Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Qupperneq 38
38
DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985.
DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL
w
ÞARNA RÆTTIST GAMLI
DRAUMURINN UM FLUGIÐ
— segir Einar Eiríksson sem er með ólæknandi svif drekadellu
Hann er einn þeirra sem hafa verið
með frá upphafi. „Eg þurfti ekki annað
en að heyra af þessu uppátæki — að
fara með eitthvert apparat upp á f jall
og fljúga síðan eins og fugl. Þar með
fékk ég delluna og dreif í að fá mér
dreka.” Síðan er liðinn því nær áratug-
ur og Einar Eiríksson hefur ekki látið
af þeirri iðju að svífa um loftin í svif-
dreka. 1 augum leikmanns eru slík
verkfæri fjarri því að vera traustvekj-
andi. En svifdrekamenn líta ferðalög í
segldúk rómantískari augum. „I svif-
dreka kemst maðurinn næst því að
fljúga eins og fugl. Því má segja að
þama hafi gamli draumurinn um að
fljúga ræst endanlega,” segir Einar.
Hins vegar er það segin saga að þegar
á að fara að leita nánari skýringa á
þessum flugáhuga þá verður fátt um
svör. „Þetta er della sem engin leið er
aðútskýra.”
Hrœðslan og spennan
Hluti af skýringunni er þó fólginn í
spennunni sem fylgir fluginu „hvort
sem sú spenna stafar af hræðslu eða
ekki”, segir Einar og er ekki viss,
þrátt fyrir langa reynslu. Leikmaður-
inn getur vel fallist á þetta með hræðsl-
una enda erfitt að ímynda sér nokkuð
óöruggara en að svífa um á segldúks-
pjötlu. Einarerá öðm máli: „Þaðá að
vera hægt að stunda svifdrekaflug af
miklu öryggi ef hugsað er um að afla
sér nægar þekkingar og reyna ekkert
sem er mönnum um megn. Ef þess er
gætt er svifdrekaflug ekkert hættu-
legra en hver önnur íþrótt. Æfingamar
byrja á að hlaupið er með drekann á
jafnsléttu eða af lágum hólum. Síðan
hækka menn sig smátt og smátt.
Á fyrstu dögum svifdrekaflugsins
hér vorum við að prófa okkur áfram án
tilsagnar og fengum því oft skrámur.
En það er hægt að prófa sig áfram stig
af stigi án þess aö færast nokkurn tíma
of mikið i fang. Auövitað kemur síðan
að fyrsta háfluginu en ef rétt hefur ver-
ið staðið að undirbúningnum á þaö að
vera hættulaust.
Drekarnir hafa þróast mjög ört
síðan fyrst var farið að fljúga þeim.
Jafnframt hefur safnast í svif-
drekafluginu mikil þekking, sérstak-
lega í veðurfræði. Flugið hefur kennt
mönnum ýmislegt um uppstreymi og
áhrif landslags á veöurlag. Þetta er
grein sem er kölluð mikróveðurfræði
og fáir höfðu áhuga á áður. Svifflug
lýtur auövitað svipuöum lögmálum en
þar eru menn ekki í eins nánu sam-
bandi við flugið. I öllu öðru flugi sitja
menn inni í einhverju tæki. En þegar
svifdrekarnir eru annars vegar er það
líkast því aö spenna á sig vængi. ”
Hvað er ekki dýrt?
— En eitthvað kosta slíkir vængir.
Hvað þarf svifdrekaflugmaöur að eyða
miklu í „delluna” áður en hann telst
sæmilega vel útbúinn?
„Nýr dreki kostar um 65.000 kr. Auk
hans þurfa menn vindþéttan og hlýjan
galla. Einnig er nauðsynlegt að hafa
hæðarmæli og stigmæli til að sjá hvort
maður er á upp- eða niðurleið.
En fyrir byrjanda er ráölegast að
kaupa notaðan dreka. Stóru drekarnir
eru fyrir háflug en ekki hólahoppið
sem allir verða að byrja á. Gamlan
dreka er hægt að fá fyrir 35—45.000 kr.
með öllum búnaði. Eg held að þetta séu
ekki miklir peningar miöað við margt
annað sem menn veita sér.
En síðan vilja sumir eiga jeppa líka
til að komast upp á fjöll. Við dellu-
kallarnir erum flestir á jeppum. Hér á
landi er víða auðveldara aö aka upp á
hentug f jöll en algengt er erlendis. Þar
að auki gera skógar og oft einnig
aðfinnslur landeigenda svifdreka-
mönnum lifið leitt. Það er því að
mörgu leyti gott að stunda þessa íþrótt
hér á landi, nóg af fjöllum og sjaldan
nokkur hörgull á vindi til að fylla
vængina.
Á næsta ári verður fyrsta alþjóölega
mótið haldið hér á landi. Við höfum
haldið Islandsmót reglulega síöustu
árin. Fyrstu mótin voru nánast sýning
og um leið samkoma fyrir þá sem
höfðu áhuga. Nú er þetta orðin mikil
keppnisgrein og hörð. Árið 1983 fóru
menn héðan fyrst til keppni á erlendri
grund. Þá var okkur boðið á mót í Skot-
landi. Það er áriegt mót, kennt við
kelta, þar sem menn frá öllum Bret-
landseyjum, að undanskildu Eng-
landi, taka þátt. Við sigruðum með
yfirburðum á þessu móti. Árið eftir
fórum við til keppni á Irlandi þar sem
keltamótið var haldið. Þar lentum við í
þriðja sæti. Síöan var okkur boðið að
halda mótið hér á næsta ári. ”
— Nú segir þú að svifdrekarnir hafi
ýmsa skemmtilega kosti fram yfir
önnur verkfæri sem menn nota til
flugs. Það er þó varla hægt aö komast
eins langt á drekunum og vélknúnum
farartækjum.
, Aö vísu ekki en það er samt hægt að
komast býsna langt á þeim. I vor fór t.d.
Kristján Richter, sem er gamalreynd-
ur í faginu, eitt lengsta flug sem hér
hefur verið farið. Hann hóf ferðina á
Ulfarsfellinu, flaug yfir að Esjunni og
austur með henni inn fyrir Skálafell.
Þaðan fór hann yfir í Hvalfjörð og út
AÐ HLAUPA
FYRIR BJÖRG
SÉR TIL SKEMMTUNAR
Það mun hafa verið fyrir hartnær
30 árum, á sólrikum hæðum
Kalifomíu, að fyrst sást til manna
sem spennt höfðu á sig þrihymda
bambusgrind, klædda plastdúk, og
það sem meira var, þeir flugu. Að
visu var það löngu fyrir manna minni
að ofurhugar reyndu fyrst að iklæðast
einhvers konar vængjum og hugðust
ganga í lið með fuglum himinsins.
Árangurinn var þó i besta falU bros-
legur en í þetta sinn fékk mann-
skepnan byr undir báða vængi og
með hverju ári sem siðan er Uðið
hefur þeim fjölgað sem skorað hafa
þyngdarafUð á hólm með svUdreka
að vopni.
Upphaflega flaug einhverjum snUl-
ingi í bandaríska hemum í hug að
nota svUdreka tU að varpa hlutum og
mönnum úr flugvél. Á þeim árum bjó
berinn við nægar hættur i Víetnam og
þótti ekki á bætandi. Ekkert varð því
úr drekaflugi striðsmannanna en hug-
HÆGT AÐ DREPA SIG
Á HVERJU SEM ER
— segir Jökull Jörgensen og vill ekki kannast við að svif drekar séu hættulegir
JCað eru ekki allir sem hafa flug-
bakteríuna í sér og þeir sem ekki hfa
hana spá ekki í svifdrekaflug. Aðrir
ganga með þessa bakteríu og þeir
komast virkilega í feitt þegar þeir
kynnast svifdrekunum. Eg tel þetta
stórkostlegasta sport sem til er, sagði
Jökull Jörgensen, margreyndur svif-
drekakappi, þegar DV reyndi að veiða
upp úr honum skýringu á þeirri óskap-
legu áráttu sem flug svifdreka er kunn-
ugum.
Harðsnúinn hópur
Jökull er einn af frammámönnum
Svifdrekafélags Reykjavíkur sem
síðan árið 1979 hefur þjónað þessu af-
brigði flugkúnstarinnar hér á landi.
Félagið er reyndar ekki ýkja fjöl-
mennt. Alls er talið að um 40 manns
stundi svifdrekaflug hérlendis, þar af
eru um 30 sunnanlands. Flestir þeirra
eru virkir í starfi Svifdrekafélagsins.
Jökull vill titla sig blaðafulltrúa
félagsins og viðurkennir fúslega að
„félagsmenn hafi ekki verið nógu
duglegir aö koma sínum málum á
framfæri”.
Það kemur líka fram að áhugi al-
mennings hefur dofnað hin síðari ár.
Þegar fyrstu kapparnir voru að hefja
sig til flugs óaði mörgum við þessari
glæframennsku. Fólk glápti á ofurhug-
ana og beið þess með samanherptan
magann að flugvirkin óhrjálegu
hlunkuöust til jarðar. Það gerðist þó
aldrei en hitt skal ósagt látið hvort það
er þess vegna sem áhuginn hefur
minnkað. T.d. er sjónvarpið hætt að
birta myndir af kúnstum svifdreka-
manna, jafnvel þótt Islandsmót sé ann-
ars vegar.
En þótt fjaðrafokið í kringum svif-
drekaflugið sjáist ekki lengur sinna
áhugamennimir sínum málum af
meira kappi en nokkru sinni fyrr.
Félag þeirra, sem stendur vörð um
iþróttina, starfar af fullum krafti. „Við
efnum til fræðslufunda og námskeiöa i
íþróttinni. Þar höfum við m.a. fengið
erlenda fyrirlesara til liðs við okkur.
Við höfum haldið námskeið í veður-
fræði, sem er mikilvæg undirstöðu-
grein fyrir þá sem vilja fljúga. I vetur
er ætlunin aö halda hálfsmánaöarlega
fræðslufundi, opna almenningi. Við út-
vegum byrjendum kennara og lánum
þeim dreka til að nota á meðan þeir eru
aö ná tökum á fluginu.
Síðastliðin tvö ár höfum við verið að
koma okkur upp félagsheimili við
Ulfarsfell. Við keyptum gamalt
sumarhús og höfum verið að endur-
byggja þaö, í sjálfboðavinnu auðvitað.
Allan kostnað höfum við greitt úr eigin
vösum ef frá er talinn stuðningur frá
nokkrum fyrirtækjum. I sumar
lögöum viö fólksbílafæran veg upp á
Ulfarsfell, sem er aðalflugstaðurinn
hér í nágrenni Reykjavíkur. Við það
tæmdust auðvitað allir sjóðir. Því var
efnt til firmamótsins á Ulfarsfelli nú
umhelgina.”
Skemmdarvargar
— Nú hef ur farið það orð af ykkur að
þið stórskemmjð gróður við að
klöngrast upp á f jöll á jeppum og tor-
færubílum. Hverju vilt þú svara
þessum ásökunum?
„Þaö er ekki hægt að neita því að
víða hefur verið fariö illa með gróður
og við áttum stundum sök á því. I
upphafi vorum við ekkert betri en
aðrir jeppaeigendur, enda oft
skammaöir fyrir umgengnina. Síðan
var ákveðið að bæta þetta og við reyn-
um nú að fara eins vel með land og
unnt er. Vegurinn upp á Ulfarsfellið er
liður í því Jafnframt höfum við grætt
upp það sem við skemmdum áður. Þaö
er engin leiö aö stunda svifdrekaflugiö
nema þess sé gætt aö land spillist ekki
og gott samkomulag haldist við land-
eigendur, annars endaði þetta meö þvi
að við fengjum hvergi að fljúga. Við
höfum því bætt ráð okkar og finnst
reyndar að aðrir gætu tekið okkur til
fyrirmyndar í umgengni.”
— Nú hafa menn flogið svifdrekum í
allmörg ár. Hefur íþróttin breyst
eitthvað á þessum tíma?
„Já, svifdrekaflug hefur þróast
mikiö siöustu 3—4 árin. Það má jafnvel
tala um stökkbreytingu. Hér á landi
var þetta hálfstöönuö íþrótt fram undir
áriö 1980. Þaö stafaði aðallega af fá-
fræði og reynsluleysi flugmannanna.
Eftir það fóru einstakir menn að lesa
sér til í veðurfræði og fóru i ferðir til út-
landa til aö fljúga og læra. Þar læröu
menn nýjar kúnstir í fluginu. Áður var
svokallað uppstreymisflug látið nægja.
Það er einungis mögulegt nærri fjöll-
um. Núna er einnig flogið í hitaupp-
steymi, í fjallabylgjum og í logni og
sól, sem áður var talið útilokað. Núna
feröast menn milli f jalla á drekunum,
jafnvel nokkra tugi kílómetra. Það má