Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Side 4
4 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. Wartburg pick-up með þykku níðsterku palltjaldi kemur í desember. Ríkisstjórnin ætlar að hækka tolla af pallbílum 1 ■ janúar 1986 til jafns við fólksbíla. Það er því að hrökkva eða stökkva. Þetta frábæra verð stendur til áramóta. Sýnum laugardag og sunnudag kl. 14— 17. Wartburg pick-up. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. Jón Kjartans- son, f orstjóri ÁTVR, látinn Jón Kjartansson lést í Þýskalandi aö kveldi sl. fimmtudags. Hann var 68 ára, fæddist áriö 1917 á Siglufirði. Jón var forstjóri Afengis- og tóbaks- verslunar ríkisins frá 1961, en frá 1957—1961 forstjóri Áfengisverslunar ríkisins. Jón var í heimsókn hjá syni sínum í Hamborg er hann lést. -KB. Julia Morley sem hélt keppninni áfram þrátt fyrir sorgina sem fylgdi í kjölfar þess að missa einkadóttur sína. „Hin hugrakka ungfrú heimur" Sorgin hélt einnig inrireiö sína í keppninnni. Katy, 17 ára dóttir Júlíu Morley, dó nóttina eftir keppnina, og þaö reyndar aöeins nokkrum tímum eftir aö úrslitin voru tilkynnt. Katy, sem þjáöist af sjúkdómi sem lagðist á miðtaugakerfið, hvatti móöur sína fram undir það síöasta til að halda áfram meö keppnina eins og ekkert heföi ískorist. Móöir hennar, sem vitaskuld var miöur sín, sagði eftir á: ,,Eg hef misst mína eigin litlu ungfrú heim. Katy var ótrúlega hugrökk stúlka.” -SMJ. Skyggnst bak við tjöldin í Miss World keppninni Miss World fegurðarsamkeppnin hefur verið mikill hvalreki fyrir breska fjölmiðla. Hafa sérstaklega „léttari” blööin verið dugleg við að uppfræða almenning um allt milli himins og jaröar varöandi keppnina. Hafa þau sérstaklega verið dugleg viö að draga fram ýmislegt í sam- bandi viö skap og hegðan keppenda og sýnt ótrúlega hugkvæmni við aö draga fram leyndar hugsanir stúlkn- anna. Þess má þó geta aö ekkert mis- jafnt hafa þeir fundið um hana Hófi okkar og þaö þótt þeir hafi örugglega leitaðvel. Þess vegna kom þaö í hlut annarra stúlkna aö lenda milli tannanna hjá almenningi. Og þar voru fremstar i flokki þær ungfrú Bretland og ungfrú USA. Ungfrú Bretland, Mandy Shives, sem var í öðru sæti, var álitin vera frekar „tíkarleg” persóna og þaö meira að segja af löndum sínum. Hún og ungfrú USA, sem var vægast sagt örugg með sjálfa sig, voru taldar vera snobbaöar og hroka- fuilar. Einn keppandi frá Austur- löndum sagði aö þær teldu sig hátt yfir aöra hafnar. Þær stöllur voru mikið saman og þegar þær birtust sögðu hinar stúlkumar hæönislega: „Þama koma drottningarnar.” Frægt var t.d. þegar Mandy, ungfrú Bretland, trylltist þegar herbergisfé- lagi hennar, ungfrú Irland, notaði krullujámið hennar. hneykslismálin á fullu Ungfrú Bretland vakti ekki mikla hrifningu fyrir utan þá sem heilluð- ust af fegurð hennar. Strangt eftirlit Flestir keppendur voru óhressir með hið stranga eftirlit sem var meö keppendunum. Var ástandinu jafnvel líkt við fangelsi meö ströngu öryggiseftirliti. Veitti þó trúlega ekki af því vegna þess hve London er vin- sælt skotmark f yrir hryöjuverk. Stúlkumar kvörtuðu einnig yfir því hve fáa miða þær fengu fyrir ætt- ingja. Einnig kvörtuöu þær yfir al- mennum leiöindum. Sagði einn kepp- andinn t.d.: „Við vorum eins og í fangelsi og sumar okkar sáu lítið sem ekkert af London.” Ástin blómstrar Sonur stjómenda keppninnar, Julian Morley, haföi greinilega mest- an áhuga á einni stúlku. Var það hin 23 ára gamla ungfrú Kanada, Connie Fitzpatrick. Hin ljóshæröa Connie flutti meira aö segja inn í lúxusíbúð Julians í London. Julian, sem er 27 ára og sonur Júlíu Morley sem rekur keppnina, sagöi um samband þeirra Connie: „Já, ég geri ráö fyrir því aö það sé hægt aö kalla hana vinstúlku mina núna. Við erum í nánu sam- bandi og mér finnst hún frábær.” Ekki gáfnakeppni Skemmtileg uppákoma varö í sjón- varpsþætti eftir keppnina, fræg sjónvarpskona, Anne Diamond, stjómaöi honum. Julia Morley, eigandi keppninnar, vakti þar mikla athygli þegar hún fullyrti frammi fyrir alþjóð að stúlk- ur sem kepptu þarna þyrftu ekki aö búa yfir miklum gáfum. Stjóraandi þáttarins, Anne, reyndi aö breiöa yfir þessi vandræöalegu ummæli með því að snúa sér til fyrrum Miss World, Astrid Herrera frá Venezúela og segja: „Viö vitum þó öll um gáfur Astrid vegna þess að hún hefur lært ensku mjög vel.” Og það eina sem Astrid gat sagt var stutt og laggott KR. 157.000 Siðasta myndin sem var tekin af Katy. Var hún tekin á 17. afmælis- degi hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.