Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 28
28 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. i ■ Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir í hlutverkum sínum (Ketill og Sveinn), VAR SKUGGASVEINN KONA? „Eftir þjóðfélagsumræður síðustu ára hefur oft verið velt fyrir sér möguleikanum á að Skugga- Sveinn hafi verið kona. Ketill skrækur var örugglega kona. Það hafa síðari tíma rannsóknir næstum sannað. Ber t.d. að benda á rödd þrælsins. Ketill heitinn var mjög mjóróma eins og frægt er - afar einkennileg rödd af karlmanni að vera...“ Ofanskráð klausa er úr formála sem fluttur er á undan hverri sýn- ingu á leikritinu „Skugga-Björg“ sem leikhópurinn Hugleikur flytur þessa dagana í Hlaðvarpaleikhúsinu við Vesturgötu 3 í Reykjavík. Reykvískt áhugaleikhús Hugleikur var stofnaður fyrir tveimur árum. Tvær konur úr þessu unga áhugaleikhúsi, þær Sigrún Óskarsdóttir og Ingibjörg Hjartar- dóttir, sögðu DV að ástæðan fyrir því að þær stofnuðu Hugleik hefði verið sú að þær töldu að í Reykjavík vantaði áhugaleikhús. „Áhugaleikhús hefur hingað til verið forréttindi landsbyggðarinnar. Búi maður úti á landi getur maður gengið í leikfélag og komist á kaf í það göfgandi starf sem slík félög bjóða upp á,“ sagði Sigrún. „Og úti á landi eru víðast félagsheimili þar sem áhugaleikfélögin geta fengið inni. Hér í borginni er ekkert félags- heimili, engin menningarmiðstöð - húsnæðisleysi háir mjög frjálsri leik- starfsemi í höfuðborginni." Skugga-Björg Handrit „Skugga-Bjargar" er helmingi styttra en handritið að „Skugga-Sveini“ og textanum ögn hnikað til, enda eru aðalhlptverkin orðin kvenkyns. Þær Sigrún og Ingi- björg leika Björgu og Kötlu (Ketill skrækur) - með eftirtektarverðum tilþrifum (getur blaðamaður vottað). „Við höfum einnig fækkað persónum nokkuð," sagði Ingibjörg, „og sniðið verkinu nýjan stakk. En rétt er að taka fram að við höldum okkur alveg við texta Matthíasar." Þær Ingibjörg og Sigrún kváðust þess fullvissar að hefði séra Matthías verið uppi á vorum dögum og skrifað leikrit sitt hefði hann látið aðalper- sónurnar vera kvenkyns. „Þessi ill- fygli á fjöllunum hefðu áreiðanlega verið mikil mussu-sköss," sagði Sig- rún. Hátt í þrjátíu manns hefur lagt hönd á plóginn við að búa til fjörm- ikla sýningu í Hlaðvarpaleikhúsinu. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson og Ólafur Örn Thoroddsen annast lýs- ingu. Aðrir sem þátt taka eru allir áhugamenn. Sérlega skemmtilegt var að sjá nokkra eldri borgara fara á kostum í sumum hlutverkanna, svo sem Eggert Guðmundsson, sem leik- ur Jón sterka, Jón Magnússon, sem leikur Galdra-Héðin (hlutverk sem oft er sleppt þegar Skugga-Sveinn er færður á fjalir), Sigríði Helgadótt- ur, sem leikur Grasa-Guddu, Björn Bjarnason, sem leikur Lárenzíus sýslumann, og Sindra Sigurjónsson sem leikur Sigurð í Dal. Hugleikur hefur tekið Skugga - Svein ferskum (glímu)tökum. Þess má geta að þegar leikritið fyrst var sýnt, þ.e. í þeim forna Latínuskóla, léku karlmenn öll hlutverkin. Nú hefur dæmið loksins snúist við. Enn eitt dæmið um framrás kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins. -GG Gvendur og Gudda - þ.e. Unnur Guttormsdóttir og Sigríður Helgadóttir. Löggurnar dularfullu - Anna Kristín Kristjánsdóttir og Guðrún Gyða Sveins- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.