Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Side 17
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. 17 fyrir um hvar ætti að leika það og það kvöldið og stundum, þegar leik- ararnir birtust á tröppum einhvers sambýlishússins, stóð þar lögreglu- vörður fyrir. í desember 1979 stóð stofuleikhúsið fyrir nýrri frumsýningu. Að þessu sinni sýndi það leikrit um tékkneska nitjándu aldar höfundinn Nemcovas. Höfundur var Frantísek Pavlícek, bannlýst skáld. Hann skrifaði verkið sérstaklega fyrir Vlasta Chram- ostovu. Og hún lék öll hlutverkin. Afskipti lögreglunnar hófust þá að nýju. Ogstanda enn. „Óvinur ríkisins" Vlasta Chramostová byrjaði að leika þegar Tékkóslóvakía var her- numin af þýsku nasistunum og hún var starfsöm og víðfræg allt frá þeirri tíð þar til rússneska innrásin í Tékkóslóvakíu batt enda á feril hennar. Ferill hennar hófst í Brno. Hún steig á fjalir sem áhugamanneskja, tók þátt í andnasistískum leikritum - og varð brátt eftirsótt leikhús- og kvikmyndaleikkona. Ef rússneska innrásin hefði ekki komið til værl hún nú án efa þekkt um víða veröld. En við hér vestra þekkjum hana ekki því að í okkar augum er Prag langt fyrir austan svonefnt járntjald. Það undarlega með járntjaldið og Prag er hins vegar það að Prag er miklu vestar en Vínarborg - sem við vissulega teljum til Vestur-Evrópu. Úr bréfi frá Chramostovu Grein þessi, sem hér birtist, byggir á umfjöllun i sænska leikhús-tíma- ritinu Entré. Þar birtist nýlega grein eftir tékkneskan höfund, Karel Kyncl. Sá hafði í höndum bréf frá VÍasta Chramostovu. í niðurlagi þess bréfs segir: „í meira en 15 ár hefur mér verið bannað að koma fram. Ég ein veit hve erfitt það er að vera bannað að leika í svo langan tíma og dreyma stöðugt um endurkomu á svið. Ég fmn lyktina af farðanum, ég þekki aftur raddir starfsfélaga minna, ég heyri hringinguna og finn fyrir skini Vlasta Chramostová. kastaranna, markorðið kemur - en ég kann ekki textann, þekki ekki leikritið, veit að ég mun ekki ráða við neitt, að ég hef gleymt öllu...Og ég vakna kaldsveitt á morgnana...- Einu sinni vaknaði ég grátandi og heyrði sjálfa mig hvísla setningar úr síðasta hlutverki mínu og undraðist að ég skyldi enn muna þær:„Ég er eins og gamall hundur sem hefur misst tennurnar...“ En það er erfiðara fyrir mig að þola leikhúslífið í draumum mínum en þann raunveruleika sem ég lifi. Ég hef valið mér óritskoðað líf.“ -GG '-------------------------- Þórir Lárusson rafverktaki 'V Eini starfandi idnaðar- maðurinn á próf- kjörslistanum Bláfjallauppbyggingin hófst undir stjórn Þóris sem formanns Skíðaráðs Reykjavíkur 1967-73. Hafin er bygging íþróttasvæðis í Breið- holti, en Þórir hefur verið formaður ÍR sl. 8 ár. Sjálfstæðisfólk þekkir Þóri af ýmsum störfum í þágu flokksins, m.a. af for- mennsku Landsmálafél. Varðar 1980 og '81. Stuðningsmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.