Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Side 21
DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985.
21
Fer Steini
úr marki IBK
— og leikur á Norðurlöndum?
Ómar Torfason og Willie Reinke á fundi með tveimur stjórnarmönnum knattspyrnudeildar Fram i félags-
heimili Fram i gærkvöld. Frá vinstri: Eyjólfur Bergþórsson, varaformaður, Ómar Torfason, Reinke og
Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. DV-mynd Bjarnleifur.
Talsveröar líkur eru á að landsliðs-
markvörðurinn í knattspyrnunni, Þor-
Markakóngur
Fylkis til
Víkings
Jón Bjarni Guðmundsson, marka-
kóngur Fylkis síðastliðin tvö ár, hefur
ákveðið að skipta yfir í Víking. Jón
Bjarni hefur nokkur undanfarin sumur
leikið með Árbæjarliðlnu en er upp-
alinn í Vikingi. Ekki er að efa að þessi
sterki framherji á eftir að gera góða
hluti með Hæðargarðsliðinu í 2. deild-
inni næsta sumar.
Nokkrar líkur eru taldar á að annar
framherji fari að dæmi Jóns en það er
Lárus Grétarsson. Lárus hefur leikið
með Fram en stóran hluta ferils síns
hefur hann leikið í Færey jum. -fros
steinn Bjarnason, Keflavík, leiki ekki í
1. deildinni næsta keppnistímabil. Þor-
steinn er að spá í að finna sér mark að
verja einhvers staðar á Norðurlönd-
um. Ekkert er þó endanlegt í þessum
málum en iínurnar munu skýrast á
næstu dögum. emm
Þorsteinn Bjarnason.
Guðm. Þorbjörns
boðinn til sölu
Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni
DVíBelgíu.
Það kom nokkuð á óvart bér i Loker-
en í síðustu viku að þýskur umboðs-
maður bauð Lokeren Guðmund Þor-
bjömsson til kaups. Greinilegt að sá
Chile eða
Paraguay
— á lokakeppni HM
íMexíkó
Kólumbia vann 2—1 sigur á
Paraguay i seinni leik liðanna i undan-
keppni HM. Paraguay vann fyrri leik-
inn 3—0 og það er þvi ljóst að það
verður annaðhvort Paraguay eða Chile
sem vinna sér inn siðasta Suður-
Amerikusætið á lokakeppnina sem
fram fer í Mexíkó á næsta ári.
-fros
þýski hefur ekki vitað að Guðmundur
er orðinn leikmaður hjá Baden í Svlss
þvi mjög ólíklegt er að Baden vilji selja
Guðmund.
Þá má geta þess aö danski lands-
liðsmaðurinn Frank Amesen hefur
verið „lánaður” til Ajax í Hollandi frá
Anderlecht í eitt ár. hsim.
„1 >að er ekki hægt að
s lepi pa slíku tilboði”
— sagði Ómar Torfason um tilboð það sem hann hefur fengið frá svissneska
félaginu Luzern
einnig komið leikmönnum til Belgíu.
Hann er viðurkenndur umboðsmaöur
hjá FIFA og UEFA. -hsim.
Pétur ekki
ánægður hjá
Hercules
Real Madrid vann stóran sigur á
Hercules i 1. deildinni spönsku um
helgina, 4—0, i Madrid. í ísl. útvarpinu
i gær sagði Pétur Pétursson að hann
væri mjög óánægður með leik Hercules
og vildi helst komast þaðan. Af öðram
úrslitum í 1. deildinni spönsku má
nefna að Valiadollid og Barcelona
gerðu jafntefli, 2—2, Gijon vann
Bilbao, 1—0, Sociedad vann Osasuna,
1—0, en jafntefli gerðu Betis og
Atletico Madrid, 2—2. hsim.
Vestur-þýski umboðsmaðurinn
kunni, Willie Reinke, kom til tslands i
gær til viðræðna við Ómar Torfason og
forráðamenn knattspymudeildar
Fram um tilboð það sem svissneska
félagið Luzem hefur gert Ömari.
Reinke hefur haft milligöngu i þvi máli
fyrir Ómar eins og hann hefur oft gert
áður í sambandi við islenska knatt-
spyraumenn. Umræðuraar i gær vom
á byrjunarstigi en allt bendir til þess
að Ómar Torfason gerist atvinnu-
maður hjá Luzera. Fyrir hjá því félagi
er Sigurður Grétarsson og i Sviss leika
einnig Guðmundur Þorbjörasson, Bad-
en, og Janus Guðlaugsson hjá Lugano.
„Mér líst mjög vel á tilboð Luzern —
ég held það sé næstum öruggt aö ég tek
þvi. Já, þaö er ekki hægt að sleppa
slíku tilboði. Sviss er frábært land,”
sagði Omar Torfason i gær í samtali
viðDV.
Eftir Evrópuleik Fram við Rapid í
Vínarborg hélt Omar til Sviss og
kynnti sér aöstæöur hjá svissneska
félaginu. Leist mjög vel á allar að-
stæður og hefur eins og áður segir
fullan hug á því að gerast atvinnu-
maður hjá Luzern. Hann rekur verslun
með íþróttavörur á Suðurlandsbraut —
er kvæntur og á eitt barn.
Að sögn Halldórs B. Jónssonar, for-
manns knattspyrnudeildar Fram, í
gær þá bjóst hann viö að þaö mundi
taka einhvern tíma að koma þessu
máli i höfn. Willie Reinke myndi dvelja
hér á landi jafnvel í nokkra daga.
Willie Reinke hefur komiö áður til
Islands og gert samninga fyrir
íslenska knattspyrnumenn. Meðal
annars fór Atli Eðvaldsson á hans
vegum til Þýskalands — gerðist at-
vinnumaöur hjá Dortmund. Einnig
Magnús Bergs og þá hefur Reinke
3E3
SJÖ MARKA FORYSTU!
Staðan
Í2. deild
Fjórir leikir fóra fram um helgina í
2. deild karla í handboltanum og urðu
úrslit þessi:
Armann-ÍR 22—21
HK-UBK 21—24
ÞórVe-Grétta 38-18
Haukar-Afturelding 25—24
Staðan erþví þessi:
UBK 6 5 0 1 151—125 10
Ármann 6 5 0 1 142—129 10
lR 6 4 1 1 142—109 9
HK 5 3 0 2 116—110 6
ÞórVe. 5 2 0 3 108—107 4
Haukar 6 2 0 4 125—135 4
Aftureldlng 6 0 2 4 149-161 2
Grótta 6 0 15 114—151 1
—en
Frá Gunnlaugi Jónssyni, fréttaritara
DV í Svíþjóð:
„Þetta var eins og á heimavelli. Það
var virkilega hvetjandi að fá þennan
stuðning frá tvö hundruð íslending-
um,” sagði Þorbjörn Jensson, fyrirliði
Valsliðsins i handbolta, sem gerði jafn-
tcfli við sænska liðið Lugi í gær. Leikn-
um lauk með jafntefli, 15—15, eftir að
Valsmenn höfðu lengstum haft foryst-
una í leiknum.
Eftir að Lugi hafði gert tvö fyrstu
mörkin í leiknum svaraði Valur með
niu mörkum í röð, dyggilega studdur
af íslenskum áhorfendum sem yfir-
gnæfðu Svíana á áhorfendapöllunum.
Mestan þátt i þessu góöa leikkafla Vals
í fyrri hálfleik átti Ellert Vigfússon
sem varði eins og berserkur. A þessum
tíma var stemmningin slik að ekki var
jafntefli varð, 15-15, í IHF-Evrópuleiknum íLundi
hægt að ímynda sér aö hér væri um úti-
leik hjá Val að ræöa. En Svíarnir náðu
að skora þrjú síðustu mörk hálfleiksins
og minnka muninn í 5—9 fyrir hlé.
Sterkur varnarleikur einkenndi leik
liðanna í síðari hálfleiknum en í honum
ekki úr vegi aö geta þess að Valsmenn
voru í tólf mínútur utan vallar vegna
brottvísana en aðeins einum leikmanni
Svíanna var vikið af velli.
Mörk Vals: Júlíus 4, Jón Pétur 3/1,
Valdimar Grimsson 3/2, Þorbjöm J. 2,
Þorbjöm Guömundsson, Geir Sveins-
son, og Jakob Sigurösson 1.
Austur-þýskir dómarar dæmdu leik-
innogvoruþeirsanngjarnir. -fros
Brynjar gaf Val upp-
lýsingar um Lugi
sáust tölur eins og 11—8,13—10,14—12.
Svíamir náðu síðan að jafna tveimur
mínútum fyrir leikslok, 14—14.
Þorbjöm Jensson skoraði síðan
fimmtánda mark leiksins en sænska
liðið náði að jafna á lokamínútunni.
Ellert átti stórgóöan leik í marki
Vals, gömlu mennimir, Þorbjöm Jens-
son og Jón Pétur Jónsson, stóðu sig vel
í vöminni. Þá var Július Jónasson at-
kvæðamestur í sókninni. Greinilegt
var að nokkur þreyta settist í leikmenn
Vals í seinni hálfleiknum enda léku
sömu sjö leikmenn allan leikinn. Þá er
Frá Gunnlaugl Jónssyni fréttaritara
DV á leik Vals og Lugi:
Þcss má geta að Brynjar Harðar-
son, leikmaður með Olympia i Sviþjóð
og fyrrum leikmaður Lugiliðsins, gaf
Valsmönnum upplýsingar um lið Lugi.
„Þetta voru mjög góðar upplýsingar
sem við fengum um liðið. Út frá þeim
tókst okkur að mestu að halda Sten Sjö-
gren niðri en hann skorar um 8—10
mörk í deildarleikjum fyrir liðið,”
sagði Þorbjörn Jensson þjálfari og
leikmaður með Val.
-fros.