Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Page 9
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985.
LAUGARDAGS-
PISTILL:
Þungbúnir framsóknarráðherrar. Reiðubúnir að fórna flokknum?
Pólitískar tæknibrellur
1 þeim tíðu innanflokksátökum,
sem einkennt hafa starfsemi ís-
lenskra stjómmálaflokka, hefur
gjarnan komið til klofnings. Þeir,
sem farið hafa úr viðkomandi flokk-
um, hafa þá efnt til sérstakra fram-
boða og jafnvel sérstakra stjóm-
málaflokka. Þetta hefur farið vax-
andi undanfarin ár.
Að baki slíkum klofningi og sér-
framboðum eða nýjum flokkum hef-
ur gjarnan verið alvarlegur ágrein-
ingur um menn og málefni. Oft hafa
deilur magnast stig af stigi um nokk-
urt árabil áður en upp úr hefur soðið.
Síðustu dagana hefur þeirri nýjung
skotiö upp kollinum í islenskri stjóm-
málaumræðu að stjómmálaflokkur
eigi að skipta sér í tvennt af
kosningatæknilegum ástæðum ein-
vörðungu. Að baki slíkum klofningi
er sem sagt ekki ósættanlegur mál-
efnaágreiningur heldur einungis at-
kvæðaleg spákaupmennska.
Það er í Framsóknarflokknum
sem hugmyndinni um slíkar póli-
tískar tæknibrellur hefur verið
hreyftífullrialvöru.
Samkvæmt henni er árangursrík-
ast fyrir framsóknarmenn í Reykja-
vík og Reykjaneskjördæmi að bjóða
fram sérstakan lista, F-lista, alls
óháðan framboðum Framsóknar-
flokksins í öðrum kjördæmum
landsins. Tilgangurinn er í raun ekki
sá að vinna þingmenn af öðrum
stjómmálaflokkum. Nei, markmiðiö
er að vinna þingmenn af lands-
byggðarmönnum í Framsóknar-
flokknumsjálfum.
Mismunun
Einn þeirra framsóknarmanna,
sem velt hefur þessari hugmynd
nokkuö fyrir sér, skrifaði kjallara-
grein í DV í byrjun vikunnar. Þar
birti hann tölur, sem sýna í hnot-
skum þá mismunun sem er undirrót
þessara hugleiðinga framsóknar-
manna.
Framsóknarflokkurinn á einungis
einn þingmann í Reykjavík og engan
á Reykjanesi. Flokkurinn fékk 8225
atkvæði í þessum tveimur kjördæm-
um. 1 hinum kjördæmunum sex
fengu framsóknarmenn tvöfalt fleiri
atkvæði, eða 16525, en 13 þingmenn.
Framsóknarþingmaður á Vest-
fjörðum hafði þannig á bak við sig
755 atkvæði. Eini þingmaður flokks-
ins í Reykjavík var kjörinn af 4781
kjósanda. 3444 kjósendur flokksins i
Reykjaneskjördæmi fengu engan
þingmann kjörinn. Slíkt atkvæða-
magn nægði þó öðrum flokkum til
uppbótar þingmanna.
Ljóst er að ef framsóknarmenn í
þessum tveimur kjördæmum hefðu
boðið fram sérstakan sameiginlegan
lista hefðu þeir fengið fleiri þing-
menn þar.
Auðvitaö er skiljanlegt að fram-
sóknarmönnum á þessu svæði þyki
þetta óþolandi mismunun.
En hér er fyrst og fremst um að
ræða innanflokksvandamál fram-
sóknarmanna. Flokkurinn í heild
sinni hefur fengið sinn skerf þing-
manna miðað við atkvæðamagn og
vel það.
Að kljúfa stjómmálaflokk til þess
aö vinna bug á sliku innanflokksmis-
réttí virðist óneitanlega vera líkt og
aö skjóta af fallbyssu til aö kála
flugu.
Hnignandi flokkur
Hitt er svo annað mál að þessar
umræður allar eru aöeins eitt af
mörgum dæmum um hnignun Fram-
sóknarflokksins.
Staðreyndin er sú að Framsóknar-
flokkurinn hefur jafnt og þétt misst
fylgi undanfarin ár. Hann hefur í
raun og veru aldrei náð sér eftir
kosningaáfalliö sem fylgdi í kjölfar
stjórnarsetunnar 1974—1978.
1 kosningunum 1978 hrundi fylgi
Framsóknarflokksins niöur í 16,9 af
hundraði. Þótt flokkurinn hafi einu
sinni, í kosningunum 1979, bætt við
sig fylgi aftur, þá var það einungis
tímabundið. I síðustu alþingiskosn-
ingum, 1983, fékk Framsóknarflokk-
urinn 19,5 af hundraði atkvæða. Og
samkvæmt skoðanakönnunum er
fylgi hans nú enn minna, eða álíka og
í ósigrinum mikla árið 1978.
1 sambandi við mat á skoðana-
könnunum, hvað fylgi Framsóknar-
flokksins varöar, má benda á að
fyrir alþingiskosningarnar síðustu
var flokknum spáð 12—13 þingmönn-
um í skoðanakönnun DV. Flokkurinn
fékk 14 þingmenn. Könnunin var því
harla nákvæm hvað fylgi Fram-
sóknarflokksins varðar. Ástæðulaust
er aö ætla annað en aö svo sé enn. I
Jónsson var sterki maöur flokksins
og lengst af formaður varlögðmikil
áhersla á að hasla flokknum völl i
þéttbýlinu í Reykjavík og Reykja-
neskjördæmum. Og reyndar í
kaupstöðum um allt land.
Sú viðleitni bar nokkurn árangur.
Um tíma var flokkurinn með rúm-
lega 28 af hundraði atkvæðanna í
landinu. Þá hafði hann tvo kjör-
dæmakosna menn í Reykjavík og
einn á Reykjanesi.
Þetta fylgdi í kjölfar allt annarra
stefnuáhersla en nú tíðkast í Fram-
sóknarflokknum.
Flokkurinn lagði þá miklu meira
upp úr málefnum sem snertu þétt-
býlisfólk og launamenn. Enda tókst
Framsóknarflokknum á timabili aö
fá meira fylgi í kaupstöðum landsins
en Alþýðubandalagið haf öi.
Siðustu árin hefur stefnan verið
allt önnur hjá forystumönnum
Framsóknarflokksins.
Segja má að stefnan hafi reyndar
einkum verið sú aö hafa flokkinn í
ríkisstjóm.
Slfkt er auðvitað fyrst og fremst
hagsmunagæsla en ekki pólitísk
stefna.
Stjómmál snúast ekki bara um
völd, heldur um það hvað menn ætla
að gera með völdin.
Ahrifamenn i Framsóknarflokkn-
um í höfuöborginni hafa staðiö i
stríði við flokksforystuna um ýmsar
stefnuáherslur.
Sá ágreiningur, hvort flokkurinn
eigi að vera fyrst og fremst lands-
byggöarflokkur eöa huga engu síður
að málefnum þéttbýlisins, hefur ver-
ið mikill síðustu árin þótt hann hafi
ekki alltaf f arið hátt.
Þingflokkurinn og flokksforystan
hefur þar dregið taum landsbyggðar-
innar. s
Þessi ágreiningur hefur vafalaust
gefið hugmyndunum um sérframboð
framsóknarfólks i Reykjavik og á
Reykjanesi aukinn byr innan flokks-
ins.
Mannfórnir eða flokks?
Þau ummæli formanns Fram-
sóknarflokksins fyrir skömmu að
flokknum væri fórnandi fyrir
árangur i efnahagsmálum hefur
vakið nokkra athygli, enda
óvenjuleg.
Þeir eru til sem telja að þetta sýni
heilindi formannsins í baráttunni við
veröbólguna, sem er enn ósigruð, og
efnahagsvanda þjóðarinnar.
Aðrir segja að ummælin sýni
aðeins enn einu sinni hvaö for-
maðurinn sé skilningslítill á hlutverk
sitt sem formaður stjómmálaflokks.
Og þá jafnframt aö betra sé aö
fóma formanni en flokki.
En allt kyndir þetta undir þeirri
óánægju, sem farið hefur vaxandi
undanfarin ár.
Erfitt val
Þegar nær liður alþingis-
kosningum standa framsóknarmenn
frammi fyrir erfiðum kostum:
Eiga þeir að bjóða fram í einu lagi
eða kljúfa flokkinn í tvennt — í B-
lista og F-lista, i dreifbýlisflokk og
þéttbýlisflokk?
Eiga þeir að veita konum brautar-
gengi á framboðslistum eða halda
áfram þeirri sérstöðu, sem einkennt
hefur þingflokk framsóknarmanna,
að hafa þar enga konu?
Eiga þeir að byggja baráttuna um
atkvæðin á „afrekum”, sem fæst eru
vænleg til fylgis i þéttbýlinu, eöa
taka með ferskum hætti á þeim
mörgu og alvarlegu vandamálum
sem brenna á íbúum bæja og borgar
þessa lands?
Þetta eru nokkrar þær spumingar
sem framsóknarmenn veröa að leita
svara við hjá sjálfum sér.
Svo er auðvitað spuming hvort það
dugar nokkuð fyrir Framsóknar-
flokkinn að reyna að færa sig til nú-
tímalegri hátta. Hefur hann ekki
þegar misst af strætisvagninum og
glatað endanlega stöðu sinni sem
einn af stóru stjómmálaflokkunum í
landinu?
Það er óneitanlega margt sem
bendir til þess að svo sé. Og þá
jafnframt að ekkert nema hressileg
endurhæfing í alllangri stjómarand-
stöðu geti unniö flokkinn upp úr
niðurlægingu fylgishruns og stefnu-
leysis.
Það virðist sem sagt ljóst aö þaö
þurfi að fóma ýmsu — mönnum,
stefnuáherslum og valdasetu — ef
f ramsóknarmenn ætla að koma í veg
fyrir að flokknum sjálfum verði fóm-
aö og hann gerður að smáflokki.
-ESJ.
ríkisstjóm. I hugum yngri kynslóð-
anna er hann því fyrst og fremst
kerfisflokkur, sem stendur vörð um
oft óvinsæla og að margra áliti óeðli-
lega hagsmuni. Þau mistök, sem
gerð hafa verið í f járfestingamálum,
eru af mörgum skrifuð á reikning
þess flokks sem verið hefur í ríkis-
stjóm allar götur frá árinu 1971, yfir-
leitt í st jómarforystu.
önnur ekki veigaminni skýring er
einfaldlega sú staðreynd aö
Framsóknarflokkurinn hefur á und-
anförnum árum breyst aftur i flokk
sem fyrst og fremst sækir fylgi sitt
og viðhorf til landsbyggðarfólks.
Ekkert er athugavert við að
flokkur taki að sér slíkt verkefni. En
það er annað hlutverk en Fram-
sóknarflokknum var áður ætlað og
þýðir að hann verður óhjákvæmilega
smáflokkur.
A stjómarandstöðuárum Fram-
sóknarflokksins, þegar Eysteinn
síöustu skoðanakönnun DV hafði
Framsóknarflokkurinn 13—14 af
hundraði þeirra sem tóku af stöðu.
Landsbyggðar-
flokkur
Hver er svo skýringin á þessari
hnignun Framsóknarflokksins?
Astæðumar eru vafalaust margar.
Flokkurinn hefur veriö afar lengi i
Elías Snœland
Jónsson
AÐSTOÐARRITSTJÓRI