Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Page 48
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu aða vitneskju um frétt — hringdu þé i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sam birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1985. Þorvaldur Mawby hættir sem f ramkvæmdastjóri Byggung: LAGT NIÐUR EFTIR TVÖ ÁR Hitaveita frá álverinu: Verður kannað strax í dag — segirRagnar Halldórsson forstjóri „Ég læt mina menn athuga þetta strax í dag,” sagði Ragnar Hall- dórsson, forstjóri álversins, í sam tali við DV um þá fullyrðingu að hitinn frá álverinu nægði til aö hita 20.000 manna byggð. Hugmyndir um nýtingu hitans komu fram á fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina. Enginn viröist þó vita með vissu hve mikill hitinn, sem berst með kælivatni frá verksmiðjunni, er. Ragnar Halldórsson sagöi að það hefði aldrei verið kannað nákvæm- lega þó vitaö væri að „þarna færi geysimikill varmi ónýttur í sjóinn. Hingað til hefur hluti af vatninu veriö notaður við fiskeldi en ekki nándar nærri allt. En þetta með að nota vatniö til húshitunar er hug- mynd sem þarf að skoða nánar,” sagði Ragnar Halldórsson. GK Kvenna- bylting hjá Framsókn Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: Kvennabylting varð bjá Fram- sóknarflokknumáNorðuriandi um helgina. Fimm konur og tveir karl- menn voru kosin í stjórn kjördæm- issambands flokksins í Norður- landskjördæmi eystra. Dæmið snerist þess vegna við frá því sem áður var. Þá sátu í stjórn- inni fimm karimenn og tvær konur. Konurnar fengu einnig formann stjórnarinnar að þessu sinni. Hann er nú Valgerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn. Fanginn enn laus Fanginn frá Litla-Hrauni7 sem slapp fyrir helgina, þegar hann var hjá tannlækni í Reykjavík, gengur enn laus. -sos BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA 25050 SENDIBÍLASTÖÐIN Hf LOKI Ungliðarnir í Framsókn reyna að brugga Jóni launráð frekar en ekki neitt! „Stjórn Byggung hefur ákveöiö að hætta starfsemi félagsins eftir tvö ár þegar öllum framkvæmdum núna verður lokið,” sagði Þorvaldur Mawby sem að eigin ósk hefur ákveðið að láta af starfi fram- kvæmdastjóra um næstu áramót. Þorvaldin- verður þó áfram for- maður Byggung. Astæðan fyrir því að Þorvaldur hættir sem framkvæmdastjóri er sú að hann og eiginkona hans, Helena Albertsdóttir, eru aö flytja til útlanda vegna sjúkdóms níu ára gamals sonar þeirra. Sonurinn er með soriasis. Eins og DV hefur áður skýrt frá hefur Byggung ákveðið að hægja á framkvæmdum. Leiðir það til þess að mörgum ibúðum seinkar um tvo til þrjá mánuði. Ástæður samdráttarins sagði Þorvaldur einkum vera þrjár: Van- skil Húsnæöisstofnunar, vanskil hús- byggjenda og of miklar framkvæmd- ir. Þetta hefði leitt til erfiðrar lausa- fjárstöðu. Byggung hefur sagt upp iðnaðar- mönnum vegna samdráttarins en einnig vegna þess að félagið hefur ákveðiö aö bjóöa út innivinnu. „Þegar félagið var stofnað fyrir tíu árum var mikil þröf fyrir ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk. Staöan núna er sú aö við eigum óseldar 20 þriggja herbergja íbúöir í Selási, sumar fokheldar. Verð á eldra húsnæði er orðið svip- að og það verð sem við erum að selja á þannig aö markaðurinn viröist vera mettur. Verð á eldra húsnæði er orðið mjög viðráðanlegt fyrir ungt fólk,” sagöi Þorvaldur Mawby. Vantraustiö á Jón Helgason: „Fóráská” Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: „Það fór á ská fyrir henni. Þaö kom frávísunartillaga frá Magnúsi Olafssyni, fyrrum ritstjóra NT, og hún var samþykkt við dræma þátt- töku. Það voru tíu með, fjórir á móti,” sagði Valdimar Guðmanns- son bóndi um vantrauststillögu sína á Jón Helgason ráöherra, sem hann. flutti á miðstjórnarfundi Sambands ungra framsóknar- manna um helgina. Valdimar sagði að þrjátíu manns hefðu setið miðstjórnar- fundinn, en þó eitthvað færri haft atkvæðisrétt. „Tíllaga mín var áskorun á þingflokkinn að skipa annan mann sem ráðherra þegar í stað. Eg gagnrýni Jón mest fyrir landbúnaðarmálin. En í umræðun- um um tillöguna fór þaö þó svo að áfengismálin bar hæst,” sagði V aldimar G uðmannsson. Ungirframsóknarmenn: Vilja bjórinn Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: Ungir framsóknarmenn vilja bjórinn. Á miðstjórnarfundi Sam- bands ungra framsóknarmanna á Blönduósi um helgina var sam- þykkt tillaga um að leyfa bruggun og sölu áfengs öis á Islandi. Fundurinn samþykkti einnig til- lögu um að þaö verði eingöngu á valdi sveitarstjórna hvernig vín- veitingamálum sé háttað. Gert er ráð fyrir að ráðherra eigi aðeins að staðfesta samþykktir sveitar- stjórnanna í þessum málum. Kindakjötlækkar um20prósent Helstu tegundir kindakjöts lækka í dag um 20 prósent til neyt- enda. Gert er ráð fyrir að um 90 milljónum veröi variö til að niður- greiöa kjötið og mun þaö duga til niðurgreiöslna á um 2000 tonnum. Tilgangurinn með þessari lækk- un er að draga úr birgöahaldi og auka neyslu innanlands tH þess að minnka þörfina fyrir útflutning sem tUtölulega lágt verð fæst fyrir. —HHEI -KMU. Umferðaróhapp varð á Svalbarðsstrandarvegi beint á móti Akureyri skömmu fyrir hádegi í gær. Þar fór bilaleigubíll út af sjö metra kanti og hafnaði á túni. Einn maður var i bilnum. Hann kastaði sér út úr honum um leið og billinn stoppaði. Eldur kom upp i bilnum og varð hann alelda á svipstundu. Talið er að bíllinn hafi farið út af þegar hann lenti á hálkubletti. SOS/DV-mynd JGH „Ég beið bara meðan húsið fyiltist af sjó" - sagði Trausti Aðalsteinsson, sem var í olíubíl, sem hafnaði í sjónum í Vatnsf irði „Hún var ekki neitt glæsileg vistin þarna á meðan ég beið eftir að húsið fylltist af sjó. En mér tókst einhvern veginn að harka þetta af mér og komast út og synda í land og ganga síðan að næsta bæ. Það var nú erfiö- ast við þetta, því þaö er hátt í klukku- stundar gangur og ég bara á buxun- um og skyrtunni og holdvotur og kaldur.” Þetta sagði Trausti Aðalsteinsson, bifreiðarstjóri á Patreksfirði, í viðtaii við DV í gær, en hann lenti í því snemma á laugardagsmorguninn aö stór olíubUl, sem hann ók, fór út af veginum á Hörgnesi í Vatnsfirði og endaði úti í sjó eina 12 metra frá landi. Trausti var með fullhlaðinn bíl af gasoh'u á leiö að vegavinnuflokki frá Norðurverki þegar óhappið varð. Fór bUlinn út af veginum og á kaf í sjóinn, en hásjávað var og mjög að- djúpt þama við veginn. „Ég hélt sem betur fer rænu og beið bara á meðan húsið fylltist af sjó,” sagði Trausti. „Það gekk ágæt- lega að komast út úr bílnum eftir það og síðan synti ég í land og gekk að næsta bæ sem er Fossá,” sagði Trausti og vildi sem minnst gera úr þessu öUu. Er það talið mikið af rek hjá honum að komast alla þá leið kaldur og blautur. Hann var illa skorinn á enni og einnig meiddur á hendi. I gær átti að gera tilraun tU að dæla olíunni úr bUnum þegar hann kæmi upp á fjöru, en hann er um 12 metra frá landi, eins og fyrr segir. Síðan átti að ná honum upp. Eitthvað af oliunni mun hafa lekiö i sjóinn. Olíubrák var á f jörunni í gær en ekki er vitað hvað mikið magn hefur lekið úrhonum. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.