Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Síða 6
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985.
jKrákan:
Ég hugsaði mér, að næst fengi ég
mér púrrusúpu Hinriks VIII, olífu-
kæfu og spaghetti Bolognaise. En þá
var kominn nýr matseðill. Þetta var
horfið og nýtt komið í staðinn, ekki
síður spennandi.
Þannig er Krákan, full af hug-
myndaflugi og breytingagirni, einn
E? _
m .
Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og
blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en
krónupeningarnir tákna verðlagið.
Jónas Kristjánsson
skrifar um
veitingahús
af sárafáum nýju staðanna, sem á
eitthvert erindi við okkur. Ég hlakka
jafnvel til að fara þangað, næstum
eins og ég hlakka til að fara í Arnar-
hól og ef til vill tvo aðra staði.
Þar með er ekki sagt, að Krákan
búi yfir sérlega fínlegri matreiðslu.
Þegar réttirnir eru komnir á borð,
eru þeir ekki alltaf eins spennandi
og þeir litu út fyrir að vera á matseðl-
inum. Þar á ofan eru þeir stundum
allt aðrir en þeir, sem ég átti von á
að fá eftir að hafa lesið nöfn þeirra
á seðli.
Krákan er mun smekklegri og
notalegri veitingastaður en fyrir-
rennarar hennar voru hér á horni
Laugavegar og Klapparstígs. Mikið
af ruslinu hefur verið rifið út, en
Búdda situr þó eftir og er kominn
upp á gamlan og ólitaðan viðarskenk
við langvegg. Smávægilegt er komið
af undarlegu dóti, svo sem stytta af
þjóni og grænmetissultur í krukkum
áhillu.
Mikið er af pottablómum, einkum
í gluggum. Sperrur eru í svörtu lofti
og viður í hvítum þiljum. Málverka-
sýningar hanga á veggjum. Sæti eru
fyrir 32 á neðra gólfi og 13 á hinu
efra. Sveigður viður er í stólbökum
og tágar í setum. Á borðum eru bleik-
ir og hóflega hreinir dúkar undir
diskamottum, pappírsmunnþurrkum
og skemmtilegum kertastjökum úr
hörpuskeljum.
I heild má kalla umhverfið við-
kunnanlegt, fremur en ríkmannlegt.
Vaskurinn á salerni var undarlega
óhreinn.
Matseðill
fyrir Marzbúa
Matseðill Krákunnar er engu lík-
ur, sem ég hef séð. Það er eins og
hann sé gerður fyrir aðvífandi Marz-
búa, eins konar sýnishorn matar-
gerðar jarðarbúa. Hann spannar
Grikkland, Indland, Texas, Mexíkó,
Kína, Jamaika, Indónesíu, Ítalíu,
Portúgal, Rússland og jafnvel ísland.
Annan eins hrærigraut hef ég aldrei
séð á matseðli og er þó ýmsu vanur.
Fulltrúi Grikklands var ágætis
pönnubrauð, þykkt og seigt, með
tvei'mur ídýfum, sem gáfu réttinum
nafnið Sadziki og Taramosalata.
Sadziki á að vera söxuð gúrka, hvít-
laukur og dill eða minta í olífuolíu
og jógúrt og ef til vill ediki. Taramo-
salata á að vera kæfa hrogna, til
dæmis þorskhrogna, og olífuolíu,
sítrónu og brauðmylsnu. í raun voru
þetta mildar og hlutlausar ídýfur,
aðallega úr jógúrt. Smávegis gulrót-
arbragð var að hrognakæfunni, en
hins vegar ekkert hrognabragð.
Kannski hefur kokkurinn farið línu-
villt í matreiðslubókinni.
Kryddlegin og glóðuð svínarif voru
kölluð "Mao Tse Tung", sennilega
til að vara fólk við. En það er ástæðu-
laust, því að þetta reyndist vera
ágætis forréttur, bragðsterkur og
skemmtilegur.
Fyrirferð á
grænmeti
Grænmetisréttir eru blessunarlega
fyrirferðarmiklir á seðlinum. Einn
þeirra er hin mexíkanska Tortilla,
stökk, opin pönnukaka utan um fyll-
ingu bauna og grænmetis. Hún var
góð, en ekki bragðsterk. Henni fylgdi
ágætis, sæt jógúrt-ídýfa og hrásalat.
Annar grænmetisréttur er hin ind-
verska Samosa, djúpsteiktar pönnu-
kökur, vafðar utan um blöndu af
baunum og öðru grænmeti, einkum
papriku og gulrótum. Á matseðlinum
er því raunar haldið fram, að réttur
þessi sé frá Líbýu. Pönnukökurnar
voru þunnar og stökkar, bragðgóðar
og snarpheitar. Þetta reyndist vera
ekta Austurlandaréttur. Áðurnefnd
jógúrtsósa fylgdi.
Hrásalatið, sem fylgdi grænmetis-
réttunum og aðalréttunum, var fram-
bærilegt, aðallega hvítkál eða kína-
kál með mjög litlu af jógúrt eða
sýrðumrjóma.
Graslaukssúpa var sæmileg og
karrísúpa var góð, með miklu af
sveppum, papriku og dósa-ananas,
fremur sæt.
Pönnukaka með Chilli con carne
var þunn, íslenzk pönnukaka, lögð
utan um hakkað kjöt og baunir,
bragðsterkari, betri og matarmeiri
réttur en sá, sem ég hafði áður fengið
í Sombrero.
Djúpsteiktur fiskur var góður,
enda ekki of mikið eldaður. Skorpan
var þunn og stökk. Með fylgdi sætsúr
sósa.
Kryddlegnar úthafsrækjur voru
misheppnaðar, einkum vegna þess
að þær voru fastar í skelinni og vildu
ekki losna með neinum hefðbundn-
um aðferðum. Þær voru skemmti-
lega, en raunar of mikið kryddaðar,
alveg eins og verið væri að fela
rækjubragðið. Brennt smjör fylgdi
þeirri.
Hörpuskelfiskur Jamaica var afar
meyr og góður, ekki ofeldaður. Hann
var borinn fram með ferskum svepp-
um og papriku í mikilli og blessunar-
lega hveitilausri sósu.
Kryddleginn lambavöðvi var full-
trúi íslands á seðlinum. Hann var
vel leginn, meyr, ekki ofeldaður.
Þessum ágæta mat fylgdi lint og
ólystugt brokkál og bökuð kartafla,
svo og tvær skemmtilegar sósur,
önnur með piparrót og hin með
mintu.
Rauður
kjúklingur
Kjúklingur tandoori var sæmilega
verðugur fulltrúi Indlands, kallaður
„skræpótti fuglinn". Slíkur kjúkl-
ingur er leginn í jógúrt og krydd-
blöndu, sem gerir hann eldrauðan
að utan, þegar hann er bakaður í
ofni, sem helzt á að vera leirofn, er
Indverjar kalla Tandoor. Rauða
húðin var góð, en kjötið var of þurrt.
Því fylgdi skemmtilega sterk sósa og
næfurþunnt, stökkt brauð, afar
skemmtilegt, svo og lime og lauk-
hringir og auðvitað hrísgrjón.
Lítið er um eftirrétti í Krákunni.
Enginn var skráður á fastaseðlunum,
sem ég sá, og aðeins í einni heimsókn
var einn eftirréttur skráður á seðil
dagsins, eldsteikt epli með rjóma. Ég
prófaði þau ekki, en hins vegar ágætt
kaffi úr nýrri expresso-vél.
Þjónusta er alúðleg í Krákunni.
Vínlistinn er fremur lélegur eins og
raunar víðast hér á landi. Niðursoðin
tónlist er í bakgrunni. Gestakokkar
hafa stundum sett svip sinn á stað-
inn. Svo brá mér um daginn, þegar
boðaður var ljóðalestur í náinni
framtíð. Það lá við, að ég missti
matarlyst.
Verðlag Krákunnar er hóflegt, mitt
á milli miðjuverðsstaða á borð við
Torfuna og staða lágs verðs á borð
við Pottinn og pönnuna. Samkvæmt
reikningsaðferðum þessa greina-
flokks ætti þriggja rétta máltíð með
hálfri flösku af víni og kaffi að kosta
995 krónur.
Af einkunnagjöfinni hér á síðunni
má sjá, að töluvert samræmi er milli
verðs og gæða, betra samræmi en
áður hefur fundizt í greinaflokknum.
Þess vegna á Krákan erindi til okk-
ar.
Jónas Kristjánsson
Hádemseðill
r' -n o. *
140 uullassupa
210 Frönsk epgjabaka
280 Fiskigúllas Napólí
3}j Pönnukaka cbilli con carne
2) 0 Samosa
Kvöldseðill
120 Grœnmetissúpa
280 Djúpsteikturfiskur Haivai
32j Spagbetti Bolognaise
210 Skinkarúllur með salati og piparrótarsósu
230 Tortilla Mexikana
240 Fyl/t paprika Milano
3) 0 Gratineraðir sjávarréttir
Fastaseðill
240 Sjávarréttasúpa
20j Karrísúpa
110 Sadfikj og Taramosalata
18 j Svínarif Mao Tse Tung
16j Djúpsteiktir paprikubringir með chilli-bnetusósu
210 Kraklingur vinaigrette
24j Salatskál með rœkjum og túnfiski
230 Grillsteikt lambalifur með marineruðum sveppum
260 Síldarópera með rúgbrauói, karríog tómat
220 FLggjakaka
21 j Bamaborgari með kartöflum og salati
22j Pilau, kryddbrísgrjón með salati
230 Samósa, beimalagað brauð með granmetisfyllingu
ijj Arstíðarsalat með bvítlauksdressing
260 Tortilla grœnmetisœtunnar
34) Smokkfiskur Chinatown
330 Maschchi kabab, marineraðir sjávarréttir á teini
36j Hörpuskefiskur Jamaica
380 Djúpsteiktur skbtuselur Indonesia
63 j Hamb Islandia, mariheraður lambavóðvi
44j Skrœpóttifuglinn, tandoori kjúklingur
30j Chilliborgari Mexikana
720 T-bone steik Texas
33 j Pönnukaka vestursins, chilli con carne
jo Kaffi
Prófkjör Sjálfstæðismanna
24. og 25.nóv. 1985
Valið erauðve/t
kjósum
t