Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Síða 43
DV. MÁNUDAGUR4. NOVEMBER1985. 43 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65 74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræini við stöðu SDR. Aimenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12 18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársíjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139 174 þúsund. 2 4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177 221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207 259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15 35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir spal-ifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársQórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 1,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í nóvember 1985 er 1301 stig en var 1266 stig í október. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3392 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01 .-10.11.1985 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM sjAsérlista 6 I III! II II II Íí 11 11 II II Ú innlAn óverðtryggð SPARISJÓDSBÆKUR Óbundin innstæöa 22.0 22,0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAB 3ja mán. uppsögn 25,0 26,6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mán.uppsögn 31.0 33,4 30.0 28.0 28.0 30.0 29,0 31.0 28,0 12 mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 32.0 SPARNAÐUR- LANSRÉTTUR Sparafl 3-5 mán. 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 Sp. 6mán. ogm. 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0 INNLÁNSSKÍRTEINI Tii5mán.ð. 28.0 30.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanaícikiiingar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupateikningar 10,0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 INNLÁN VERDTRYGGD SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2,0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bamlarikjadollarar 8.0 8.0 7,5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11,0 11.0 11,5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4,25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR |lonr..tií) 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR (torvenir) 32.5(2) kg. 32.5 kge 32.5 kg. kg. kg. 32,5 ALMENN SKULDABHÉF 32.0(3) 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 32,0 32.0 32,0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 33.5(1) kge 35.0 kge 33,5 kg. kge kge 33.5 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 31,5 31,5 útlán verðtryggð SKULDABRÉF Aö z 1/2 áii 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengricn21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMUEIÐSLU sjAneðanmAlsi) l)Lan til ínnanlandstramleiöslu eru a Z/,b% voxtum. Vegna utílutnmgs, í fc>L>K y,t»70» í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafiuufirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskdalána er 2% á ári, bseði á verðbyggð og óverðtry ggð lán, nema í Alþýðubankanum og V erslunarbankanum. Sandkorn Sandkorn Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Bedið eftir kvikmynd Þelr voru margir sem höfftu fullan hug á að kom- ast á Evrópumótið sem hestamenn héldu í Svíþjóð í sumar en komust ekki af einhverjum ástæðum. Þessum sömu til huggun- ar skal greint frá því að mótið var kvikmyndað í bak og fyrir af íslenskum athafnamanni. Sá er Guð- laugur Tryggvi Karlsson. Hefur staðið til að sjónvarp- ið sýndi myndina í einhverj- um iþróttaþátta sinna. En af því hefur enn ekki orðið því að filman llggur enn ókiippt hjá þeim ágæta fjöl- raiðli. Við skulum bara vona að hún verði sýnd með hækkandi sól. enn Enn eru það eftirhreytur frá kvennaf rídeginum: Viða um land minntust konur þessa dags með við- höfn. 1 Ólafsvfk mun hins vegar hafa verlð lítið um viðbúnað, svo lítið að dags- ins var í engu minnst í fjöl- miðlum staðarins. Karlpeningurinn á Ólsaranum, fréttablaði í Ölafsvík, var harla óánægö- ur með þessa frammistöðu heimakvenna. Þvi hefur hann ákveðið að helga kon- um í héraðinu eitt ár til við- bótar, það er frá 25. október »85 - 25. október »86. Hefur verið ákveðið að þetta tíma- bil heiti: Ar hinnar breið- firsku konu. Mikil ólga er nú meðai starfsmanna Pósts og síraa. Stafar hún af ráðningu stöðvarstjóra á Seltjarnar- nesi. Staðan var auglýst á sin- um tíma eins og lög gera ráð fyrir. Bárust ellefu um- sóknir, margar frá starfs- mönnum sem lokið hafa tii- skildu námi í póstmanna- skólanum. Þá höfðu sumir umsækjenda langa starfs- reynslu að baki og höfðu jafnvel gegnt ábyrgðarstöð- um innan stof nunarinnar. Þegar ráðið var í starfið valdist í það kona sem ekki hefur lokið námi í ofan- greindum skóla. Þótti hin- ura umsækjendum, sem flestir eru konur, mjög fram hjá sér gengið. Hefur verlð mlkil óánægja með þessa tilhögun mála meðal starfsmanna, eins og áður Önundur Björnsson. Forvhnileg bók á ferðinni A næstu dögum kemur út hjá bókaklúbbnum Veröld dálítið forvitnileg bók. Hún heitir: Ég vil lifa, eftir þá önund Björnsson og Guð- mund Árna Stefánsson, þá sömn og sáu um raorgunút- varp i sumar. 1 bókinni segja niu manns frá þelrri lifsreynslu sinni að hafa staðið andspænis dauðanum. Ein þeirra er Doris Sigriður Magnúsdótt- ir, stúlkan scra misþyrrat var í Þverholtinu fyrir nokkrum árum. i bókinni segist henni þannig frá: „Mér fannst eins og fingra- för árásarmannsins væru á líkaraa minum, skitug og ógeðsleg. Ég man hvað ég beið þess að marbiettirnir á Gubraundur Ámi Stefánsson. bandleggjunum hyrfu, þvi þeir minntu mig svo á árásarmanninn. Ég var einhvern veginn óhrein á meðan þessi handarför voru á mér...”. Af öðrum sem segja frá lífsreynslu sinni á þessum vettvangi má nefna Guð- laug Friðþórsson, sjómann í Vestmannaeyjum, og Inga Stein Gunnarsson. Sá síðar- nefndi varð fyrir því að lenda i bílveltu og lamast upp að hálsi... Tuddi í aftursætinu Það gekk ekki andskota- laust fyrir bóndann á Aust- f jörðum að koma nauti sinu tU slátrunar um daginn. Bóndi hafði sumsé ákveð- ið að láta iarga nautinu. Þvi iagði hann af stað raeð það í kerru tU ÉgUsstaða. Kerr- una dró blæjujeppi, kröft- ugur farkostur, sem bóndl hafði valið tfl fararinnar. Þegar ekið hafði verið um hrið heyrði bóndi einhvern skarkala fyrir aftan sig. Hann leit við og sá þá sér tU hrellingar hvar boU sat f aftursætinu. Hafði honum greinUega leiðst vistin í kerrunni og þvi rutt sér leið yfir í jeppann. En ekki undi boU lengi þessum ferðamáta. Hann ruddist því út úr bilnura og tók á rás, með bóndann á hælunum. Tókst að góraa dýrið eftir drjúgan eltingar- leik og var það samstundis sent yf ir móðuna miklu. Umsjón: JóhannaS. Sigþórsdóttir. cristal vönduðu bresku vegg-og gólfflísarnar Steinprýði hf. hefur tekið við umboði John Lindsay hf. á Islandi fyrir hinar þekktu framleiðsluvörur breska fyrir- tækisins H & R Johnson Tiles, og fyrirtækjanna A G Tiles og Maw & Co. Fyrirtækin eru þekkt fyrir vandaða og fjölbreytta fram- leiðslu á CRISTAL vegg- og gólfflísum, auk fylgihluta og margvíslegrar gjafavöru úr gleri. Verðið er hagstætt og í sumum tilvikum lægra, en áður hefur þekkst hér á landi. Steinprýði hefur fyrirliggj- andi sýnishorn ásamt öllum nánari upplýsingum, og býður nýja viðskiptavini og að sjálfsögðu gamla viðskipta- menn velkomna. Nýr umboðsmaður á Islandi ISsteinprýðihf. Stórhöföa16 slmi 83340-84780 Umboðsmaður á Akureyri: ^skaptií

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.