á
röngum lyfjum. Tannlaus hefur
hann verið í fjölda ára vegna þess
að hann beit einhvern. Verða þá
teknar af honum hendumar ef eitt-
hvað hendir hann núna?
Þess vegna spyrjum við að lokum:
Ætlið þið að stríða gegn ellefta
boðorðinu? Lesið betur um mis-
kunnsama Samverjann og hafið
hann númer eitt í þessu máli.
Neyðið okkur ekki til þess að lýsa
allri þeirri byrði sem við ásamt
fangavörðum og öðrum yfirmönn-
um þessa staðar þurfum að bera
fyrir ykkar afglöp og ábyrgðar-
leysi.
í dómsmálaráðuneytinu varð
Hjalti Zóphóníasson deildarstjóri
fyrir svörum. „Það er stundum
spurning hvort menn eiga að vist-
ast í fangelsi eða á sjúkrahúsi. Því
miður er það nú þannig að menn
lenda stundum í fangelsi þó þeir
ættu e.t.v. að vera á sjúkrastofnun.
Þetta hefur löngum verið ágrein-
ingsefni milli dómskerfisins og
heilbrigðisstéttarinnar. Og oft
lenda menn í fangelsi af því að
aðrar stofnanir hafa ekki aðstöðu
til að taka við þeim.
Um þetta ákveðna mál er mér
ekki kunnugt.
Þorsteinn Jónsson deildarstjóri
bætti við þetta að á meðan ekki
væri vitað við hvern væri átt þá
væri ekki hægt að fjalla nánar um
þetta mál.
Matargerðarlist:
„Hvaða vín á við með
saltkjöti og baunum?”
Jóhannes Proppé skrifar:
Ég hef lengi fylgst með skrifum
hinna sjálfskipuðu sérfræðinga í
matargerðarlist í DV og þá sérstak-
lega skrifum ritstjórans, Jónasar
Kristjánssonar.
Satt best að segja hef ég ekki mikið
álit á kunnáttu þessara „sérfræð-
inga“ og held að þeir hafi í rauninni
ákaflega lítið vit á hvað er raun-
verulega góður matur enda sýnist
mér að þeirra aðaláhugamál, og þá
sérstaklega ritstjórans, sé hin marg-
breytilega víndrykkja með matnum.
Ég hef raunar lúmskan grun um að
þeir finni í raun og veru ekki hið
rétta bragð af góðum mat því þeir
drekkja honum í alls konar vínsulli.
Vita þeir ekki að eini vökvinn, sem
í raun og veru skemmir ekki bragðið
af góðum mat, er tært og kalt vatn?
Það má, ef menn langar til, ræða
um hina ýmsu árganga af vatni,
hvenær það hafi verið síðast í skýj-
unum, hvenær það hafi komið ofan
úr fjöllum, iðrum jarðar o.s.frv.
Þó er eitt sem skrif ritstjórans um
veitingahús hafa sannað og kemur
heim og saman við reynslu mína af
veitingahúsum í USA. Eftir því sem
krónunum fjölgar (hærra verðlag)
fækkar kokkahúfunum (matreiðsl-
an). Ég hef borðað á óteljandi veit-
ingahúsum í USA ár eftir ár og eru
það nær undantekningarlaust ein-
földustu, björtustu.og ódýrustu veit-
ingahúsin sem eru með besta matinn
en hin selja aðallega fallega dúka,
kertaljós og þjóna á hverjum fingri,
maturinn er þar meira sem aukaat-
riði. Reynslan hér er ekkert ósvipuð.
Hvernig væri að fá einhvern til að
Iðnrekandi skrifar:
Ólafur Hauksson, ritstjóri Samú-
els, skrifar grein í DV mánudaginn
28. okt. Grein hans fjallar um að
sjónvarpsauglýsingar séu of dýrar.
Fyrirtæki, sem hafa auglýst mik-
ið, þekkja kosti og galla hvers fjöl-
miðils. Kostir dagblaðaauglýsinga
eru ótvíræðir þar sem þar er hægt
að koma fyrir miklum upplýsing-
um. í sjónvarpsauglýsingu er hins
vegar ekki hægt að koma fyrir
nema örfáum setningum.
Með því að nota sjónvarpsaug-
lýsingar og dagblaðaauglýsingar
geta fyrirtækin nýtt sér kosti
beggja fjölmiðlanna. Það gefur oft
besta árangurinn.
Hvað varðar kostnað þarf að hafa
skrifa um veitingahús hér, einhvern
sem leggur meiri áherslu á matinn
en vínið sem hann drekkur með? -
Og svo að lokum, hvaða vín skyldi
ritstjórinn drekka með saltkjöti og
baunum?
það í huga að gerð sjónvarpsaug-
lýsingar kostar töluverða peninga.
íslenskir iðnrekendur þurfa að
gera sínar auglýsingar sjálfir en
erlend fyrirtæki geta notað sömu
auglýsinguna í mörgum löndum
með smávægilegum breytingum.
Sjónvarpsauglýsingar hafa
hækkað á einu ári um 80%. Ef
sjónvarpsauglýsingar hækka
meira þá er hætta á því að einungis
fjársterk erlend fyrirtæki geti not-
að sjónvarpsauglýsingar. Þau fara
inn á markað með því að auglýsa
fyrir miklar fjárhæðir og þau fá í
sumum löndum útflutningsstyrki
til slíkra aðgerða.
Timarit, eins og Ólafur Hauksson
gefur út, fá auglýsingar frá fýrir-
tækjum. Fyrirtækin vilja að farið
Lödu Sport
stolið
Sigurður Gunnlaugsson,
Kópavogi, hringdi:
„Helgina 25. til 27. okt. var
stolið frá mér bifreið, Y-5742, af
gerðinni Lada Sport, úrgerð 1979,
gulri að lit með svartri rönd á
báðum hliðum. Bíllinn hvarf frá
Hlíðarhvammi 11 í Kópavogi.
Ef einhver hefur orðið bílsins
var er hann vinsamlegast beðinn
að láta Kópavogslögregluna
vita.“
sé eftir löggjöf um áfengis- og tó-
baksauglýsingar. Það gera ekki
þau blöð sem Ólafur gefur út. Fyr-
irtækin vilja fá áreiðanlegar upp-
lýsingar um útbreiðslu. Þær fá þau
ekki. Ef fyrirtækin fá áreiðanlegar
upplýsingar um útbreiðslu blaða
og ef blöðin eru vel lesin fá þau
auglýsingar.
Að lokum: Árangur auglýsinga
fer eftir því til hve margra lesenda,
áhorfenda eða hlustenda viðkom-
andi Qölmiðill nær. Fyrirtækin
vilja fá réttar upplýsingar - upplýs-
ingar sem þau geta treyst. Upplags-
eftirlit Verslunarráðs íslands er ein
leið sem útgefendur tímarita geta
farið til þess að auka sölu auglýs-
inga í blöð sín.
Svar til Ólafs Haukssonar:
Dagblaðaauglýsing getur verið
hagstæðari en sjónvarpsauglýsing