Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Page 16
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. Leikhúslíf og list hefur um langa hríð staðið með miklum blóma í Tékkóslóvakíu. Þar í landi eru bæði fræg leikhús og leiklistarakademíur, jafnt fyrir leikara sem leikstjóra, dramaturga og fræðimenn í listinni. Og kvikmyndafræði stendur þar og hátt. Hér fyrrum var kvikmynda- skólinn í Prag eftirsóttur af útlend- um námsmönnum, ekki síst eftir að menn á borð við Milos Forman höfðu slegið í gegn á Vesturlöndum. Einhver frægasta leikkona Tékka á okkar dögum heitir Vlasta Chram- ostová. Þeir sem til hennar þekkja segja að hún sé engin venjuleg leik- kona. Hún er orðin mörgum Tékkum tákn um andstöðu menntamanna við menningarlega einföldun alræðisins og ómanneskjulega framkomu valds- ins. „Framúrskarandi listamaður“ í kommúnistaríkjum hefur það verið plagsiður að útnefna þá sem flokkurinn telur sérstaka fyrirmynd- arborgara einhverju skrautheiti. Það er talað um „fyrirmyndarverka- menn“, „hetju Sovétríkjanna" og fleira í þeim dúr. Fyrir mörgum árum var Vlasta Chramostová útnefnd „framúrskarandi listamaður" í Tékkóslóvakíu. En þegar Rússar réðust irin í Tékkóslóvakíu 1968 tókst hún á hendur það hlutverk sem yfirvöld í föðurlandi hennar hafa síðan litið homauga. Þá var hún aðstoðarmaður eiginmanns síns, kvikmyndagerðarmannsins Sten- islavs Milota, þegar hann filmaði innrásina á götum Prag, myndaði lifandi heimildir um endalok „sósíal- isma með manneskjulegt yfirbragð" og upphaf „sósíalisma í brynju". Eftir að „eðlilegt ástand" var komið á í Tékkóslóvakíu 1969 var Chramostovu meinað að starfa við leikhús í heimalandi sínu. Og hún mátti heldur ekki leika eða starfa með öðrum hætti við útvarpsstöðvar, sjónvarpið eða kvikmyndir. Yfirvöldin voru staðráðin í að brjóta á bak aftur alla þá sem grunur lék á að færu kannski að hugsa sjálf- stætt, draga eigin ályktanir o.s.frv. Eins og aðrir listamenn í Tékkósló- vakíu, sem lentu í sambærilegum hremmingum, þá fékk Chramostová aðlögunartíma - tíma til að átta sig á og sætta sig við nýjan raunveru- leika í landi sínu. Sá raunveruleiki hljóðaði einfaldlega upp á að ekki væri mögulegt að vinna nema í og undir því kerfi sem stundum var nefnt „hið manneskjulegasta sósíal- istakerfi sem til er“. Mutter Courage í sveitinni Þegar Chramostová hafði þannig verið „kæld“, eins og fleiri, buðust Vlasta Chramostová í stofuleikhúsi sinu. Piöfkjör sjálfstædismanna í Reykjavík dagana 24. og 25. nóv. ’85 Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Þeir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við borgarstjórnar- kosningar, þ.e. verða 20 ára 31. maí 1986 og undirritað hafa inhtökubeiðni í sjálfstæðis- félag fyrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa: Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðs- lista. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi annað sæti framboðslistans o.s.frv. Kjósið í því hverfi sem þér hafið nú búsetu í. Ef þér hafið flutt til Reykjavíkur eftir 1. des. 1984 og ætlið að gerast flokksbundin, þurfið þér að framvísa vottorði frá Hagstofunni sem staðfestingu á lögheimili í Reykjavík. KJÖRSTADIR VERÐA OPNIR SEM HÉR SEGIR: Sunnudaginn 24. nóvember á 4 kjörstöðum i 5 kjörhverfum frá kl. 10-20. 1. kjörhverfi: Nes- og Mela-, Vestur- og Miðbæjar-, Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Öll byggð vestan Rauðarárstígs að Miklubraut. Kjörstaður Hótel Saga — Lækjar- hvammur. 2. kjörhverfi: Hlíða- og Holta-, Laugarnes- og Langholts- hverfi. Öll byggð er afmarkast af 1. kjörhverfi í vestur og suður. öll byggð vestan Kringlu- mýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar. Kjörstaður Valhöll, Háaleitisbraut 1, Vestursaíur, 1. hæð. 3. kjörhverfi: Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýr- arbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjörstaður Valhöll, Háaleitisbraut 1, Austursalur 1. hæð. 4. kjörhverfi: Árbæjar- og Seláshverfi, Ártúnsholt og Grafarvogur og byggð Reykjavíkur norðan Elliðaáa. Kjörstaður Hraunbær 102B, Suðurhlíð. 5. kjörhverfi: Breiðholtshverfin. Öll byggð í Breiðholti. Kjörstaður Menningarmiðstöðin við Gerðuberg. Munið! Númera skal við fæst 8 og flest 12 fram- bjóðendur. Mánudaginn 25. nóvember frá kl. 14—21 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Öll kjörhverfin saman. yfirvöld til að koma henni á leiklist- arsporið aftur. Henni bauðst að leika við lítið leikhús úti á landsbyggð- inni, langt í burtu frá Prag. Chramostová þakkaði fyrir sig og fór út í sveit. En í sveitinni gerðist þá svolítið sem yfirvöldin áttu bágt með að sætta sig við. Chramostová lék þarna -Mutter Courage í samnefndu leikriti eftir Bert Brecht. (Hér á íslandi lék Helga Valtýs- dóttir hlutverkið síðast þegar Þjóð- leikhúsið færði það á svið. Leikur Helgu er ógleymanlegur þeim sem sáu.) Uppsetningin, og leikur Chramostovu, varð þegar í stað víð- fræg, fólk kom akandi mörg hundruð km til þess að sjá stjörnuna. Til þess að sjá hugrekki (courage) og bar- áttuanda á leiksviði. Yfirvöldin gerðu sér grein fyrir að tilraun þeirra með Chramostovu hafði misheppnast. Þeim fannst hún ekki þakklát - þakklát fyrir að henni hafði verið leyft að lifa - og leika. Hún lék Mutter Courage - ekki bara eins og Brecht hafði skrifað hlut- verkið, þ.e. sem einfalda konu sem berst af krafti og mótmælir nauðung hins heimskulega kerfis; hún sýndi áhorfendum einnig vald hinna valda- lausu. Og það sem verra var - sem persóna var Chramostová heldur ekki tilbúin til að knékrjúpa fyrir embættismönnum kerfisins og biðja um fyrirgefningu. Af þessu öllu leiddi að henni var nú einnig bannað að leika á lands- byggðinni. Stofuleikhúsið Næstu árin á eftir sá Vlasta Chramostová fyrir sér með því að búa til skerma fyrir borðlampa. Það voru víst fallegir skermar - en manneskja, sem er fæddur leikari, getur ekki skipt á borðlampanum og sviðsljósinu. Árið 1976 varð skáldið Jaroslav Seifert 75 ára. Chramostová stóð fyrir upplestri úr verkum hans fyrir nokkra vini sína. Hún las úr minn- ingum skáldsins sem ekki fengust útgefnar þar eð skáldið var bannlýst. Leikkonan, sem meinað var að leika, flutti texta skáldsins sem bannað var að gefa út. Seinna endurtók hún þennan upp- lestur heima hjá sér fyrir fleiri hópa. Hún bjó í lítilli íbúð í miðborg Prag - og þar varð nú til „Stofuleikhúsið" sem átti eftir að gera yfirvöldum gramt í geði. Jaroslav Seifert, sem fékk nóbels- verðlaun 1984, varð þannig fyrstur höfunda til að vera leikinn í lítilli stofu - eða íbúðarleikhúsi Chram- ostovu. Minningabók hans, Fegurð veraldar, er á engan hátt pólitísk. Hún var bönnuð. En þegar ríkis- stjórnin gerði sér grein fyrir að útlit var fyrir að Seifert fengi nóbelsverð- launin var hún gefin út og aðeins fáeinir kaflar strikaðir út. Macbeth í stofunni Þekktasta leiksýningin í íbúð Chramostovu var sýning á Macbeth Shakespeares, í leikgerð hins þekkta, tékkneska skálds, Pavel Kohout. (Það var sú sýning sem varð kveikj- an að Jeikriti Bretans Tom Stopp- ards, íahoots Macbeth). Macbeth samanstendur af 25 hlutverkum. Kohout skar leikritið þannig að 5 leikarar gátu flutt það. Það var leik- ið í venjulegri dagstofu sem er 30 fermetrar. í sýningunni tóku aðeins tveir atvinnuleikarar þátt, Vlasta Chramostová og Pavel Landovský. Áhugaleikararnir þrír voru söngvar- inn og rithöfundurinn Vlastimil Tresnák, leikskáldið Pavel Kohout og dóttir hans, Tereza. Áhorfendur voru 20 til 30 hverju sinni og sátu á stólum eða á gólfmu í næsta herbergi og horfðu í gegnum opnar rennidyr. Lögreglan á verði Tékkneska leynilögreglan leyfði aðeins 17 sýningar á Macbeth í stof- unni. Yfirvöld komust að þeirri nið- urstöðu að William Shakespeare væri óvinur sósíalismans og að rödd hans yrði að kæfa. Eins og plagsiður er þegar lögregl- an er annars vegar var fyrst reynt að trufla sýningar og angra þátttak- endur. Kvöld nokkurt komu 15 ein- kennisklæddir lögreglumenn að íbúðardyrum Chramostovu. Þeir börðu upp á og sögðu að þeim hefði borist skýrsla eða kæra um að svall- veisla væri þar í gangi og að þeir ætluðu sér að kanna hverjir væru þarna þátttakendur. Á meðan Chramostová þrætti við lögregluna í forstofunni og á meðan Macbeth (Landovský) var í þann veginn að falla fyrir hendi Macduffs (Kohout), hallaði sér ungur ljósmyndari út um gluggann og ljósmyndaði lögreglu- bílana niðri á götunni. En þótt lögreglan legði þannig Macbeth-sýninguna í einelti tókst að hafa sýningar fleiri en yfirvöld reikn- uðu með. Nú breyttist sýningin í ferðaleikhús. Það var leikið í ótal íbúðum kunningjafólks um alla | Prag. Lögreglan reyndi að grafast Macbeth í stofuleikhúsinu. Pavel Landovský í titilhlutverkinu, hinn þckkti rithöfundur, Pavel Kohout í miðjunni (sem Macduft) og til hægri er Vlasta Tresnak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.